Fundur 16.feb., 1861
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 16. febrúar 1861
- Ritari: Helgi E. Helgesen / Eiríkur Magnússon
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: Helgi E. Helgesen, Eiríkur Magnússon
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Þ. Egilsen, Sigurður Guðmundsson, Ísleifur Gíslason, Brandur Tómasson, E. Jónsson, E. Melsteð, Factor O. Finsen, H.E. Helgesen, E. Magnússon
Texti:
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0013v)
Ár 1860[sk 1], laugardaginn hinn 16. febr. kl. 8 e.m. var haldinn
fundur í félaginu. Allir á fundi nema Þ. Egilsen sem hafði afsakað
sig við forseta frá að geta komið og var álitinn fallinn undir
laganna 14. § og Sigurður Guðmundsson málari, sem og var
álitinn fallinn undir sama §. Ísleifur Gíslason hafði og tjáð
forseta forfall sína, og bar fyrir sig að læknir hefði bannað honum
að fara út, og var hann undanþeginn sekt. Því næst var
rætt um sekt Brands Tómassonar, sem ljáði sig ófúsan
að borga 2v fyrir það, að hann ekki á formlegan hátt
hefði ljáð varaforseta forföll sín frá fundinum hinn
9. þ.m og var með atkvæða fjölda samþykkt að honum
bæri að greiða sektina með 2v.
2. Voru af Forseta upptekin nöfn félaganna og gefnar ástæður
fyrir nöfnunum. [sk 2]
3. Var rætt um uppastúngu þessa Dantons E. Jónssonar um að hafa
merki undir nafninu; og var sú uppástúnga felld með
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0014r)
11. atkvæðum gegn 2.
4. Var lesið upp "Samtal tveggja sauða um fjárkláðann" eptir
þá herra varaforseta og Þ. Egilsen. Var ritgjörðin tekin
inn í safn félagsins og merkt № 2.
5. Var rætt um hvort finna skyldi nú þegar að ritgjörðum
eða ekki er félaginu berast og var það samþykkt með 10. atkvæðum gegn 3.
að svo skyldi ekki vera fyrst um sinn.
6. Var stúngið upp á að bjóða Sýslumanni E. Melsteð í fé-
lagið og Factor O. Finsen, var það samþykkt með atkvæða fjölda og var forseti kosinn til
að tala við hinn síðara en skrifari við hinn fyr talda.
Fundi slitið.
H. E. Helgesen /E. Magnússon
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: Lbs 486_4to, 0013v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.
- Skráð af: Eiríkur Valdimarsson
- Dagsetning: Ágúst 2011
Sjá einnig
Skýringar
- ↑ Svo í handriti
- ↑ Rætt hafði verið að félagar tæku upp dulnefni til notkunar í fundargerðum. Sjá: Fundargerð 2. Feb. 1861 og 11. Feb. 1861