Lbs. 1494, 8vo. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni málara til Jóns Sigurðssonar á Gautlandi

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 3. júlí 2013 kl. 15:25 eftir Eoa2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júlí 2013 kl. 15:25 eftir Eoa2 (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Handrit''': Lbs. 1494, 8vo. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni málara til Jóns Sigurðssonar á Gautlandi * '''Safn''': Landsbókasafn * '''Dagsetning''': 21. nóvember 1861 * '''B...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: Lbs. 1494, 8vo. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni málara til Jóns Sigurðssonar á Gautlandi
  • Safn: Landsbókasafn
  • Dagsetning: 21. nóvember 1861
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson á Gautlandi
  • Staðsetning viðtakanda: Gautland

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

Bls. 1

               
<placeName>Reykjavík</placeName> <date when="1861-11-21">21 Nóvember 1861</date>
góði vin
þegar við skildum seinast var lítið af
kveðjum sem þú manst eptir, þó ætlaði eg
að sitja firir þér, enn við fórustum samt hjá
og er því nauðsinlegt að endurnia kveðjurnar
af frægðarverkum mínum er lítið að segja
síðan, samt fór eg austur á þíngvöll og
var þar í 14 daga, og tók stórt og
nákvæmt kort af þingvelli og öllum
búðum og mannvirkjum sem þar finnast,
það kort ásamt með 12 mindum sem eru lík=
ar þeim sem þú sást hjá mér, fer nú eptir nokkra
daga til Lundúna, og mun það eptir stuttan
tíma verða prentað þar, eg vona því að þing
völlur verði nú smá samann kunnur þeim
mestu og bestu þjóðum, ásamt með okkar
fornu lögum sem eru óslítanleg frá þingvelli,
eg segi þér þessar fréttir sem þíngmanni Islendinga,
þú sérð af þessu að eg hefi þó komið nokkru til leiðar
síðan við skildum, en af því að mér er ekki síður
ant um að men þekki og viðhaldi vopnum Islend
ínga hinna fornu, þá treisti eg þér manna best að
sjá um að þau vopn er fundust hjá mívatni flækist
ekki til útlanda, svo þau alveg gleimist,
           ==Bls. 2==
               
það er og ætlan min að þau vopn irðu helst
að gagni ef þau kæmust til mín, enn annars
til lítils gagns, af því fáir stunda þess konar
nemað eg, eg treisti nú bæði uppa dreingskap
og tröllskáp þinn að þú kæmir því til leiðar
að eg við tækifæri fái þessi popn vopn
og skal eg reina til að sjá um að það verði
landinu eitthvað til gagns, firir géfðu nú
alt ruglið þin vin
Sigurðr Guðmundsson



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa Ósk
  • Dagsetning: 3. júlí 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar