Fundur 6.feb., 1868
Fundir 1868 | ||||
---|---|---|---|---|
16.jan. | 23.jan. | 29.jan. | ||
6.feb. | 13.feb. | 20.feb. | 27.feb. | |
2.apr. | 30.apr. | |||
14.maí | ||||
19?.nóv. | 26.nóv. | •1869• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1866-1871
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 6. febrúar 1868
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0041v)
Kvöldfundur 6ta Febrúar 1868
Cand. theol. Eiríkur Briem var eigi mættur og heldur eigi
Sigurður málari Guðmundsson var því umræðum um
þau efni sem þeir áttu að ræða skotið á frest til
næsta fundar.
Var þá lesið kvæði eða þýðing á kvæði eptir Rune-
berg sem heitir "den döende krigaren! eða hinn dey-
andi hermaður Kristján skáld Jónsson hafði þýtt
kvæði þetta og fært fjelaginu
Því næst voru dregnir seðlar
1ti Seðill: "Hvernin á að reformera Grímsey?" Candid.
Sv.Sk. dró hann og ræddi, og hvað það jafnvel hina
fyrstu nauðsyn að hvetja þá til dugnaðar í verk-
legum efnum t.a.m. rækta eyuna stunda betur sjó
og sjafarútbúnað o.s.f. - Kristján skáld bætti
við athugasemd um þrifnað sem eyarskeggjar
þyrftu að læra.
Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0042r)
2ar seðill: "Hvað kemur til að hverjum þykir sinn
fugl fagur." Pjetur Guðmundsson dró og
ræddi seðil þenna.
3ji seðill: "Hver er meiri Alexander við Hydaspes eða
Napoleon á st. Helena." Cand. Páll Jónsson
dró hann og tók Alexander fram yfir
Napóleon. Sveinn Skúlason tók því næst
til orða og gjörði meira úr Napoleon. Hann-
es Stephensen hjelt meira af Alexander
Forseti hjelt meira af Napóleon.
4 Seðill: "Hver hefir ritað bænda practics og hvenær er hún
prentuð." Páll Blöndal dró seðilinn og kvaðst
eigi vita, og enginn nema Jón Borgfirðingur
sem sagði að M, Stephensen hefði ritað hana
og mundi vera prentuð 1804.
5 seðill: --"En þau orð sem vjer viljum nokkuð gjör hugleiða standa
rituð í orðskviðasafni sjera Guðmundar Jónssonar
á 193 bls. og hljóða þannig: Langt seilast
latir tveir." Kristján Jónsson fjekk og ræddi
seðilinn
6 Seðill: "Hvað heimta menn að þeir hafi til að bera sem menn
gefa titilinn skáld." Kristján Eldjárn fjekk og
ræddi seðilinn og taldi þá einkum skáld sem
hafa skapandi afl andans í hverju stefnu
Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0042v)
sem væri og gæti fært hugsanir sínar í snillibúning
Páll Blöndal talaði einnig og vildi binda nafnið
við ljóð, en Kristján Jónsson vildi binda það
við háar hugmyndir þótt ekki væri í ljóðum
en ekki kalla þá skáld sem einúngis gæti
kastað fram vísu án þess að í henni væir neinar
skáldlegar hugsanir Pjetur Guðmundsson gat
þess að í öllum fornsögum væri þeir jafnan
kallaður skáld er vísur hefði ort. Sveinn
Skúlason og Forseti studdu mál Kristjáns Eldj.
og Kristjans Jónssonar
7 Seðill: "Einn út í lengstu legur fór og leitaði annar
skammt. Hvors hlutur er lítill? hvors er stór? Þeir
hvílast báðir jafnt". Jón Bjarnason dró seðil-
inn ræddi um hann
8 Seðill: "Er nokkurnstaðar á Islandi hægra að prjedica en í Grímsey?
Forseti dró seðil þenna og ræddi hann og áleit að hvað
vegna þess að söfnuðurinn í Grimsey væri minni en
aðrir söfnuðir á landinu, og því væri hægra að þekkja
hann til hlýtar en aðra, og þar af leiddi að þar væri
hægra að prjedika þar en annarstaðar. Páll Blöndal
hjelt að hægra væri að prjedika í Reykjavík
en í Grímsey, því menn hefið hjer meiri
mentun en Grímseyingar
Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0043r)
9 Seðill: Hvort er betra að vera prestur í Grimsey eða
læknir í Grimsey? á Hornströndum? Hannes Stephensen dró
seðilinn og hjelt því fram að betra væri að
vera Grímseyarprestur en Hornstrandalæknir.
10 Seðill: Af hvaða anda leiðast skáldin? Haldór
Guðmundsson ræddi þetta efni og hjelt að
þau leiðist af sínum eigin anda-
Páll Blöndal Benedikt Kristjansson Kristján
Jónsson ofl. tóku einnig til máls.
11 Seðill: I hverju er betra að hafa drykkju en át + drykkju á
kvöldfundinum 8 febr? Benedikt Kristjánsson hjelt
um þetta kapitula og fl.
12 Seðill: Er ekki skáldskapurinn einskonar delirium?
Skrifari fjekk og ræddi þetta spursmál og Kristján
Jónsson.
Fundi slitið
H.E.Helgesen Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af: Eiríkur
- Dagsetning: 01.2013