„SGtilJS-68-19-08“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(Ein millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 139: Lína 139:
==Tenglar==
==Tenglar==


[[Category:1]][[Category:All entries]]
[[Category:Bréf]] [[Category:Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar forseta]][[Category:All entries]]

Nýjasta útgáfa síðan 30. október 2015 kl. 07:03

  • Handrit: ÞÍ.E10:13/19.08.1868 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 19. ágúst, 1868
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavík19 august 1868
Góði vin!
Eg hefi enn þá mál fyrir yður að kjæra útur
forngripa safninu, þó eg álíti það sjálfsagt að
senda yður fram hald af skírslunni um safnið þá
þá þikir mér samt vissara að spurja yður um hvort
hvort eg á að géra það t.d. með síðustu skipum
eg hefi þegar mikið til samið skirluna, enn þó ekki
alveg svo eg gét ekki með vissu sagt hvað hún
verður laung enn eptir því sem eg hefi best vit
á þá mun hún verða rúm örk prentuð fyrir
næsta ár, eg hefi einsog i fyrri skírslunum orðið
að skrifa stutt um sumt enn leingra um sumt
þegar það hafa verið að ein hverju tölu vert merkir
hlutir eða skjald gjæfir og mér hefir þótt töluvert
athuga vert við þá, þvi óvist er hverjir á eptir koma,
og hvað þeir kæra sig um að skíra það mál, eða
hvaða vit þeir hafa á þvi, eða hvaða vilja þeir
hafa til þess sem mest er i varið, þvi fjöldinn af
mönnum hæðist í raun og veru af að safninu og
og má eg opt gjalda safnsins hér i Reykja vík
enn eg er nú ekki hörundsár i þvi tilliti, það er
þvi nauðsyn á að géra tölu vert bæði visinda lega
og verklega i þessu máli svo menn hafi eitthvað fast
að biggja á, og géti aukið við það eptir föstum reglum
Þettað er að nokkru leiti þegar feingið, þvi nú first er
safnið komið á þann rétta rekspöl og hefir skírslann
mikið hjálpað til þess eg hefi feingið bréf frá ímsum
sem líkar hún vel enn sumir bölfa henni á samt
öllu oðru sem gért er enn blessa það sem ógert er

bls. 2


bæði hjá þeim sjálfum og öðrum, (það er hækt að
lasta það sem aðrir géra og segja é skildi géra það
betur, og géra svo aldrei neitt.) eg bist við að géfend
urnir verði lángeigðir ef ekki kémur skýrsla út árlega
óg þó hún kómi út árlega þá er þó ó um flían legt að
hún verður þó að koma ári á eptir tímanum eða fyrir
næst liðið ár, litið höfum við gétað á orkað við stipts
yfir völdinn enn samt er það þó á unnið að biskup
hefir látið boðforboð út gánga moti þvi að menn séu
að pránga með hluti frá kirkjum til út lendra
heldur á alt sem kirkjunnar ekki hafa leingur gagn af
að sendast til forngripa safnsins, þettað er nokkuð á
unnið, enn nú kémur til Teits og Siggu, þvi nú lítur
ekki öðru vísi út enn að manni verði vísað útá
götuna með safnið, þvi allar þessar bóka gjafir
sem hafa komið til stiptsbóka safnsins i sumar eru svo mikl
ar að þær eru nógar i helmínginn af kirkju loptinu
enn skóla bóka safnið er þegar áður fult af sama bibl-
ióteki, hvað þeir géra nú við þettað alt samann má
hamíngjann vita hver veit nema þeir geri nú forn-
gripa safnið að olboga barni þvi vist er um það að
að þeir gull hálsarnir hafa lítinn á huga á því,
þaðþað einasta er sem kann að hjálpa, að þeir géta valla
verið þekktir fyrir að kasta út á götuna 630 Nr.
af fornhlutum sem er eign landsmanna og sem þeir
sjálfir hafa géfið landinu, enn á hinn bóginn er
óvist hvert herbergi fæst sem i raun og veru er
mikið betra eða vissara enn gatann, þettað er sú skugga-
hliðinn af okkar fram för um hérna, eg er þegar
orðinn leiður á að berjast i þessu lángt fram yfir
mín efni þvi alt af vafir hættann yfir að alt fari
á hausinn, eg hefi lika brúkað mikinn tima fyrir
safnið til að halda þvi vakandi svo hamingann
má ráða hvurt maður gétur leing haldið

bls. 3


pínuna út því það gétur orðið lángt
þangað til að þettað lagast nokkuð verulega.
Það geingur all vel með skóla vörðuna og
eru komnar upp rúmar 8 alnir af henni eða
neðri tasíann, vegurinn geingur lika vel og er hann
á þeim stað sem eg vildi hafa hann (þessu gat maður
þó raðið) húsinn halda áfram eins og eg gat
siðast umm enn eitt þeirra komst þó ekki upp
sem byrjað var þá á þettað er þó bót i máli
þó litið sé,
forlatið þennann miða
yðar vin
Sigurðr Guðmundsson
Eg hefi nokkuð af beinum og fleiru síðann ur
Hafurbjarnarstaða fundinum Það er mikið merkur
fundur
Lika sé eg altaf hvað nauðsynlegt það væri að
þér gæfuð út ritgjörð um búskap i fornöld sem syndi
á standið þá og hvað mikið þeir vóru duglegri, það
er sannarleg hörmúng og plága að heira marga heldri menn
tala um, alt af hvað landinn sé að hnigna, jöklarnir
að stækka, hafísinn að færast nærr og nær, og segja
að hann hafi enda ekki verði þektur fyr enn á 13 öld,
og þeir segja jafn vel að hnötturinn sé að snúast
svo að Island hljóti seinast að verða tómur is þessar
skaðlegu barna hugsanir géra miklu meira ilt enn
menn skildu fljótlega hugsa. Þvi auk þess að
menn eru að hugsa af landi burt hvör sem gétur.
Þá eru menn mjög alment búnir að tapa öllum áhuga
á að koma landinu upp og halda að það sé til einskis
og kénna enda landinu um flestann ef ekki allann
sinn ódugnað. Þessu þarf að hrinda með rökum
og það sem allra fyrst.

bls. 4


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
8. Bls. 59. Vegurinn, sbr. bls. 56; þ. e. vegurinn yfir Skólavörðuholtið og
suður á Öskjuhlíð; sbr. 15. bréf, bls. 74 hér fyrir aftan. Suðaustan í holtinu var
hann tekinn allur upp er þar var tekið grjót til uppfyllingar við höfnina, en
norðvestan í hlíðinni var hann aflagður er gerður var annar vegur yfir hana
austar, sá er nú er farinn; þó sést hinn eldri vel, og sömuleiðis hinn gamli
reiðvegur, sem er milli akveganna.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar