„Bréf (SG02-40)“: Munur á milli breytinga
(→Bls. 1) |
mEkkert breytingarágrip |
||
(7 millibreytinga eftir einn annan notanda ekki sýndar) | |||
Lína 8: | Lína 8: | ||
---- | ---- | ||
* '''Lykilorð''': kvenbúningur, Íslendingasögurnar, Ornkneyingasaga, myndir | * '''Lykilorð''': kvenbúningur, Íslendingasögurnar, Ornkneyingasaga, myndir | ||
* '''Efni''': „Minnst er á kvenbúninginn. Síðan koma búningsögulegar athuganir - krókfaldur - út frá Íslendingasögunum. Guðbrandur segist hafa bent Dasent, sem er að gefa út Ornkneyingasögu og vantar myndir í hana, á Sigurð. Bréfinu fylgir miði - áframhaldandi | * '''Efni''': „Minnst er á kvenbúninginn. Síðan koma búningsögulegar athuganir - krókfaldur - út frá Íslendingasögunum. Guðbrandur segist hafa bent Dasent, sem er að gefa út Ornkneyingasögu og vantar myndir í hana, á Sigurð. Bréfinu fylgir miði - áframhaldandi hugleiðingar út frá brefínu um krókfaldinn með hendi Sigurðar.“ [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498495 Sarpur, 2015] | ||
* '''Nöfn tilgreind''': [[Sir George Webbe Dasent]] | * '''Nöfn tilgreind''': [[Sir George Webbe Dasent]] | ||
---- | ---- | ||
Lína 76: | Lína 76: | ||
[http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498495 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498495 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
því handritið er brot. Ágætt pappírshandrit af þessum flokki | því handritið er brot. Ágætt pappírshandrit af þessum flokki | ||
Lína 123: | Lína 125: | ||
er Sveinn brjóstreip var drepinn af Sveini Ísleifarsyni? | er Sveinn brjóstreip var drepinn af Sveini Ísleifarsyni? | ||
---- | ---- | ||
===Bls. 3=== | ===Bls. 3=== | ||
[[File:SG02-40_3.jpg|380px|thumb|right| | [[File:SG02-40_3.jpg|380px|thumb|right| | ||
[http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498495 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498495 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
25. Octbr. 1195. Eg hefi vísað honum til þín; hann skrifaði mér | 25. Octbr. 1195. Eg hefi vísað honum til þín; hann skrifaði mér | ||
Lína 153: | Lína 161: | ||
stundir vel - Þinn einlægi vin | stundir vel - Þinn einlægi vin | ||
Guðbrandr Vigfússon | Guðbrandr Vigfússon | ||
---- | ---- | ||
===Bls. 4=== | ===Bls. 4=== | ||
[[File:SG02-40_4.jpg| | [[File:SG02-40_4.jpg|280px|thumb|right| | ||
[http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498495 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498495 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
Lína 169: | Lína 187: | ||
Reykjavík | Reykjavík | ||
---- | ---- | ||
===Meðfylgjandi miði=== | |||
[[File:SG02-40_5.jpg|280px|thumb|right| | |||
[http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498495 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | |||
Lína 210: | Lína 234: | ||
og merkir líklega mjór eður herða lítinn | og merkir líklega mjór eður herða lítinn | ||
---- | ---- | ||
riss aftan á... ólæsilegt | riss aftan á... ólæsilegt | ||
'' | '' | ||
---- | ---- | ||
* '''Skráð af''': Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir | * '''Skráð af''': Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir | ||
Lína 225: | Lína 258: | ||
* '''Tenglar''': | * '''Tenglar''': | ||
[[Category: | [[Category:Bréf]] [[Category: Bréf frá Guðbrandi Vigfússyni til Sigurðar Guðmundssonar]] [[Category:All entries]] |
Nýjasta útgáfa síðan 11. ágúst 2016 kl. 12:04
- Handrit: SG02-40 Bréf frá Guðbrandi Vigfússyni, prófessor, Oxford
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 1. júní 1860
- Bréfritari: Guðbrandur Vigfússon
- Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda: Reykjavík
- Lykilorð: kvenbúningur, Íslendingasögurnar, Ornkneyingasaga, myndir
- Efni: „Minnst er á kvenbúninginn. Síðan koma búningsögulegar athuganir - krókfaldur - út frá Íslendingasögunum. Guðbrandur segist hafa bent Dasent, sem er að gefa út Ornkneyingasögu og vantar myndir í hana, á Sigurð. Bréfinu fylgir miði - áframhaldandi hugleiðingar út frá brefínu um krókfaldinn með hendi Sigurðar.“ Sarpur, 2015
- Nöfn tilgreind: Sir George Webbe Dasent
Texti:
Bls. 1
Kmhöfn 1. Júni 1860.
Góði vin!
Eg minnist nú að eg á þér skrifað, og hefi ekki leyst
spurníngar þínar, sem eg vona þú fyrirgefir mér.
Mig gleðr að heyra, að þér gengr betr en við raunar
gátum vonast að koma á fallegum búníngi; allt
vill lagið hafa, og svo líka kvennfólkið, það vill
vera vel búið, og kvennfólkið er þar að auki í mörgu
þjóðlegra enn við karlmennirnir; eg heyri hrósað
hvað faldurinn sé fallegr, og svo þegar um búið einsog
Sigurðr býr þau til, réttu handamjöll, það er yndi
að horfa á, það eitt vantar að þær gráti gulli að
Freyja sé komin sjálf.
Krókfaldurinn í Laxælu held eg heyri til upphaflegum
texta sögunnar, en eg held að sagan sé rituð um 1230-40.
nú er reyndar hin prentaða saga, þó hún sé eptir gam-
alli skinnbók frá byrjun 14. aldar, ekki óbreytt að öllu,
eg hefi fundið hér á yngra skinnhandriti, helming sögunn
ar í y upphaflegri mynd og betr orðaða, án Bolla-
þátts, sem síðar er við settr, en þar á er ekki þessi kafli
Bls. 2
því handritið er brot. Ágætt pappírshandrit af þessum flokki
nefnir krakfald en það mun ritvilla; kynni þó að vera rétt
því faldurinn átti eptir draumnum að vera vesallegr ómerki-
legr, krakalegr. - En ráddu nú sleggja hvað réttara muni. -
Í Njálu um hlaðbúinn kyrtil Hallgerðar finst í sömu
gömlu skinnbók sem Laxdæla er prentuð eptir frá byrj. 14. aldar
en það er ekki í hinu ágæta handriti sem sagan er prentuð
eptir, og sama kyns handritum. Eg held að það heyri
ekki til framtexta sögunnar, heldr sé innskot, því rit-
arinn hefir haft í huga hina hlaðbúnu skikkju sem
kemur rétt á eptir.
Hrafnssaga fannst á Vatnshornsbók skrifuð um
1400, brann 1728, hún hlýtr því að vera frá 1400
en afleitt heldr póetri; Eg held hún sé varla eldri en
frá enda 14. aldar.
Eg hefi skrifast á við Dasent í Lundúnum,
hann er að gefa út Orkneyingasögu sem eg hefi búið
undir prentun. Hann er mikið vel að sér; hann vill
meðal annars láta fylgja uppdrátt af höll Þorfinns jarls
(1014-64) og sem Arnór jarlaskáld sat gegnt í öndvegi sam-
kvæmt því sem Arnór segir. Hét ek þá er hvern vetr sát-
um. - Svo g og höll Páls jarls hundrað árum síðar
er Sveinn brjóstreip var drepinn af Sveini Ísleifarsyni?
Bls. 3
25. Octbr. 1195. Eg hefi vísað honum til þín; hann skrifaði mér
síðast, að hann færi heim til Íslands í sumar, nú hefir
hann ekki síðan skrifað. Þú gætir best gefið honum
skýringar um kafla, svo uppdrátturinn gæti orðið svo réttr
sem kostr er. Það væri gaman ef þú læsir vandlega
kapitulann í Aftns. Sveinn drap Svein nokkr
munur hefir eflaust verið á höll Páls og Þorfinns sem
var alveg í fornum konúngastíl, svo enda skáldin
vísa til vísu Arnórs um hallir fornkonúnga fyrir og
Ólafs kyrra (sjá Fagrskinnu um þetta.)
Þetta er nú nóg af þessu masi - Líði þér allar
stundir vel - Þinn einlægi vin
Guðbrandr Vigfússon
Bls. 4
S.T.
Herra Sigurði málara Guðmundssyni
Reykjavík
Meðfylgjandi miði
í handritum af Laxdælu stendur
imist krakfaldur eða krókfaldur
sem hvöru tveggju er rétt því krókur
og kraka er sama, og að kraka einn hlut
upp til d. af jafur?* batni er sama og að
krækja up, og kraka kalla men krókst
jaka eður jóru krák á lángri stöng er
men hafa í skipum, þar á skilt við
að men segja „að skip krakar niðri er
er það rekst í sjáfar botninn eður stings
með hönum, þar af er og kröku stjóri
eður kraka því þess konar stjórar
hafa útur sér á 3 vegu að neðan konu
eður uppur er krækjast í botninn rangt af staur=kroku
kraki í snorra eddu, hrólfssögu kraka,
þorsteinssögu siðuka, og Olafssögu Trygg en
skálk. útg og flateyarbók er kráku
eður krókligr en sum handrit hafa er óljós merking
og merkir líklega mjór eður herða lítinn
riss aftan á... ólæsilegt
- Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Dagsetning: 07.2011
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Tenglar: