„Skjöl (Lbs489,4to 5v-6r)“: Munur á milli breytinga
(Bjó til síðu með „* '''Handrit''': 489 4to * '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] * '''Dagsetning''': 21. desember 1862 * '''Ritari''': Eggert Ólafsson Briem ---- * '''Efni''': '''Lög Kvöldfélagsins''' ---- * '''Lykilorð''': lög * '''Efni''': * '''Nöfn tilgreind''': Eggert Ólafsson Briem ==Texti== 380px|thumb|right| einhverju merki (motto), skal þeim fylgja innsiglað bréf með sa...“) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 178: | Lína 178: | ||
* '''Hlekkir''': | * '''Hlekkir''': | ||
[[Category: Skjöl Kvöldfélagsins]][[Category: Lbs489,4to]][[Category: Fundarbók]][[Category:All entries]] | [[Category: Skjöl Kvöldfélagsins]][[Category: Lbs489,4to]][[Category: Drög af lögum]][[Category: Fundarbók]][[Category:All entries]] |
Nýjasta útgáfa síðan 10. nóvember 2024 kl. 17:40
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 21. desember 1862
- Ritari: Eggert Ólafsson Briem
- Efni: Lög Kvöldfélagsins
- Lykilorð: lög
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Eggert Ólafsson Briem
Texti
einhverju merki (motto), skal þeim fylgja innsiglað bréf með sama merki
utaná, en nafni höfundarins innaní. Skulu þær lesnar upp á fundum
svo fljótt sem unt er, eptir að þær hafa borizt forseta og nefndir kosnar
til að dæma þær.
8.gr.
Nú vill einhver félagi stinga uppá nýjum félagsmanni, nefnir
hann það þá við forseta, en forseti getr þess í boðunarbréfi til næsta
fundar. Kemur þá sú uppástunga til umræðu og atkvæðagreiðslu.
Verði atkvæði með því, að honum sé boðið að ganga í félagið, skal velja
þann úr flokki félagsmanna, er bezt þykir henta, til að bjóða honum að
ganga í félagið. Skal sá gæta allrar varúðar og gefa honum sem
minstar og almennastar upplýsingar um félagið, en þo engar fyrr en
hann hefir bundizt þagnarheiti við hann. Ef einhver, er boðið hefir
verið í félagið, kemr á fund, heyrir lög félagsins lesin og þykist eigi þegar
geta afráðið, hvort hann vill ganga í félagið eða eigi, skal honum gef-
inn kostur á að fara þegar af fundi í það sinn og hugsa sig um til næsta
fundar.
9.gr.
Félagar greiði á fyrsta haustfundi árstillag í félaginu, er nemi
1rdl. Nýir félagar, sem koma inn í félagið fyrir mitt félagsárið gjaldi
hið sama tillag, en þeir, er síðar koma, skulu undanþegnir gjaldi
það félagsár.
10. gr.
Þeir félagar, sem flytja sig héðan úr bænum, en vilja þó
standa í sambandi við félagið framvegis, skulu lýsa því yfir á
félagsfundi, eðr tilkynna það forseta, skulu þeir fá að vita með bréf-
um frá félaginu haust og og vor, hin helztu störf þess og stutt yfir
lit yfir ritgjörðir þær, er félaginu berast.Þessir félagar greiða árs-
tillag á við aðra félaga, ef þeir eigi senda félaginu ritgjörðir, ella
eru þeir þar undanþegnir árstillagi. Þeir skulu og fá að kaupa eptirrit
af ritgjörðum, ef þeir æskja þess. En þá sem burtu fara, og gjöra
þá eigi vart við sig ár langt, telr félagið lausa við sig að fullu og öllu,
svo og þá, er eigi hafa greitt árstillag í 2 ár.
11.gr.
Einn er forseti í félaginu; sé hann valinn á hverjum
fyrsta haustfundi. Setr hann þá þegar fundarhald félagsins með
ræðu. Á síðasta ársfundi skal hann skýra frá efnahag, ástand
og framförum félagsins. Hann stjórnar fundum og kallar menn
til þeirra með boðunarbréfi, og getr þar í helztu fundarefna,
skipar fyrir umræðum fundanna; hann ræðr atkvæðagreiðslu og
hefir úrskurðaratkvæði, þegar atkvæði eru jafnmörg. Hann slítur
jafnan árs fundarhaldi félagsins síðast í maímánuði með ræðu
og skulu honum þá afhent skjöl félagsins; bækr þess og fé það
er í sjóði er.
12.gr.
Ef fjórði hluti eða fleiri félagsmanna þeirra, er búa hér
í bænum, óska aukafundar, tilkynni þeir það forseta; kalli
hann þá menn til fundar með boðunarbréfi, er gengr milli
félagsmanna ekki seinna en daginn áðr, en félagar riti nöfn sín
á það.
13.gr.
Á fyrsta haustfundi skal jöfnum kjósa auk forseta
einnig skrifara og gjaldkera félagsins: samfara þessum kosn-
ingum skal kjósa varaembættismenn félagsins. Enginn einn
má hafa nein tvenn af störfum þessum á hendi.
14. gr.
Skrifari heldr gjörðabók félagsins; sé hún staðfest af
forseta; ritar skrifari í hana það, sem fram fer á fundum. Í
fundarlok er fundargjörðin upp lesin og rita forseti og skrifari
undir. Á hausti hverju ritar skrifari í gjörðabók félagsins
nöfn allra þeirra manna, er þá eru í félaginu og bætir síðan jafn-
óðum við þeim er i félagið ganga hvert félagsár. Auk þessa hefir
hann sérstaka bók, er hann ritar í bók? til fjarverandi félags-
manna. Skrifari heldr lista yfir ritgjörðir þær og bréf, er félag-
inu berast, safnar þeim í eitt með árituðum tölum, og skal það
safn heita skjalasafn ,,Kvöldfélagsins" (Sk söfn kv (ath tákn))
15.gr.
Gjaldkeri heldr bók staðfesta af forseta yfir fjárhag félags-
ins og gjörir skýrslu um hann á fyrsta fundi í febrúarmánuði.
Svo gjörir hann og á síðasta vorfundi árskýslu um fjárhag
félagsins og leggr hana fram fyrir félagsmenn. Gjaldkeri veitir
móttöku tekjum félagsins og greiðir gjöld þess eptir ávísun
- Gæði handrits:
- Athugasemdir: Hér var skrifað undir lögin: https://sigurdurmalari.hi.is/wiki/index.php?title=Fundur_3.jan.,_1863
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: