„Bréf (SG02-180)“: Munur á milli breytinga
(→Texti) |
m (1 bréf (SG-02-180) færð á Bréf (SG02-180)) |
||
(3 millibreytinga eftir 2 notendur ekki sýndar) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
* '''Handrit''': | * '''Handrit''': SG02-180 Bréf frá Steingrími Thorsteinssyni, rektor og skáldi, Reykjavík. | ||
* '''Safn''': Þjóðminjasafn | * '''Safn''': [http://www.thjodminjasafn.is Þjóðminjasafn Íslands] | ||
* '''Dagsetning''': 7. sept [[1868]] | * '''Dagsetning''': 7. sept [[1868]] | ||
* '''Bréfritari''': [[Steingrímur Thorsteinsson]] | * '''Bréfritari''': [[Steingrímur Thorsteinsson]] | ||
* '''Staðsetning höfundar''': [[Kaupmannahöfn]] | * '''Staðsetning höfundar''': [[Kaupmannahöfn]] | ||
* '''Viðtakandi''': [[Sigurður Guðmundsson]] | * '''Viðtakandi''': [[Sigurður Guðmundsson, málari|Sigurður Guðmundsson]] | ||
* '''Staðsetning viðtakanda''': | * '''Staðsetning viðtakanda''': | ||
---- | ---- | ||
* '''Lykilorð''': | * '''Lykilorð''': Forngripasafnið, safnahús, alþingishús, Þjóðhátíðin 1874, Reykjavík, bókmenntir, almenningur, skáld | ||
* '''Efni''': | * '''Efni''':: „Nýútkomin skýrsla Forngripasafnsins. Hugsanleg bygging safnahúss og alþingishúss. Aldarhátturinn, sem bréfritara finnst kraftlaus og mislítill og telur endurspeglast m.a.a í bókmenntum. Áfellisdómar almennings yfir það sem vel er gert. Tvö skáld Baldur og Jón Þórðarson. Bæjarbragur Reykjavíkur. “ [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498609 Sarpur, 2015] | ||
* '''Nöfn tilgreind''': Jón Þórðarson = Jón Thoroddsen? | * '''Nöfn tilgreind''': Jón Þórðarson = Jón Thoroddsen? | ||
---- | ---- | ||
==Texti== | ==Texti== | ||
===bls. 1=== | |||
bls. 1 | [[File:SG02-180_1.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498609 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
<br /> | |||
Kaupmannahöfn 7d. sept. 1868 | |||
Góði vin! | |||
Það hittist vel á að eg fékk hið góða og fróðlega bréf | |||
núna, - því þegar eg fékk það, var eg einmitt að hugsa | |||
um að skrifa þér. Reyndar hef eg fátt að skrifa. Eg hef | |||
lesið skýrslu þína um forngripasafnið með mikilli ánægju, | |||
því fyrst og fremst er hún ágætlega samin og í annan | |||
stað er hún vottur um hvað safnið þó, fremur vonum, | |||
hefir mikið inni að halda, mundu fáir <strike>af</strike> hafa trúað | |||
því fyrir 10 eða 15 árum að svo mikið mundi geta | |||
orðið dregið saman á svo stuttum tíma. Að hafa full | |||
komna prentaða skýrslu er líka gott í því tilliti að menn | |||
síðarmeir munu þá fremur skirrast við að glata því sem | |||
einusinni er fengið. Eg vona að eg í Þjóðólfi sjái lýsingu | |||
á vopnunum sem fengizt hafa í sumar, <sup>og</sup> sem þú segir | |||
vera frá elzta tímabili okkar þegar framlíða stundir | |||
ætti safnhús að vera til í Reykjavík eða að minnsta | |||
kosti húsrúm til þess í einhverri stórri byggingu, og ætti | |||
þar einnig að vera sýnishorn af ýmsu útlendu til | |||
fróðleiks í sögulegu og íþróttalegu tilliti, slíkt gæti | |||
víst gert allmikið gagn þó það væri ekki svo stórt | |||
að vöxtunum. Hvað líður samskotunum til alþingis- | |||
hússins? það gengur líklega eitthvað tregt. Eg sé af | |||
bréfi þínu að aldarháttúrinn er ekki að þínu skapi | |||
---- | ---- | ||
bls. 2 | ===bls. 2=== | ||
<br /> og er eg þér fullkomlega samdóma í því efni. Fair | [[File:SG02-180_2.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498609 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
og er eg þér fullkomlega samdóma í því efni. Fair | |||
aldarkaflar hafa verið fjörminni og meira niðurgrafnir | |||
í fjárdrátt og sálarlaust vastur en þessi sem núna stendur yfir, | |||
og svo má heita að hið trúarlega og skáldlega sé lagt fyrir óðal | |||
nema hvað menn eru að tyggja upp þetta gamla, og reyni menn | |||
til að skapa eitthvað nýtt þá vantar þar í allan krapt og flug, | |||
sem von er, því tímans visna grein getur ekki borið neinn | |||
paradísarvöxt, og þvílík sem öldin er þvílíkir eru mennirnir. | |||
Eg sé svo stóran mun á þessu frá minni æsku, og er eg þó | |||
ekki neinn öldungur eða hærukarl. Flestir skáldskapar rithöf | |||
< | |||
undar nú á tímum eru svívirðilegir reyfarar og plötumenn, | |||
sem enga virðingu hafa fyrir íþrótt sinni, en hugsa bara um | |||
að vinna sér inn peninga með því að hauga saman hverju | |||
ritinu á fætur öðru. Það er hið versta merki þegar ein öld | |||
er óskáldleg, og er það bæði í lífi sínu og bókmentunum, - því | |||
það er vottur þess að hún hefir misst sjónar á því eina | |||
sem gjörir lífið nokkurs vert; en hvað gjörir lífið nokkurs | |||
vert, það er að skilja, fyrir þá sem hugsa og finna til, og | |||
ekki fyrir hinn "mesta fjölda, er svo fellur niðr sem búfé, að | |||
hvorki verður getið að illu né góðu"? Það mundi víst vera | |||
það líf sem lýsir sér í trúnni, vísindunum skáldskapnum | |||
og íþróttunum, því það er mannalíf, en ekki dýra; <strike>og</strike> | |||
Skortur á <ins>andagipt</ins> er einkenni þessara tíma; menn geta | |||
hvorki hrifið aðra né hrifizt sjálfur. En það er til lítils | |||
fyrir einstaklinginn að íþyrna móti broddinum, eða | |||
---- | ---- | ||
bls. 3 | ===bls. 3=== | ||
<br />leita móti straumnum, því tíðarandinn hefir líka | [[File:SG02-180_3.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498609 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
leita móti straumnum, því tíðarandinn hefir líka | |||
áhrif á þá sem hafa hann, að minnsta kosti nokkur, en | |||
það bezta í sjálfum sér getur þó reyndar hver maður | |||
frelsað, og með því þeir eru eigi fáir sem það gjöra, | |||
þá getur hið andlega aldrei dáið hjá mannkyninu | |||
en blómgast altaf öðru hverju. | |||
Þetta er nú reyndar útúrdúr í bréfi, en jeg skrifa | |||
< | |||
blátt áfram eins og í hugann flýgur. Ekki kemur mér | |||
óvart að Íslendingar hnýti í það sem gjört er þeim | |||
til nota, því það hefir þeim lengst fylgt á seinni öldum, | |||
enda mun víðar vera pottur brotinn með það en á Íslandi, | |||
slíks gætir alténd mest í minni mannfélögum, og ekki kvað | |||
það t.a.m. vera gott í Kristjaníu, því þar kvað smásmugly | |||
öfund og hótfindni keyra fram úr hófi. Á Íslandi kemur | |||
það úr verst þessvegna, að þeir sem gjöra eitthvað, verða | |||
að leggja talsvert í sölurnar, tíma og tilkostnað, svo | |||
verk <sup>þeirra</sup> ættu jafnan ð vera þegin með þökkum, þegar | |||
þau eru nokkurnveginn af hendi leyst. - En í þess | |||
stað fara menn að stinga saman nefjum með flónslegu | |||
spotti, og skopast að því sem þeir hafa lítið vit að | |||
dæma um; svo var þegar Ragnarökkrið kom út hér, | |||
þá fóru Íslendingar strax að henda einstaka smekk | |||
-leysur, sem að vísu ekki eru svo fáar í kvæðinu, og | |||
hlægja að þeim, og var þá viðkveðið: "mikið bölfað | |||
rugl er Ragnar:", en enginn fór fram eða vildi heyra | |||
að neitt væri fallegt í því. Þetta þykir mér nú andstyggi | |||
-legt, en raunar má við slíku búast af mönnum sem | |||
ekki hafa neinn snefil af skáldskaparviti, en talsvert | |||
af illgirni. Það er það eina skipti sem eg hef heyrt þá | |||
dæma um skáldskap, en höf. naut þess hjá þeim að hann | |||
---- | ---- | ||
bls. 4 | ===bls. 4=== | ||
<br />var Íslendingur. Þesskonar dómar held eg annars ekki | [[File:SG02-180_4.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498609 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
var Íslendingur. Þesskonar dómar held eg annars ekki | |||
< | |||
gjöri svo mikinn skaða, því optastnær mun þó álit | |||
skynsamra manna verða ofaná. | |||
Ljótur er Baldur og ekki verður sagt að <ins>fátt</ins> muni | |||
ljótt á Baldri, því hann er ófreskja frá hvirfli til ilja. Nær | |||
kom slíkur selshaus upp úr gólfi bókmentanna? Er han | |||
ekki líka sendur af Bægifæti prentsmiðjunnar? Eg vona að | |||
hann verði ekki langlífur, en sökkvi niður <sup>undir</sup> sleggju fyrir- | |||
-litningarinnar. Ekki hef eg séð skáldskaparrit Jóns Þórðarson | |||
og ekki veit eg hvort bókmenntafélagið muni gefa þau út. | |||
Það sem eg sá í blöðum eptir hann á seinni árum líkaði | |||
mér ekki eins vel og það sem hann kvað á fyrri árum; | |||
hólakast af öllu kákið við Pilt og stúlku, sem mér | |||
virðist ófært og vottur um mikla apturför. Eg sé af bréfi þínu | |||
og heyri af sögusögn annarra, að Reykjavík sé talsvert að | |||
prýðka á þessum árum, og er það vel farið, ef hún nú | |||
ekki sökkur niður í oddborgaraskap og verður hálfdanskur | |||
bær eða aldanskur. Eg hef nú enga hugmynd um hvernig | |||
hún er, en heyri um það ýmsar sögur; margir góðir menn | |||
eru þar, eða að minnsta kosti nokkrir, það er bezt | |||
að taka ekki munninn of fullan. | |||
Nú mun vera nóg komið að sinni af þessum | |||
hræringi og kveð eg þig nú með beztu óskum | |||
Þinn einlægur vin | |||
Steingrímur Thorsteinson | |||
---- | ---- | ||
* '''Skráð af''': Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir | |||
* '''Dagsetning''': 07.2011 | |||
==Sjá einnig | ==Sjá einnig== | ||
==Skýringar | ==Skýringar== | ||
<references group=" | <references group="sk" /> | ||
==Tilvísanir | ==Tilvísanir== | ||
<references /> | <references /> | ||
== | ==Tenglar== | ||
[[Category: | [[Category:Bréf]][[Category:Bréf frá Steingrími Thorsteinssyni til Sigurðar Guðmundssonar]][[Category:All entries]] | ||
[[Category:Bréf frá Steingrími Thorsteinssyni til Sigurðar Guðmundssonar]] |
Nýjasta útgáfa síðan 11. september 2015 kl. 13:10
- Handrit: SG02-180 Bréf frá Steingrími Thorsteinssyni, rektor og skáldi, Reykjavík.
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 7. sept 1868
- Bréfritari: Steingrímur Thorsteinsson
- Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð: Forngripasafnið, safnahús, alþingishús, Þjóðhátíðin 1874, Reykjavík, bókmenntir, almenningur, skáld
- Efni:: „Nýútkomin skýrsla Forngripasafnsins. Hugsanleg bygging safnahúss og alþingishúss. Aldarhátturinn, sem bréfritara finnst kraftlaus og mislítill og telur endurspeglast m.a.a í bókmenntum. Áfellisdómar almennings yfir það sem vel er gert. Tvö skáld Baldur og Jón Þórðarson. Bæjarbragur Reykjavíkur. “ Sarpur, 2015
- Nöfn tilgreind: Jón Þórðarson = Jón Thoroddsen?
Texti
bls. 1
Kaupmannahöfn 7d. sept. 1868
Góði vin!
Það hittist vel á að eg fékk hið góða og fróðlega bréf
núna, - því þegar eg fékk það, var eg einmitt að hugsa
um að skrifa þér. Reyndar hef eg fátt að skrifa. Eg hef
lesið skýrslu þína um forngripasafnið með mikilli ánægju,
því fyrst og fremst er hún ágætlega samin og í annan
stað er hún vottur um hvað safnið þó, fremur vonum,
hefir mikið inni að halda, mundu fáir af hafa trúað
því fyrir 10 eða 15 árum að svo mikið mundi geta
orðið dregið saman á svo stuttum tíma. Að hafa full
komna prentaða skýrslu er líka gott í því tilliti að menn
síðarmeir munu þá fremur skirrast við að glata því sem
einusinni er fengið. Eg vona að eg í Þjóðólfi sjái lýsingu
á vopnunum sem fengizt hafa í sumar, og sem þú segir
vera frá elzta tímabili okkar þegar framlíða stundir
ætti safnhús að vera til í Reykjavík eða að minnsta
kosti húsrúm til þess í einhverri stórri byggingu, og ætti
þar einnig að vera sýnishorn af ýmsu útlendu til
fróðleiks í sögulegu og íþróttalegu tilliti, slíkt gæti
víst gert allmikið gagn þó það væri ekki svo stórt
að vöxtunum. Hvað líður samskotunum til alþingis-
hússins? það gengur líklega eitthvað tregt. Eg sé af
bréfi þínu að aldarháttúrinn er ekki að þínu skapi
bls. 2
og er eg þér fullkomlega samdóma í því efni. Fair
aldarkaflar hafa verið fjörminni og meira niðurgrafnir
í fjárdrátt og sálarlaust vastur en þessi sem núna stendur yfir,
og svo má heita að hið trúarlega og skáldlega sé lagt fyrir óðal
nema hvað menn eru að tyggja upp þetta gamla, og reyni menn
til að skapa eitthvað nýtt þá vantar þar í allan krapt og flug,
sem von er, því tímans visna grein getur ekki borið neinn
paradísarvöxt, og þvílík sem öldin er þvílíkir eru mennirnir.
Eg sé svo stóran mun á þessu frá minni æsku, og er eg þó
ekki neinn öldungur eða hærukarl. Flestir skáldskapar rithöf
undar nú á tímum eru svívirðilegir reyfarar og plötumenn,
sem enga virðingu hafa fyrir íþrótt sinni, en hugsa bara um
að vinna sér inn peninga með því að hauga saman hverju
ritinu á fætur öðru. Það er hið versta merki þegar ein öld
er óskáldleg, og er það bæði í lífi sínu og bókmentunum, - því
það er vottur þess að hún hefir misst sjónar á því eina
sem gjörir lífið nokkurs vert; en hvað gjörir lífið nokkurs
vert, það er að skilja, fyrir þá sem hugsa og finna til, og
ekki fyrir hinn "mesta fjölda, er svo fellur niðr sem búfé, að
hvorki verður getið að illu né góðu"? Það mundi víst vera
það líf sem lýsir sér í trúnni, vísindunum skáldskapnum
og íþróttunum, því það er mannalíf, en ekki dýra; og
Skortur á andagipt er einkenni þessara tíma; menn geta
hvorki hrifið aðra né hrifizt sjálfur. En það er til lítils
fyrir einstaklinginn að íþyrna móti broddinum, eða
bls. 3
leita móti straumnum, því tíðarandinn hefir líka
áhrif á þá sem hafa hann, að minnsta kosti nokkur, en
það bezta í sjálfum sér getur þó reyndar hver maður
frelsað, og með því þeir eru eigi fáir sem það gjöra,
þá getur hið andlega aldrei dáið hjá mannkyninu
en blómgast altaf öðru hverju.
Þetta er nú reyndar útúrdúr í bréfi, en jeg skrifa
blátt áfram eins og í hugann flýgur. Ekki kemur mér
óvart að Íslendingar hnýti í það sem gjört er þeim
til nota, því það hefir þeim lengst fylgt á seinni öldum,
enda mun víðar vera pottur brotinn með það en á Íslandi,
slíks gætir alténd mest í minni mannfélögum, og ekki kvað
það t.a.m. vera gott í Kristjaníu, því þar kvað smásmugly
öfund og hótfindni keyra fram úr hófi. Á Íslandi kemur
það úr verst þessvegna, að þeir sem gjöra eitthvað, verða
að leggja talsvert í sölurnar, tíma og tilkostnað, svo
verk þeirra ættu jafnan ð vera þegin með þökkum, þegar
þau eru nokkurnveginn af hendi leyst. - En í þess
stað fara menn að stinga saman nefjum með flónslegu
spotti, og skopast að því sem þeir hafa lítið vit að
dæma um; svo var þegar Ragnarökkrið kom út hér,
þá fóru Íslendingar strax að henda einstaka smekk
-leysur, sem að vísu ekki eru svo fáar í kvæðinu, og
hlægja að þeim, og var þá viðkveðið: "mikið bölfað
rugl er Ragnar:", en enginn fór fram eða vildi heyra
að neitt væri fallegt í því. Þetta þykir mér nú andstyggi
-legt, en raunar má við slíku búast af mönnum sem
ekki hafa neinn snefil af skáldskaparviti, en talsvert
af illgirni. Það er það eina skipti sem eg hef heyrt þá
dæma um skáldskap, en höf. naut þess hjá þeim að hann
bls. 4
var Íslendingur. Þesskonar dómar held eg annars ekki
gjöri svo mikinn skaða, því optastnær mun þó álit
skynsamra manna verða ofaná.
Ljótur er Baldur og ekki verður sagt að fátt muni
ljótt á Baldri, því hann er ófreskja frá hvirfli til ilja. Nær
kom slíkur selshaus upp úr gólfi bókmentanna? Er han
ekki líka sendur af Bægifæti prentsmiðjunnar? Eg vona að
hann verði ekki langlífur, en sökkvi niður undir sleggju fyrir-
-litningarinnar. Ekki hef eg séð skáldskaparrit Jóns Þórðarson
og ekki veit eg hvort bókmenntafélagið muni gefa þau út.
Það sem eg sá í blöðum eptir hann á seinni árum líkaði
mér ekki eins vel og það sem hann kvað á fyrri árum;
hólakast af öllu kákið við Pilt og stúlku, sem mér
virðist ófært og vottur um mikla apturför. Eg sé af bréfi þínu
og heyri af sögusögn annarra, að Reykjavík sé talsvert að
prýðka á þessum árum, og er það vel farið, ef hún nú
ekki sökkur niður í oddborgaraskap og verður hálfdanskur
bær eða aldanskur. Eg hef nú enga hugmynd um hvernig
hún er, en heyri um það ýmsar sögur; margir góðir menn
eru þar, eða að minnsta kosti nokkrir, það er bezt
að taka ekki munninn of fullan.
Nú mun vera nóg komið að sinni af þessum
hræringi og kveð eg þig nú með beztu óskum
Þinn einlægur vin
Steingrímur Thorsteinson
- Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Dagsetning: 07.2011