„SGtilJS-61-28-09X“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
(12 millibreytinga eftir 2 notendur ekki sýndar)
Lína 21: Lína 21:
<ref group="sk">
<ref group="sk">
[http://en.wikipedia.org/wiki/Bj%C3%B6rn_Gunnlaugsson Björn Gunnlaugsson] (1788–1876) stærðfræðingur og kortagerðamaður.
[http://en.wikipedia.org/wiki/Bj%C3%B6rn_Gunnlaugsson Björn Gunnlaugsson] (1788–1876) stærðfræðingur og kortagerðamaður.
Sigurður teiknaði [http://en.wikipedia.org/wiki/File:Bj%C3%B6rn_Gunnlaugsson_by_Sigur%C3%B0ur_m%C3%A1lari.jpg brjóstmynd af Birni.]
Sigurður teiknaði [http://en.wikipedia.org/wiki/File:Bj%C3%B6rn_Gunnlaugsson_by_Sigur%C3%B0ur_m%C3%A1lari.jpg brjóstmynd af Birni.] Sjá einnig: [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2054417 Halldór Jónsson. Mannamyndir Sigurðar málara. ''Árbók HÍF'' 74. árg. 1977, bls. 15].
</ref>  
</ref>  
tók eg mér ferð á hendur  
tók eg mér ferð á hendur  
<br />austur á Þíngvöll, sem èg varð að gera til að mynda  
<br />austur á Þíngvöll, sem èg varð að gera til að mynda  
<br />steininn, því eg átti enga mynd af honum; ennfremur  
<br />steininn
<ref group="sk">
[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2049457 Skýring úr ''Árbók Hins íslenzka fornleifafélags''. 42. árg. 1929, bls 98:] "Bls. 34                                                  , 'steininn', þ.e. hinn svo- nefnda 'álnarstein', sem er fyrir framan kirkjuna á Þingvöllum; sbr. niðurlag bréfsins. - Hann er raunar  enginn 'álnarsteinn', ekki markað á hann neitt alinmál. Rákirnar á honum eru eftir augu eða holur í berginu."
</ref>
, því eg átti enga mynd af honum; ennfremur  
<br />var eg þar í 6 daga með herra Birni, honum til  
<br />var eg þar í 6 daga með herra Birni, honum til  
<br />aðstoðar, sem varla mun hafa veitt af, því  
<br />aðstoðar, sem varla mun hafa veitt af, því  
<br />hann er nú orðinn bæði sljófur og sjóndaufur
<br />hann er nú orðinn bæði sljófur og sjóndaufur
<ref group="sk">
<ref group="sk">
Björn var á 73ja aldursári.
Björn var á 73. aldursári.
</ref>
</ref>
, sem  
, sem  
Lína 74: Lína 78:
<br />Catastasis
<br />Catastasis
<ref group="sk">
<ref group="sk">
'''Katastasis''' (gríska) Kata= "Niður" (í merkingunni "alveg niður")+ Stasis=Staðsetning: Niðurröðun, skipulag.
'''Katastasis''' (gríska) Kata= "Niður" (í merkingunni "að ofan og alveg niður")+ Stasis=Staðsetning: Niðurröðun, skipulag.
</ref>
</ref>
<ref group="sk">
<ref group="sk">
Lína 111: Lína 115:
<br />hefðu góðar myndir og skýrslur, einkanlega um  
<br />hefðu góðar myndir og skýrslur, einkanlega um  
<br />Þíngskálaþíng, og einnig aðra þíngstaði
<br />Þíngskálaþíng, og einnig aðra þíngstaði
<br />hér með sendi eg iður mynd af álnarsteininum og <br />filgir þar með mælikvarði (dönsk alin) og vona eg  
<br />hér með sendi eg iður mynd af álnarsteininum og  
<br />filgir þar með mælikvarði (dönsk alin) og vona eg  
<br />að menn geti varla misskilið það, hér með læt eg  
<br />að menn geti varla misskilið það, hér með læt eg  
<br />og fylgja mynd af blótbollanum eða hvað það  
<br />og fylgja mynd af blótbollanum eða hvað það  
Lína 124: Lína 129:
<br />Eg bið kærlega að heilsa konu iðar
<br />Eg bið kærlega að heilsa konu iðar
<ref group="sk">
<ref group="sk">
'''Guðlaug Aradóttir''' (Ara læknis frá Flugumýri)(d.1873) var seinni kona Björns. Hann kvæntist henni 1844, en var áður kvæntur Ragnheiði Bjarnadóttur (d. 1834). Dóttir Bjarna og Ragnheiðar giftist Jens Sigurðssyni rektor, bróður Jóns forseta. Björn og Guðlaug áttu engin börn sem upp komust. (Sjá: [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4323984 ''Björn Gunnlaugsson'' Andvari, 9. árg. 3-16.])
'''Guðlaug Aradóttir''' (Ara læknis frá Flugumýri)(d.1873) var seinni kona Björns. Hann kvæntist henni 1844, en var áður kvæntur Ragnheiði Bjarnadóttur (d. 1834). Björn og Guðlaug áttu engin börn sem upp komust. Björn og Ragnheiður áttu Ólöfu, sem giftist [http://www.althingi.is/altext/thingm/0607130008.html Jens Sigurðssyni rektor], bróður Jóns forseta. Ragnheiður átti son áður, Bjarna Jónsson (Jóns aðjúnkts Jónssonar, d. 1817), en Bjarni var rektor menntaskólans á undan Jens. (Sjá: [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4323984 ''Björn Gunnlaugsson'' Andvari, 9. árg. 3-16.])
</ref>  
</ref>  
<br />iðar
<br />iðar
Lína 149: Lína 154:
==Tenglar==
==Tenglar==


[[Category:1]][[Category:All entries]]
[[Category:Bréf]] [[Category:Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar forseta]][[Category:All entries]]

Nýjasta útgáfa síðan 30. október 2015 kl. 07:01

  • Handrit: XXX Bréf XXXX
  • Safn: XXX
  • Dagsetning: 28. september, 1861
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Björn Gunnlögsson (Björn Gunnlaugsson (1788–1876) stærðfræðingur og kortagerðamaður)

Bréf frá Sigurði Guðmundssyni málara til Jóns Sigurðssonar forseta 28.9.1861

  • Texti:

Reykjavík 28 September 1861
Heiðraði vin!
Eptir tilmælum iðar í bréfi til
herra Bjarnar Gunnlögssonar [sk 1] tók eg mér ferð á hendur
austur á Þíngvöll, sem èg varð að gera til að mynda
steininn [sk 2] , því eg átti enga mynd af honum; ennfremur
var eg þar í 6 daga með herra Birni, honum til
aðstoðar, sem varla mun hafa veitt af, því
hann er nú orðinn bæði sljófur og sjóndaufur [sk 3] , sem
von er, og varla orðinn til þess konar hluta fær,
og því miður skortir hann alveg alla sögulega og
vísindalega þekkíngu á staðnum, sem er þó mest áríðandi,
ef ekki á að sleppa því hálfa. Annars er ekkert áhlaupa
verk að mynda Þíngvöll, og mikið spursmál, hvernig
maður á að gera það. Það er auðvitað, að Þíngvöllur
verður ekki fullkomlega sýndur, nema með 2 eða 3
kortum 1) Yfir Þíngvöll og alla Þíngvallasveit austur
á Laugarvatnsvöllu og Beitivöllu, suður fyrir vatn
og vestur fyrir bláskógaheiði, og norður á Skjaldbreið,
til að sýna Hofmannaflöt og vellina efri og alla forna
og nía vegu, sem liggja að Þíngvelli, því þetta
allt heirir bein línis til Þíngvelli og vantar á
stóra kortið, 2) þar næst þyrfti að vera annað kort
yfir sjálfan Þíngvöll, er sýndi allar seinni alda
búðir; en þriðja kortið ifir sögu öldina,
nú er spursmál um, hvað yfirgripsmikið það á að
vera, því miður gleimduð þér að á kvarða það,
eg hefði viljað, að það hefði verið suður á vatn
og nokkuð norður fyrir foss því það gerir staðinn
enn skiljanlegri og fegurri, enn til þess þyrfti raunar
tals vert lengri tíma og meiri rannsókn, sem er örðugt
fyrir gamalmenni,


bls. 2

Þar næst er spursmál, hvað á maður að sýna af
mannvirkjum eða búðum? Á maður einungis að sýna
þær sem eru greinilegastar og menn vita fyrir víst
að eru búðir? Þetta vilja sumir, en aptur á móti
álít eg að menn ættu að sýna allt, er menn halda að
gætu verið búðir eða búðaleifar, því það getur
ekki skaðað, heldur hjálpar það þeim til að finna
búðirnar á staðnum, er betur vilja rannsaka það,
eptir tilmælum iðar, þá sagði eg herra Birni nöfn
á öllum búðum, er mér voru þá kunnar, og léði
honum uppkast af korti með búðanöfnum, er eg hafði
þá gert, og hefir hann sumpart notað það, en
sumpart ekki, heldur hefir hann sett þær sjálfur eptir
Catastasis [sk 4] [sk 5] , er eg léði honum, og vil eg benda iður á
að aðgæta vel sumar búðirnar fyrir vestan ána, er
hann hefir sett eptir Catastasis: , hvort þær eru sam
hljóða Catastasis. Eg veit ekki betur en allar búðirnar
firir austan ána séu réttar og eins búðirnar vestur í
gjánni frá nýjustu tímum, og eins örnefni, en sum af
þeim eru mjög völt, t. d. flosahlaup og flosagjá,
um það ber mönnum ekki saman; það gerir líka
lítið til, [bil] mér er ekki hægt að gera mínar skoðanir
og hugsanir skiljanlegar, nema því að eins, að eg
gerði kort eptir mínu eigin höfði, en til þess hefi eg ekki
kríngumstæður að svo stöddu, og heldur einga áskorun
frá ykkur. Auðvitað er að nákvæm skrifleg lýsing
ætti að fylgja með, sem lýsti hverju einu sérstöku
á Þíngvelli, en okkar tími leifði það ekki, enda væri það
nokkuð vandasamt og snúningasamt verk,


bls. 3

Annars er það ekki einungis Þíngvöllur
sem þörf er að mynda, heldur eru það
allir þíngstaðir, og vil eg samt helzt nefna
Þíngskálaþing. [sk 6] Þar eiga að sjást um 100—150 búðir
og er þar sýnd Njáls- og Gunnars-búð. Það mundi
ekki lítið styrkja Þíngvallarrannsóknina, ef menn
hefðu góðar myndir og skýrslur, einkanlega um
Þíngskálaþíng, og einnig aðra þíngstaði
hér með sendi eg iður mynd af álnarsteininum og
filgir þar með mælikvarði (dönsk alin) og vona eg
að menn geti varla misskilið það, hér með læt eg
og fylgja mynd af blótbollanum eða hvað það
er, af öllu þessu leiðir, að eg verð að fá borgun
hjá ykkur firir hest og mat, matarreikníngur
minn er í sameiníngu við reíkníng Gunnlögsens
Þá verður það, sem mér á að borgast, firir
hest í 7 daga 4 mörk um daginn
ef eg á annað borð tek þóknun firir mína aðstoð
þá getur það ekki verið minna enn 2 dalir um
daginn

Eg bið kærlega að heilsa konu iðar [sk 7]
iðar

Sigurðr Guðmundsson.



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir: Stafsetning og greinarmerkjaseting frumritsins er haldið. Í Árbókinni er greinarmerkjum bætt inn og eins er stafsetning uppfærð.
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: K. Aspelund, eftir skönnun úr Árbók Hins Íslenska Fornleifafélags og skönnun af frumriti bréfsins.
  • Dagsetning: Júní 2012

Sjá einnig

Skýringar

  1. Björn Gunnlaugsson (1788–1876) stærðfræðingur og kortagerðamaður. Sigurður teiknaði brjóstmynd af Birni. Sjá einnig: Halldór Jónsson. Mannamyndir Sigurðar málara. Árbók HÍF 74. árg. 1977, bls. 15.
  2. Skýring úr Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. 42. árg. 1929, bls 98: "Bls. 34 , 'steininn', þ.e. hinn svo- nefnda 'álnarstein', sem er fyrir framan kirkjuna á Þingvöllum; sbr. niðurlag bréfsins. - Hann er raunar enginn 'álnarsteinn', ekki markað á hann neitt alinmál. Rákirnar á honum eru eftir augu eða holur í berginu."
  3. Björn var á 73. aldursári.
  4. Katastasis (gríska) Kata= "Niður" (í merkingunni "að ofan og alveg niður")+ Stasis=Staðsetning: Niðurröðun, skipulag.
  5. Í Árbók hins íslenska fornleifafélags 4. árg. 1884-1885, bls 139, er "Alþingis Catastasis" eftir "handriti í bók, sem Bjarni amtmaðr Thorsteinsson hefir átt... Catastasis er þannig tilfærð með hendi Bjarna amtmanns: 'Alþingis Catastasis, eður um búðastöðu á Alþingi, af lögmanni Sigurði Björnssyni. Pag. 1´ "
  6. Þingskálar: Forn þingstaður á Rangárvöllum, austan Ytri-Rangár, vettvangur ýmissa atburða í Brennu-Njáls Sögu, m.a. í 106. kafla þegar Ámundi blindi (Höskuldsson Njálsonar) fær sjónina nægilega lengi til að hefna föður síns og vega Lýting á Sámsstöðum. Á Þingskálum sjást gamlar búðatóttir, og eru kallaðar Njálsbúð, Gunnarsbúð og Marðarbúð. (Sjá Nat.is Þingskálar.)
  7. Guðlaug Aradóttir (Ara læknis frá Flugumýri)(d.1873) var seinni kona Björns. Hann kvæntist henni 1844, en var áður kvæntur Ragnheiði Bjarnadóttur (d. 1834). Björn og Guðlaug áttu engin börn sem upp komust. Björn og Ragnheiður áttu Ólöfu, sem giftist Jens Sigurðssyni rektor, bróður Jóns forseta. Ragnheiður átti son áður, Bjarna Jónsson (Jóns aðjúnkts Jónssonar, d. 1817), en Bjarni var rektor menntaskólans á undan Jens. (Sjá: Björn Gunnlaugsson Andvari, 9. árg. 3-16.)

Tilvísanir

Tenglar