„SGtilJS-74-14-06“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
(Ný síða: * '''Handrit''': ÞÍ.E10:13/14.06.1874 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara * '''Safn''': Þjóðskjalasafn * '''Dagsetning''': 14. júní, 1874 * '''Bréfritari''': Sigurður Guðmu...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(Ein millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 182: Lína 182:
==Tenglar==
==Tenglar==


[[Category:1]][[Category:All entries]]
[[Category:Bréf]] [[Category:Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar forseta]][[Category:All entries]]

Nýjasta útgáfa síðan 30. október 2015 kl. 07:05

  • Handrit: ÞÍ.E10:13/14.06.1874 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 14. júní, 1874
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 14 juní 1874
Hátt virti góði vin !
Það var hvurtveggja að það lagðist í mig ílla,
vetrar kuldinn og eldi viðar leisið í haust, sem
eg þá skrifaði yður, enda hefi eg feingið að kénna
á því, því síðann að gleði leikirnir hættu og
fram á þennann dag, þá má heita að eg hafi verið
til einskiss fær, eg varð svo alveg gégn kulsa
án þess að vita af því fyr enn á eptir, að
hamíngjann má vita nær eg verð jafn góður
Eg sá bréf þjóðvina félagsins frá okkur
sem eg sé þið hafið látið Autó grafera enn
ein miðt við það sama tæki færi þá datt mér í
hug hvurt við ekki gætum brúkað sömu Autó
grafíu oss í hag í fleiri stefnur, eg hefi
tekið eptir að menn autógrafera kort, hér er
því spurs mál um hvurt maður gæti ekki eins
auto graferað búnínga uppdrætti, og hvurt
það irði svo dýrt að það irði ó kljufandi fyrir
oss að setja það í verk, Isl. kvenn bún ingurinn
eikst nú í ár meira enn nokkru sinni áður, og
er orðið ó kjúfandi verk fyrir mig að útvega öllum
uppdrætti sem þurfa, jafn vel þótt eg hafi feingið
nokkrar til að safna flestum uppdráttonum í
bækur handa sjálfum mér, þá hrökkur slíkt ekkert
til - eg hefi þvi sam sett 2 hepti með c20
uppdráttum í hvurju, sem eru mikið til albuin
í 1 heftinu eru mest kirtils uppdrættir í
heiðnum stilum. í 2 heftinu er flest treyju
og fata uppdrættir í Bysönskum stíl;
i þriðja heptinu ætti að vera fata uppdræ-
ttir flestallir teknir eptir Isl. blómum,
gæti maður komið þessu i verk þá bætti það mikið
úr mestu þörf inni i bráð; samt veitti ekki af að

bls. 2


heptin væru 4-5 i alt ef kvenn silfur og
fleiri væri tlið með sem þirfti, enn slíkt
má tala um síðar - það er nauð synlegt að
reina og menta kvenn fólkið, því það er ef til vill
mót tæki legra fyrir mentun enn karl mennirnir
þvi alt hjá þeim lendir nú í drikkju skapar mikil
mensku, að fá ein undantekníngum frá skildum,
sunnu daga skólinn géfst ílla eingin vill læra
neitt því allir þikjast áður vita alt, og vera vaxnir
yfir alla byrjun í lærdómnum og hætta svo
í miðju kafi, eg vona þér faið núna lítið sýnis horn
af kvenn mans hand bragði, sem lisir bæði við leitni
og tölu verðri kunnáttu sem synir að nokkuð má
þó géra með dálítillri til sögn ef menn eru
svo líti látir að vilja nota slíkt."
Eg leifi mér að senda yður 4 upp drætti sem
synir horn af 2 fyrstu heftonum, og verðað
byðja yður að sýna þá ein hvurjum autógraf
og spurja hann hvurt maður fái þá gérða, og
hvað þeir mundu kosta upp og niður, þá gæti
maður slumpað til hvað þesi 2 hepti kostuðu
með um 40 upp dráttum til samans, og svo
það þriðja með 20 upp dráttum - en nú er
eptir að vita hvað morg af trykk maður
gétur tekið á þenn ann hátt þaug hljóta víst
að géta orðið nógu mörg, enda þarf þettað
ekki að vera neitt sér lega fínt - eg hafði ekki
nema gamla upp drætti til að senda enn
eg ætl ast til að hinir verði tölu vert betur
gjörðir enn þo ekkert fínir.
[Viðbót birtist á vinstri hlið pappírs]"þetta mun vera s[?]stan, sumt nú er í minjasafni f.s. (M).

bls. 3


Nr 1 er af þeim allra marg brotn ustu uppdr-
áttum sem koma fyrir i öllum heptonum,
likir Nr 2 enn nokkrir, likir Nr 3 og 4 eru
margir, svo þer sjáið að fjöldinn er mikið
einfaldur og auðvelt að géra, 3 heptið er
marg brotn ast.
það er því first að vita hvort þettað færst
gért, þar næst hvað það kostar, og i þriðja
máta hvurt hægt er að amla saman peníng
um til þess. verði það ekki fjaska dýrt er
það rein andi - enn fáist það ekki autógrferað
er valla kljúfandi fyrir oss.
hefði maður vonum að þettað tækist, þá
findist mér ekki svo fjærri lægi að géfa út 2
fyrstu heftinn í haust jafn vel i minning um
að Isl konur hafa borið sinn þjóð búning í
þús und ár (hvað segið þer um þettað?)
eg vona þér gerið það besta i þessu máli
Sar Illa líst mér á þjóð hatið ina, eg
held að þjóðinn sé orðinn vitlaus; altaf
koma uppá stúngur, og mót uppá stúngur hvor
annari vitlausari, og eingar ráð stafanir eru enn
gérðar um neitt af því sem mest ríður á, Norð-
lendíngar eru verstir þeir sundra öllu og ætla
að halda þjóð hátið ina 2 júlí í héröðumenn
látast ætla að koma á þíng völl 2 august, enn
aðrir þikjast ekki vita hvort nokkrir sæki fundinn
norðanað, þannig er ekkert hugsað um ennað
undir búa neitt á þíng velli, ef odd borgar arnir
úr Reykjavík ættu þar einir að fígurera og svara
einir allra þjóða á vorpum, og öllu fyrir landsins
hönd þá erum við vel farnir ?

bls. 4


ef norð lendíngar af sala ser þannig sínum
rétti og leggja hann undir rass Reykvíkínga
þá sannast á þeim mál tækið: að sér stríðir
vesæll maður - enn það er ekki buið með
þessu, þeir ætla að eyði leggja fyrir okkur
vals merkið og eru búnir að taka upp
Ameríku flagg! það er að segja með hvítri
stjörnu á blau í horninu, og svo, bláar og
hvítar randir þar út frá; mér er sagt að þeir
séu farnir að hafa það á hákalla skipum,
er slíkt ekki alveg ólög legt? og á móti
öll um þjóðrétti? má ekki lög sækja þá
fyrir þettað? - viljum við géra valinn að
landsmerki er þá ekki vissara að géra það að
þíng máli nú strax að ári? áður enn þeir
fá tíma til að rugla þettað mál meira?
þarf annara þjóða sam þikki til þess enn Dana
stjórnar? merki landsins (voben) gætum
við þá altaf borið með frjálsu í merki, og
væri mikið unnið við það, með alt þettað
þarf maður að ákvarða sig í tíma.
her er ekkert að segja um byggingar né vegabætur
eða neinar fram farir, leir skáldinn ætla
nú hreint að kæfa líf og sál, þið ættuð
taka þeim tak í And vara, það gérir meiri
á hrif þegar það kémur frá Kaupmannahöfn
fyrir géfið nú þessar fáu línur
yðar
Sigurðr Guðmundsson

bls. 5


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
25. Bls. 95. Sigurður lýsir hér, í upphafi bréfsins, hversu hann tók bana-
mein sitt, sem sennilega hefir verið brjósthimnubólga, ef til vill samfara berkla-
veiki. - Um uppdrættina, sjá 19. bréf, m. aths. Þeir sem voru gefnir út, hafa
átt að vera í 1.-2. h., en þeir sem nú eru varðveittir í eftirmyndum í Þjóðms.,
og helzt hafa verið notaði á skautföt, hafa átt að koma í 3. h. - Það var
ilt, að Sigurður skyldi ekki geta komið út öllum þessum uppdráttum sínum eins
og hann vildi. Það er auðséð af þessum síðustu bréfum hans, að hon-
um hefir verið þetta mjög mikið áhugamál. - "Lítið sýnishorn af kvennmanns-
handbragði"; Sigurður mun eiga hér við sessu, sem Jóni var gefin (af íslenzk-
um konum í Reykjavík) og gerð var, útsaumuð skrautlega, eftir uppdráttum Sig-
urðar, með ýmsum íslenzkum blómum. Hún er til enn, í minjasafni J.S., sem
geymt er í alþingishúsinu. - Bls. 96. Þeim Sigurði og Sigfúsi Eymundssyni var
loks falið að undirbúa þjóðhátíðarhaldið á Þingvelli (sbr. næsta bréf), en Sig-
urður var þá þrotinn að heilsu og naut sín því ekki fyllilega. Um þjóðhátíðar-
haldið yfirleitt sjá Frjettir frá Íslandi 1874, bls. 1-29. - "Valsmerkið" mun Sig-
urður hafa fundið upp sjálfur; það var jafnan gert eftir uppdrætti hans, sem er
til enn. Sbr. Árb. Fornl.fjel. 1915, bls. 21-23. - Á Þingvalla-fundinum 1874
(8. ág., sbr. Frjettir, bls. 20) var rætt um að taka það upp í stað þorsksmerkisins
gamla. - Viðv. þessu máli sjá ennfr. sögu fánamálsins í Fánabókinni.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar