„Bréf (SG02-162)“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(Ein millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 217: Lína 217:
==Tenglar==
==Tenglar==


[[Category:Bréf]][[Category:Bréf frá Pétri Jónssyni, bónda og hreppstjóra til Sigurðar Guðmundssonar]][[Category:All entries]]
[[Category:Bréf]][[Flokkur:Bréf frá Sigurði Péturssyni, bónda og hreppstjóra til Sigurðar Guðmundssonar]][[Category:All entries]]

Nýjasta útgáfa síðan 23. september 2015 kl. 12:17

  • Handrit: SG02-162 Bréf frá Sigurði Péturssyni, bónda og hreppstjóra, Ási
  • Safn: Þjóðminjasafn Íslands
  • Dagsetning: 1. ágúst 1852
  • Bréfritari: Sigurður Pétursson
  • Staðsetning höfundar: Ási
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð: föðurarftur
  • Efni: „Skipting á föður- og bróðurarfi Sigurðar. Samskot til Sigurðar og gangur þeirra.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind: Baldvin járnsmiður?, Guðmundur frændi?, Séra Benidikt? á Hólum, hr. Thaae, hr. Holm, Guðmundur á Vindhæli, hr.Guðmann

Texti:

bls. 1


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

Ási í Hegranesi 1ta Ágúst 1852


Vale og blessaður nafni min!


Eg þakka þjer einkar kjærliga þittvinsamlegt og

og heiðrandi tilskrif af 10da Maii síðst: ásamt stúlku

mindinni er því fylgdi! og hafa margir haft gaman af henni

er hana hafa sjeð. Ekki ætla eg að fortelja þer neitt

af nímælum héðan, sem ogsa eru fámerkileg, frændur þínir

fyrir austan vötnin, munu nákvæmari til þess enn eg. -

Loksins komst á skipti eptir bæði föður þinn og bróður

þann 23 Apríl í vor er var; er þjer þar tilfært eptir

föður þinn 249rd60sk sem er með stórum anmörkum

sosum: "áður meðtekið 150, af skuld hjá Baldvini Járnsmið

3rd 32" þartil verð eg að taka í lóð þitt eptir tiltölu

af því óselda, samt óútgeingilegt, og er mjög fátt búinn

að selja af því, og ætla so ekki - í þetta skipti - gjöra þér

nein skil fyri því. Í þessu lóði þínu er ogso kyndurnar

sem eg gjörði þjer skil á í fyrra; enn merkilegast í því

eru 2 tt í Vindhæli, og hálft tt hlaustu eptir bróðir þ:

sál - því ekki mátti annað enn skipta tvisvar - nefnilega

honum sitt lóð, sem lifandi væri, hefi eg skrifað Guðm

frænda um þurtinn og held eg hann ráðist í að kaupa

hann af öllum hluteigöndum, er allir vilja selja. -

Fáir rétta þér nú hjálparhönd nema Sra Benidikt

á Hólum hefur sent mér 10rd handa þjer; enn hvað

frændfólkið hinumeiginn gjörir þér gott veit eg enn

ógjörla. fyrr enn úti kaupstaðir Gm líklega að morgni

verði fært suður og eg treisti mjer til þess; samt

skaltu fá frá mjer þá upphæð sem þú nú þarfnast


bls. 2


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

og móðir þín mun eitthvað hugsa til þín á parti

sem hún er vön; og skildir þú ekki kvíða næstu 2 ár

ef við lifum bæði. - nokkra tilvísning fær handa

þjer í Grafarósi líkt og í fyrra, enn að hinu leiti

í Hofsósi og vistaði nú þær mest til þess, afþví

hinn kaupstaðurinn á nú væntanlega að seljast

því er okkur frændum þínum þægast að eiga

við hra Thaae í framtíðinni, meðann hann hefur

her verslun; hann hefur líka reinst mjer allvel

í viðskiptum öllum; enn bæði er opt bágt að fá

penínga og vogun að senda þá. -

Heilsaðu kjærlega frá mér hra Jóni Sigurðarsyni, með

stærsta þakklæti fyrir allar góðar tillögur þér til

handa, bæði við mig og fh:! sem víst hafa vorðið

þér drjúgari enn nokkrir ríkisdalir; og álít eg

gjöf Sra Benid: þannig tilkomna og skal eg bráðum

skrifa honum þakkarbref fyrir gjöf hanns, það er það

sem þeir þiggjandi geta útilátið; og skildir þú muna það,

ef so stæði á: þú skrifaðir honum til síðar. -

Öldúngis er eg frábitin að mælast til gjafa framar

handa þér; þánkakvótin er víða fráhverfur soddann fyrir

fjöldanum, og margir eiga líka erfiðdt uppdráttar, því lifnaðr

mátinn er víða ógjætin, óhentugur og óheppilega stofnaður

bæði í búnaðarháttum - sem er þó undirstaðann - og fh:

Í tillit greiða til þín talaði eg við herra Holm í fyrra

sumar og spurði hann: hvurt ástand þitt hefði ei komið

til tals vestur á Skagastr? og hvað hann já við því, enn

í vetur skrifaði eg frænda þ: Guðm: á Vindhæli um

það og og beiddi hann færa þetta í orð við besta tækifæri

þegar Gleði væri á Hjalla og nokkrir viðstadir


bls. 3


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

af þeim málsmetandi þar vestra, og sendir hann

sjá - í bréfi til mín aptur, að minnast þessa; fjóldunr

þándi er: að þú eigir nógu ríka að og sjert líka í

arfs von; hvuttsvygi? er aptur orðið satt og ætti eg

ekki að láta þurfa að segja mjer frá því, síst af þeim

sem ekki með upplístari enn eg. gott þikir mér

að frétta af þjer: að þú farir forsjállega með það litla

þú færð í höndur og látir ekki Hafnarmóðinn kinna þér

að kasta öllu er fyrnist, enn kaupa aptur alt nítt;

það sínist mjer alltíð lísa hégóma sinnislagi og

staðlindis skorti; enn vefja mun aptur í nauðu.

Eptir loforði mínu til þín í fyrra ligg eg hrinnanni þá

gjafalista sem komu frá hreppum q, nema þann frá Staðar

hreppi sem enn er ókominn og óborgaður; so þú getir sjeð,

til gamans, hvað sjerhver til af hendi rakna; enn frá

bæði Akra og Holtshreppi varð eg best af og vill frá

báðum þeim hreppum þannig verða í fleirum samtökum

og svipað því frá Sítingst og Felshreppum; Hvílíkt

ráðið er so eru og Borgrarnir.

Þann 19 Ágúst er eg loksins kominn á ní útí kaupstaðna

fínmedt sama daga og herra Thaae sigldi hingað; hann

lofar mér handa þér 100rd hvar uppá eg ligg hér bivér?*

maní?* og annað bivér?* uppá 50rd, hersvi?* herr Guðmans

höndlar hvað alt þá hyrðin?* á hægann veg?*, nafna þ:


S. Pétursson


bls. 4

AUÐ SÍÐA




  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar