„Bréf (SG02-55)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Bréf (SG-02-55) færð á Bréf (SG02-55)) |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 14: | Lína 14: | ||
==Texti:== | ==Texti:== | ||
===bls. 1=== | ===bls. 1=== | ||
[[File:SG02-55_1.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498546 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | [[File:SG02-55_1.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498546 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
Liverpool, 12. August 1863 | Liverpool, 12. August 1863 | ||
Lína 60: | Lína 60: | ||
---- | ---- | ||
===bls. 2=== | ===bls. 2=== |
Nýjasta útgáfa síðan 14. september 2015 kl. 08:25
- Handrit: SG02-55 Bréf frá Jóni Árnasyni, bókaverði
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 12. ágúst 1863
- Bréfritari: Jón Árnason
- Staðsetning höfundar: Liverpool
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda: Reykjavík
- Lykilorð: Englandsferð, bók, fornmenjarnar, eldgos, safn í Glasgow, kort
- Efni: „Frá ferð Jóns til Englands, sjóferðinni, safni í Liverpool, væntanlegri ferð hans til London þar sem hann ætlar að heimsækja Dasent. Beiðni um að Sigurður sendi titil á bók um enska sögu með næsta skipi.” Safn Sigurðar Guðmundssonar Aðfangabók Þjóðminjasafnsins, bls. 36 (Sarpur, 2015)
- Nöfn tilgreind: Stefán Thordersen, Helgi E. Helgesen, Blöndals hjónin, Sir George Webbe Dasent
Liverpool, 12. August 1863
Texti:
bls. 1
Liverpool, 12. August 1863
Góði Siggi minn!
Guðs ást fyrir gott alt, og fyrir gefðu, hefi
eg ekki kvatt þig seinast, mig minnir
eg sendi þig eptir Stefáni Thordersen, því
hann gat eg aldrei kvatt, og svo mun eg
ekki hafa séð þig síðan þá á bryggjunni.
Mér líður vel, og er öllu frískari eptir
sjó ferðina og svo af hreifingunni, sem
eg hefi haft þessa dagana síðan eg komá
land hér því eg geri ekkert nema drífa,
heldur en eg hefi verið næstliðið ár alt.
Eg segi þér eingar fréttir, því eg legg ekki
skriptir á mig, en efnið er þetta, að biðja
þig að senda mér með næstu póstskipts-
ferð frá Íslandi titilinn af enska sögu-
brotinu, sem þú átt; biddu Helga Helga-
sen sem eg bið ástsamlega að heilsa, að
skrifa upp titilinn nákvæmlega á blað
og légðu það innan í seðilinn, sem þú
bls. 2
kannske skrifir mér, ef þú átt hægt
um hönd, og þá þarftu ekki að vera láng-
orður nema að eins segja mér um forn-
menjarnar og um eldgosið, ef nokkuð er
um það áreiðanlegt.
Eg hefi séð í dag museum, sem hér er í
bænum, allrahanda samsafn, en eingar eru
þar forn menjar.
Þinn einlægur vin
Jón Arnason.
Heilsaðu fyrir utan Helga þeim Blöndals
hjónum kærlegast frá mér
þinn Jón.
Adressen til mín með næsta skipi er:
Pollokshields,
Glasgow.
Eg skal ekki gleyma Dasent, ef eg get fundið
hann, að minna hann á, hvað þér sé ant
um kortið ?? ??. Á morgun vil eg kom-
ast til London. Þinn Jón '
- Skráð af: Edda Björnsdóttir
- Dagsetning: 6. 2013