„Bréf (Lbs1464,4to) EKtoSG“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
(Ný síða: * '''Handrit''': Lbs1464,4to Bréf frá Eiríki Kúld * '''Safn''': Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn * '''Dagsetning''': 18.feb.1859 * '''Bréfritari''': [[síra Eiríkur...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 82: Lína 82:
==Tenglar==
==Tenglar==


[[Category:1]][[Category:Bréf frá Eiríki Kúld]][[Category:All entries]]
[[Category:1]][[Category:Bréf frá Eiríki Kúld]][[Category:Landsbókasafn]][[Category:All entries]]

Útgáfa síðunnar 24. september 2015 kl. 01:53

  • Handrit: Lbs1464,4to Bréf frá Eiríki Kúld
  • Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
  • Dagsetning: 18.feb.1859
  • Bréfritari: síra Eiríkur Kuld
  • Staðsetning höfundar: Flatey
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson málari
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

Texti:

Bls. 1


Flatey 18. febrúarm. 1859.
Elskulegi vinur!
Hvað á eg nú þèr að rita vinur! o.s.fr:! – Jú það er fyrst að þakka
þèr fyrir þína skèmtilegu dvöl hèrna í sumar o.fl. og því nærst
að láta þig vita að mèr og okkur líður yfir höfuð að tala líkt
og þú þekktir til, þegar þú varst, að öðru leiti en því, að við
skèmtum okkur minna, en í sumar, meðan þú hélst lífinu
í allri glaðværð, og kveður svo ramt að, að Sveinbjörn litli man
eptir þèr og er að sýngja eptir þèr lögin þín; þú ættir nú ann-
ars að vera komin og sjá, hvað honum hefur farið fram síðan
þú fórst; þèr mundi nú þykja gaman að strák mínum og öllum
hans töktum. – Svo eg gjörði eitthvað nýtilegt í vetur, tók eg
mig til að kènna börnum, að skrifa, lesa, reikníng, dönsku,
og að sýngja rètt, að því leiti, sem eg hef faung á, og hjálpar
Ólafur jarðyrkjumaður mèr til, lærlíngarnir eru 14, auk þeirra
sem eru hèr hjá mèr í húsinu. Nú er loksins komið svo langt
að saungurinn í kyrkjunni er lagaður, en talsverdt stríð
hefur það kostað. – Gísli gamli lifir eins og í sumar og
skrifar sífeldt; það var lán, þegar við náðum í hann, til
þess að hann gæti notið sín við það, sem honum var
lagið að vinna, en sem Skagfirðíngar sýnast eigi hafa not-
ið sem vandt var, og er það vandt svo til að ganga, að
hvor spámaður er mest fyrirlitinn í sínu föðurlandi. –
Hvornig þótti þèr dvölin á Skarði? Þú varst heppinn að
ná í veitsluna!!! en hvernig þóttu þèr allir þeir tilburðir?
hvort sástu þar nokkurn með hangandi sp…? o.s.frv. að C.M.?
Ei er hér en lokið kosníngum til alþíngis og hafa sýslu-

Bls. 2

maður, eg veit ei hvers vegna, ákveðið kjörfundar
dagin 12. april, en það er sá tími, sem fæstum sýslu
búum er vant að vera mögulegt að komast að
Brjámslæk, því þá er optast jafnófært á sjó og landi
til ferða um innanum sýslu þaðan, nema svo sé að
Ís liggi á öllum fjörðum og verður, en þá eru
þó Eyhreppíngar, sem hvað mest og best hafa hug á
kosníngunum, að líkindum útilokaðir frá að mæta.
Svona fara nú blessuð yfirvöldin með kosnínga
lögin nýu, ef þeim liggur á að fá einhvern þann
þíngmann, sem þeir vilja ná í. –
Um vetrarfar nenni eg ekki að skrifa, því mèr leiðist
ætíð að skrifa frèttir. Mèr skal vera ánægja í að
sjá frá þèr seðil og frètta vellíðan þína. –
Fyrirgèfðu nú flýtirs miða þenna, sem að end-
íngu á að flytja þèr kæra kveðju okkar allra hèr,
og er eg jafnan þinn skl einl: elskandi vinur
EKuld.

Núna frèttist híngað í lausum frèttum fráfall sra
Lárusar í Dagverðarnesi, og var það fremur sorglegt.

úl t S. mál.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: ----
  • Skráð af:: SYE
  • Dagsetning: 11.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar