„Fundur 7.mar., 1864“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
(Ný síða: 200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. * '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04...)
 
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. janúar 2013 kl. 18:33

Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0059r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0059r)


Ár 1864. 7. Mars var fundur haldinn í Kvöldfjelaginu og las

þá fyrst Gísli Magnusson upp viðbætir við æfisogn Sigurðar

Breiðfjörð eptir Hannes Erlendsson skóara um ferð Sigurðar

á Sjálandi og vísur 3 með tildrögum þeirra.-

Þvínæst lagði gjaldkeri O Finsen fram reikning fje-

lagsins og átti það þá í skuldabrefum 78 rdl

í sjóði.... 33 rdl

og í ogoldnum tillogum 6 rdl 117 rdl.

Þarnæst ræddi Jón skólakennari Þorkelsson um: A hverju

máli þeir íslendingar ætti að rita er vilja að rit sín yrði kunn

í öðrum löndum. Var það álit hans að æskilegast að íslenzkan

fengi svo mikið gildi, að rit sem skrifuð eru þessu máli

gæti vakið eptirtekt annara þjóða, en þar eð íslenzka væri

svo lítið kunn í mentuðu löndunum þá mundi þó betra

að rita á latínu fyrir þá sem vildu að rit sín fljótt kunn

sjerilagi í hinum suðræðnu löndum, þar eð menn ekki mundu

geta verið svo færir í frakknesku og ensku að þeir getu ritað




Lbs 486_4to, 0059v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0059v)


svo vel væri, þó þau mál væru mest lesin um allann

hinn mentaða heim. Þótti tala hans snjöll og fróðleg

um uppruna og eðli málanna. Svein Skúlason (fyrri andmælandi)

var og á sama máli. Forseti hreifði því menn legðu

sig meir eptir ensku og frönsku en enn er gjört og eyddu

minni tíma til að læra að rita latínu og þá myndu menn ná

svo miklum þroska í þeim málum að þeir gætu ritað

lítalítið á þeim málum. Jón Árnason kvaðst raunar verða

að halda mjög með latínunni, en hinsvegar mundi þó íslenzkan

innan skamms vekja athygli hinna menntuðu þjóða, og ritun

á þessu máli mundi verða veitt eptirtekt. Kristján Jonsson

hreifði því hvort íslenskunni ekki væri hætta búinn ef menn færu að

rita á öðrum málum. Gísli Magnússon (seinni andmælandi)

fór því fram að menn frumrituðu öldungis ekkert á öðru

máli en íslenzku, en síðan heldur legðu þau rit sín út

á önnur mál t á a m latinu ensku frönsku og færði hann

gild rök fyrir máli sínu. Varð sú aðalskoðun á fundinum

að bezt færi á að sem allra flest frumsamin rit væri skráð

á íslenzku.




Lbs 486_4to, 0060r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0060r)


Því næst ræddi Jón Árnason um: hvaða skemtanir íslend-

íngar hefðu haft á Þíngvelli í fornöld og hvaða skemtanir

menn hafi nú á dögum. Tók hann það fyrst fram að glað

værðir og skemtanir hefði verið almennast/í fornöld og fjör-

meiri en nú á dögum eins og hin alvarlegu störf þeirra

hefði verið þróttmeiri, enda væri það eðlilegt því skemtanir

væri eins ómissandi fyrir þrótt og þjóðlíf eins og hreint

lopt fyrir líf og heilsu manna. A alþíngi í fornold hefði

verið reindar kappreiðir og hesta at, Sund, glímur eða fáng

trúðleikir knattleikar út sagðar sögur af utan förum

að likindum sungið á kvöldum svo bergmálað hefði í Almanna

gjá, og einnig flutt kvæði, kvennfolkið hefði setið upp í

brekkum og horft á leiki manna. Skemtanir nú á tímum væri

miklu miklu rýrari. Nú hefði menn kirkjufundi þar væri mest

orðagjálfur, Manntalsþing þar væri þurt spesíu gjálfur. Kaup-

staðarferðir, þar yrðu menn opt drukknir og fátt yrði um skemt-

anir. Fjallferðir: þar væri dalítið meira líf, en ekki eins þjóðlegt og

í fornöld Leikir væri ef til vill til en færi þó mínkandi

Aðrar skemtanir væri ekki teljandi sýst þjóðlegar eða inn

lendar Sigurður málari (fyrri andmælandi) samþykkti sögu




Lbs 486_4to, 0060v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 486_4to, 0060v)


frummælanda og bætti því við að menn á Þíngvelli í forn-

öld hefði lítt reynt afl sitt, og haft drykkjur miklar. Þar eð

málefni þetta varð ekki fullrætt á þessum fundi var niðurlags

umræðu þess skotið á frest til næsta fundar. Verður þá einnig

rætt um: Hvernig er latina rjett metin, en eigi ofmetin eða

vanmetin nú á dögum. Frummælandi Gísli Magnusson

Andmælendur Jón Þorkelsson og Matt Jochumsson

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar