„Bréf (SG02-212)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: * '''Handrit''': SG:02:212 Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar * '''Safn''': Þjóðminjasafn Íslands * '''Dagsetning''': 8. maí 1863 * '''Bréfritari''': Jón Si...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 2: | Lína 2: | ||
* '''Safn''': Þjóðminjasafn Íslands | * '''Safn''': Þjóðminjasafn Íslands | ||
* '''Dagsetning''': 8. maí 1863 | * '''Dagsetning''': 8. maí 1863 | ||
* '''Bréfritari''': | * '''Bréfritari''': Sigurður Guðmundsson | ||
* '''Staðsetning höfundar''': | * '''Staðsetning höfundar''': | ||
* '''Viðtakandi''': | * '''Viðtakandi''': Jón Sigurðsson | ||
* '''Staðsetning viðtakanda''': | * '''Staðsetning viðtakanda''': Kaupmannahöfn | ||
---- | ---- | ||
* '''Lykilorð''': | * '''Lykilorð''': |
Útgáfa síðunnar 28. júní 2013 kl. 11:42
- Handrit: SG:02:212 Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 8. maí 1863
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning höfundar:
- Viðtakandi: Jón Sigurðsson
- Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn
- Lykilorð:
- Efni: Safn Sigurðar Guðmundssonar Aðfangabók Þjóðminjasafnsins bls. 68: „Bréf til Jóns Sigurðssonar, skjalav. & forseta, Kaupmannahöfn. 16.9 x 21.1 cm. Án dagsetningar – en samkvæmt athugas. rituðum á það með hendi Matthíasar Þórðarsonar er sjálft bréfið dagsett 13. apríl 1863. Þetta er uppkast [af ÞÍ.E10:13 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara. Sjá nánar: https://sigurdurmalari.hi.is/wiki/index.php/SGtilJS-63-13-04. Efni: Um kort það er bréfritari gerði af Þingvöllum fyrir G.W. Dasent, en Jón hefur verið að falast eftir einhverju svipuðu frá Sigurði. Einnig um tvær ferðir á Þingvöll til mælinga.”
- Nöfn tilgreind:
Heiðraði vin.
- Texti:
bls.1
Sigurður Málari Guðmundsson til Jóns Sigurðssonar (vorið 1862?)
líklega ’63.
Sjálft brjefið nú komið fram;
það er dagsett 13. apríl 1863.
Jeg held að hann eigi
við brjef Jóns frá 1. nóv. MÞ.[1]
Heiðraði vin,
Eg þakka yður firir yðar góða bréf 28 septbr.[2] 1861,
eg veit að yður þikir kynlegt að eg hefi ekki
fyr svarað iður bréfi, enn alt hefir sínar orsakir,
eg hefi ekki með góðu móti fir getað það að gagni og
gét það ekki enn þótt eg mindist við það.
nú verð eg að segja yður sögu. árið árið 1860 fór eg til
Geysirs og skoðaði þá þíngvöll og mindaði þar þá
lögberg og fleira, síðann fór eg að fá eins konar áhiggjur
út af því að jafn merkur staður í sögu landsins lægi
þannig alveg ó rannsakaður, og skrifaði eg um haustið
Guðbrandi (sem þér víst hafið orðið varir við) og beiddi
hann að kom ast eptir hvort þar itra væru til nokkrar
upplísíngar um þingvöll enn fékk 13 octóber það svar að þar
væri ekkert til því máli til upplísíngar, eg hélt
þá að eingín hugsaði neitt um það málefni og
for eg því um veturinn að rannsaka þingvöll
eptir sögonum, þá fékk eg boð frá Skottskum manni
NB sem spurði mig hvert eg hefði eða gæti látið sig fá kort af þíngvelli
enn það varhafði eg þá ekki til, þá fór eg um sum arið í júní til þíngvallar
og var þar 2 eða 3 daga og rannsakaði búðir og fleira
og gerði lauslegt kort af staðnum
bls. 2
en rétt eptir það fékkeg áskorun frá Dasent og beiddi
hann mig að géra kort af þíngvelli firir sig, samt með þeim
fyrirvara að eg mætti eingann annan láta fá það
og því lofaði eg, og varð þettað fast á kvarðað milli
okkar með þessum skilmálum. því næst kom frá
yður áskorun til mín sama efnis, og fanst mer þá
að eg væri settur milli tveggja elda eins og Oðínn
forðum, eg vildi helst hjálpa báðum jaft, enn það
mátti eg ekki, eg var leingi að skoða hugamin um hvert eg
ætti að ráðast I að fara þá ferð með Gull lögssen en
mér fanst jeg valla meiga það vegna skilmála okkar
Dasents, enn á hinn bogin var eg hræddur um að
það mundi þó spilla mál efninu yfir höfuð, ef eg
hefði ekki farið, því eins og þér gétið nærri
þá treisti eg illeinganvegin einsvel minni mæling i samann burði við
hans, enda er eg þótti mér tvísínt hvert
hann hefði farið þá ferð ef eg ekki hefði verið
með, og mundi þá málið hafa staðið ver að öllu
seman lögðu, allir þekkja eljuu og kunnáttu
Gunnlögsens, enn hann er nú maður gamall (en
og okkar á milli að segja) þá hafði hann
yður að segja
núþví miður, hvorkinæga sjón eða líkams burði til þeirra [??] starfa,
og hjálað eg hönum með ollu því eg gat meðan víð
vórum saman en samt var hann orðin svó þreittur og heimfús
uppá sið kastið að eg gat ekki með goðu móti
bls. 3
feingið hann til að géra meira, og fanst
mér þá tals vert vanta, eins og eg lét yður skiljagetur upviðiður
í minu firra bréfi, eg sagði hönum flest sem eg þá
vissi um buðirnar, en átti bágt með að láta hann
skilja það
seirna um haustið fullgérði eg mitt kort og sendi
Dasent eg átti það að prentast um veturin enn er
ekki enn komið, það ervíða mælt eingaungu með
augna máli enn að nokkru fillra og yfir grips meira
enn hitt. Því eptir að Gunnlögssen var farin, þá hafði
eg betri kringum stæður til að rannsaka staðin en eg
áður hafði haft, enda tók og þá eptir ímsu
sem eg ekki áðurvissi af enn vegna skilmála
okkar Dasents þorði eg með eingu móti að vera
yður hjálplegri að því sinni, endaleifði tímin mér það ekki
eg veit að yður þikja þessar fréttir ekki sem æski
legastar fyrir bókmenta félagið, og eg er yður samdóma
í því, enn eg veit samt að þið sjáið að það er
ekki meir mér að kenna enn ukkur þarna itraað þettað gékkþannig og að þið
kom uð of seint til mín, en hvað sem nú öllu þessu
líður þá heldeg að málið sé í góðu horfi, því þegar
men leggja bæði þessi kort saman þá held eg að
men fái nokkurn vegin svo ná kvæmt kortaf
Þingvelli sem þörf er á, og sem auðíð er að
svo stöddu
bls. 4
Eg er á yðar máli með það að það muni ekki
þurfa meir enn 2 kort af þingvelli, það mun meiga
sam eina sögu öldina og seirni aldírnar því
það eru margt sérstakar búðir sem heiratil seirni öldum
- að ná öllum vegum að þingvelli ná kvæmum
og öllum örnefnum réttum sem gétið er um í
þíng reiðum fornmanna t.d. í Njálu og stúrlúngu
irðimikið um stáng og firir höfn, first að leíta á
að þeimísög onum, og þar næst að reina að spurja upp hvar
ör nefnin eru, eða að reina að finna kvar líklegast
er að þau séu, og síðan að g éra kort ifir svo mikið
svæði, það væri mjög nauð sin legt, en ham ingjan
veit nær það kemst í verk
- Gæði handrits:
- Athugasemdir: Sjálft bréfið, þ.e. ekki uppkast Sigurðar heldur bréfið sem Jón fékk, var gefið út sjá: Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1847” Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, Reykjavík 1929 bls. 34-107, hér bls. 36-40.
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Edda Björnsdóttir
- Dagsetning: Júní 2013
Sjá einnig
Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1847” Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, Reykjavík 1929 bls. 34-107, hér bls. 36-40. Þar má sjá bréfið í heild sinni en Sigurður hefur aðeins gert uppkastið sem hér er að finna af um helming bréfsins. Bréfið í fullri lengd má einnig finna hér: https://sigurdurmalari.hi.is/wiki/index.php/SGtilJS-63-13-04
Skýringar
Tilvísanir
Tenglar