„1 bréf (74-05-09)“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
(Ný síða: * '''Handrit''': B/3. 1874/1. (74-05-09) Bréf Cristiansson amtmans og fleiri * '''Safn''': Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands * '''Dagsetning''': 5. september 1874 * '''Bréfritari'...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 87: Lína 87:
==Tenglar==
==Tenglar==


[[Category:1]][[Category:All entries]]
[[Category:Bréf]][[Category:All entries]]

Nýjasta útgáfa síðan 30. október 2015 kl. 06:34

  • Handrit: B/3. 1874/1. (74-05-09) Bréf Cristiansson amtmans og fleiri
  • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
  • Dagsetning: 5. september 1874
  • Bréfritari: ókunnur
  • Staðsetning höfundar:
  • Viðtakandi: ókunnur
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð: Forngripasafn
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind:

Það gjörir hvern góðan að geyma vel sitt

  • Texti:

bls. 1


Það gjörir hvern góðan að geyma vel sitt.
Svo sem kunnugt er, höfum vjer Íslendingar,
að dæmum annara þjóða fyrirnokkrum árum tekið að
safna saman á einn stað ýmsum þeim gripum frá
liðinni tíð, er ber með sjer margs konar fróðleik, að því er snertir
sögu landsins fyrr og síðar framundir vora daga.
Á meðan því fór fram öld afeptir öld, að engir í
skeyttu í landinu sjálfu skeyttu um að halda slíkum
gripum til haga, hefir sem nærri má geta, ógrynni af þeim
misfarizt og orðið að engu, enda hefur og miklu verið fargað
til annara landa; en að tölu vert sje þó enn eptir má
ráða af því að allmikill fjöldi gripa hefur þegar
dregizt saman til forngripa safnsins í Reykjavík á
eigi fleiri árum, en liðin eru frá því, er það var stofnað.
En nú er svo ástatt, að ekki ertil neitt víst húsnæði,
þar sem geyma megi í fornmenjar þær, er saman
eru komnar, og meðan svo er, má við því búast,
að þær verði á sífeldum hrakningi, og þá undir eins hætt
við, að fyrir hið sama kunni þeim jafnóðum að verða

bls. 2


spillt og glatað.
Oss, sem hjer ritum undir nafn vor, hefur því komið ásamt að
reyna, ef unnt væri, að ráða bót á þessu með því að skora fyrst og
fremst á landa vora og þar næst á hinar nánustu frændþjóðir
vorar að skjóta fje saman, til þess að af þvímegi verða byggt hæfi-
legt hús handa forngripasafninu í Reykjavík.
Vjer Íslendingar erum sögu þjóð, og ættu því munir þeir, er
næst hinum gömlu sögum vorum geta lýst mennttun og kunn-
og kunnáttu, heimilis lífi, aðbúnaði og öllum háttum þjóðar-
vorrar á undan farinnitíð, að vera oss of kær og dýrmæt eign
til þess, að vjer þolum aðgjörðalaust að sjá fram á það, að
þeir hrekist og verði að ónýtu, enda megum vjer og víst vita að
svo sem„ það gjörir hvern góðan að geyma vel sitt„ og svo
og liggur og við því sæmt sjálfra vor, að vjer gætum veltil
þessar ar þjóðeignar vorrar. Arið, sem nú er að líða yfir
oss, þúsund ára afmæli hinnar íslenzku þjóðar það er
ogí sögu landsvors slíkt hátíðlegt merkisár, er hvetur oss
sjálfkrara til að minnast hins liðna tíma. En hvernig
skyldum vjer geta minnzt hans tilheyrilega með öðru-

bls. 3


enn því, að halda rækilega saman þeim menjum, sem hann
hefur oss eptir látið, og koma þeim fyrir í sem beztri geymslu?
Af þessum ástæðum þykjumst vjer vissir um það,
og vjer berum hjer upp þarflega áskorun á hæfileg-
um tíma, og vonum þess líka með engum efa, að hún
fái goðar hvervetna góðar undir tektir hjá góðum mönnum:
Í ofan verðum ágúst mánuði 1874.
Cristiansson. B. Steincke. Björn Halldórsson.
amtmaður. verzlunarstjóri. prófastur.

Einar Ásmundsson. Tryggvi Gunnarsson.
bóndi. kaupsjtóri.

Akureyri 1874. B. M. Stept 5.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Ágúst 2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar