„Bréf (SG02-230)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (1 bréf (SG-02-230) færð á Bréf (SG-02-230)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 2. september 2015 kl. 14:59
- Handrit: SG 02: 230 Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Steingríms Thorsteinssonar
- Safn: Þjóðminjasafn
- Dagsetning: 26. júlí 1872
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Steingrímur Thorsteinsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
- Texti:
bls. 1
Reykjavik 26 júlí 1872
Góði vin!
Þin tilgáta var rétt! þú átt hjá mér tvö bréf
og þakka eg þér fyrir þaug bæði; og sendínguna sem
með fylgdi (goðafræðina) jeg komst ekki til að skrifa þér,
því hér ætla Enskir menn i sumar að géra alt vitlaust,
þeir komu hér hópum saman með öllum 4 skiponum
og eg hefi orðið að standa á þönum að sina þeim safnið
og það er jafnann um það leiti mest, að gufu skipið kémur
og fer, það er nú komið svo að þetta litla safn mun
nú þikja einna merkast af þeim manna verkum sem
hér eru að sjá; því biblíótekinn eru so mjög ófull
kominn, og litið einkénnilegt á þeim að sjá fyrir
útlendinga, það versta er að maður gétur ekki feingið
neina þessa ríku gaura til að géfa safninu neitt, því
það er nú þegar orðið alveg peníngalaust, öll þessi mín
um sjón á safninu verður mér næsta þag þúngbær af því
það bætist við svo margt annað; sem alt þarf að gérast
fyrir ekki neitt, ekki meir um það - hér hefur komið
til orða að menn færu að taka um ein hvurn af
okkar eldri Íslensku kallmansbúnínganna og
er þegar búið að búa til 5-6 af þeim, meira gét eg
ekki sagt þér um það að sinni, maður á svo bágt
með svo margt, maður gétur einga taktík brúkað
brúkað eg ætlaðist til að forngripasafnsskírslan
urði komin n út áður enn þettað byrjaði og þessvegna
skrifaði eg í hann mörg þau helstu atriði, um alla búnínga
eptir 1500 það hefði mikið stutt þettað mál og eins
safnið enn hamingjan má vita hvað leingi það
dregst, vænt þikir mér að heyra að Íslenski kvenn
búningurinn líkar vel einkum hjá þjó þjóðverjum
því þá þora Danir valla að skíta hann út niður fyrir
allar hellur, enn annars bist eg við að þeir hefðu
gért það, eða géri það valla siður enn bestu
málverk Norðmanna, það væri annars gaman að fá
nákvæmara að vita hvað sagt er um búninginn í flestum
þeim blöðum sem tala um hann, sé það gott þá mætti
skollans mikið narra stúlkurnar hérna upp með því, enn
bls. 2
enn slíkt er líka kjapts högg fyrir þær vantrú
uðu (hugsaðu um það
Af inn lendum fréttum dettur mér ekki neitt
merki legt í hug eins og stendur, og af versluninni
geteg eins og stendur ekkert sagt, eg held og vona
að það gángi alt all vel; eg þykist aðeins sjá
að Dönsku kaupmönnonum muni ekki vera farið
að verða um sel þeir eru að hálfu leiti farnir
að géfa sig uppá gat því þeir bjóða ekki leingur
að eg held eitt hvað í neitt verslunar hus sem hér
er til sölu
alt andlegt líf er her andlegur dauði, nema
sú litla tóra sem maður kýnni að hafa í sjálfum
sér, enn eins og mér skilst á öllum latum þá
mun andlega lífið ekki nema hoti betra; hjá ykkur.
her er allur andinn i vild oddborgara mögum, og
á knæfum, eða í heströssum enn itra mest í
fretfamilíum og útspíttum fliðru fuðrildum;
enn einginn óssköp standa leingi það kémur bráðum
töluverð breytíng á þettað alt hvað sem Danir
tauta ef bara Norðmenn og Einglendíngar
halda áfram sínu tekna striki.
lifðu nú vel og heill þinn
Sigurður Guðmundsson
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:[Lbs: Handrit.is]
- Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Dagsetning: XX.07.2011
- (Titill 1):
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: