„Bréf (SG02-71)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
* '''Handrit''': SG02-71 Bréf frá Jóni Sigurðssyni forseta, skjalaverði, Kaupmannahöfn | * '''Handrit''': SG02-71 Bréf frá Jóni Sigurðssyni forseta, skjalaverði, Kaupmannahöfn | ||
* '''Safn''': [http://www.thjodminjasafn.is Íslands] | * '''Safn''': [http://www.thjodminjasafn.is Þjóðminjasafn Íslands] | ||
* '''Dagsetning''': 4. mars [[1871]] | * '''Dagsetning''': 4. mars [[1871]] | ||
* '''Bréfritari''': [[Jón Sigurðsson, forseti]] | * '''Bréfritari''': [[Jón Sigurðsson, forseti]] | ||
* '''Staðsetning höfundar''': [[Kaupmannahöfn]] | * '''Staðsetning höfundar''': [[Kaupmannahöfn]] | ||
* '''Viðtakandi''': [[Sigurður Guðmundsson, málari|Sigurður Guðmundsson]] | * '''Viðtakandi''': [[Sigurður Guðmundsson, málari|Sigurður Guðmundsson]] | ||
* '''Staðsetning viðtakanda''': | * '''Staðsetning viðtakanda''': [[Reykjavík]] | ||
---- | ---- | ||
* '''Lykilorð''': brúðuhöfuð, smápési, útgáfa | * '''Lykilorð''': brúðuhöfuð, smápési, útgáfa |
Útgáfa síðunnar 15. september 2015 kl. 16:49
- Handrit: SG02-71 Bréf frá Jóni Sigurðssyni forseta, skjalaverði, Kaupmannahöfn
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 4. mars 1871
- Bréfritari: Jón Sigurðsson, forseti
- Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda: Reykjavík
- Lykilorð: brúðuhöfuð, smápési, útgáfa
- Efni: Kaup á brúðuhöfðum sem Jón hefur gert fyrir Sigurð. Um útgáfu Benedikts Gröndal á smápésum & þann úlfaþyt sem hún veldur.”
“ Safn Sigurðar Guðmundssonar Aðfangabók Þjóðminjasafnsins, bls. 40 (Sarpur, 2015)
- Nöfn tilgreind: Skúli Nordal, Benedikt Gröndal, Jens
Texti:
bls. 1
Khöfn 4. Marts 1871
Elskulegi vin,
Með seðli þessum sendi eg yður í kassa til Jens br. m.
brúðuhöfuð, en eg veit það mun ekki vera eptir óskum.
Hér fást þau ekki nema áþekk þessu, og kostar þessi
3[?]8/[1]., en sá sem keypt er hjá segist geta útvegð höfuð
öldúngis eins og maður vili, ef hann fái góðan og
réttan uppdrátt, og beðið verði um nokkuð margar.
eg held ekki færri en sex. , en þá yrði hvert höfuð
eins 2-3 dali, þegar þau eiga að vera hérumbil
í náttúrulegri stærð, og þá yrði eg að fá frá yður
mælíngar allar eða helzt uppdrátt höfuðsins
einsog þér vilið hafa það.
Já, því er miður, að svo lítur út sem Gröndal ætli
að gipta sig uppá þau roð, sem hann fær fyrir
skammapjesa sína um sig sjálfan og land sitt og
þjóð. Skrýtnast er, að eg held stjórnarmennirnir
viti varla hvað hann skrifar, fyr en á eptir, en frá
okkar sjónarmiði finnst ekki neitt svo óheppilegt í
bls. 2
þessu skrifli hans, því allir hljóta að sjá, að það er eins og
eptir fullan mann, og ómæt ómaga orð, en sumir held eg
færi úr flokki stjórnarinnar og til okkar, þegar þeir sjá
slík „innlegg”, prentuð á alþjóðlegan kosnað. Getur
enginn samið háðslega grein, stutta og gagnorða, og komið
henni í þjóðólf?
Forlátið mér miða þenna
Yðar einlægur vin
Jón Sigurðsson.
Hvernig er þessi dróttkvæða drápa um Skúla Nordal?
- Skráð af: Edda Björnsdóttir
- Dagsetning: Júní 2013
Sjá einnig
Skýringar
Tilvísanir
- ↑ [ath!]