„Fundur 16.nóv., 1864“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. * '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04...) |
m (Fundur 16. nov., 1864 færð á Fundur 16.nóv., 1864) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 10. janúar 2013 kl. 18:32
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 16. nóvember 1864
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0080r)
16. November var haldið afram kappræðunni er byrjað var
á síðasta fundi. Gísli Magnusson tók fyrst til máls. Einn að
eins var á móti mjer er talaði síðast. Andmælandi nefndi bú-
skapinn sem glataðist við skolans veru hjer forseti svaraði því
að nokkru en her er hræddr um að hafi menn mörg járn í eldi muni
morg brenna. Stærri þjóðir vilja heldr kosta meiru til og hruga er
miklu á einu. Hafa búskaparskoðanir andmælanda sjálfs ekki
hafa grætt á verunni hjer í skóla. Mjer þótti áðr buskapur hjer
fyrir austan fjall gór ágætr, en er jeg kem í skóla og einkum
þegar jeg kem frá Danmorku jeg sje jeg að búskapurinn er handa-
skom. Þvínæst landfegurðin sem væri móti veru skóla hjer.
Verðr ei nogsamlega brynt fyrir mönnum að taka eptir því
sem fagurt er í natturunni það er satt. En landfegurð
getr ei komið til greina þarsem tala á um hvar skóli á
að vera. Hvernig nota menn landfegurð hjer.? Menn gleyma
henni og reyna ekki til að njóta hennar. Að lifa hjer hjelt
hann að mundi deyfa föðurlandsástina etc. - Arngr lærði
Torfæus og hinir eldri voru ei út Reykjavík. Ef af þeim yngri
sem hafa sezt að í Danmörku hafa því nær engir verið
úr Reykjavík. Sivert Hansen er úr Rvík, hefr ekki nóg til fram-
dráttar skrifar vel kynnist danskri stúlku giptist henni og festist
hjer. - Steingr getr vel verið að komi hingað. - Konráð átti kost
á að verða yfirkennari með 900 rdl og verðr þó heldr í Höfn af því
hann á von á 1600 rdl. Þar og er þó í sveit. - Þegar skolabreytingin
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0080v)
verðr á Jón Sigurðsson kost á að aðjunct en launin eru
svo lítil að hann tekr því ekki af því hann átti annars
úrkosti. - Reykjavík þótti honum spillihættara en annar-
staðar, en spillingarmunurinn á að geta orðið til goðs
þeim sem guð elska og þá geta piltar orðið betr farnir
hjer í spillingunni en ef þeir kura í hokri og bokri upp
í sveit. - Kostnaðurinn; það er höfuðstykkið. Jeg játaði að
kostnaðurinn yrði meiri, en ef betra væri að skólinn væri
hjer en annarstaðar álít jeg að menn ekki eigi að skjera 20 rdl
fyrir hvern pilt við nögl sjér. - Mætti spara í oðru. Lands-
yfirrjetturinn setjum við flytjum sig hjeðan, við það sparaðist
1850 rdl. Ef prestaskólinn væri fluttur í sveit, sparaðis 950 rdl. Flyttu
stiptsyfirvöldin sparaðist 1900 rdl. - Hjer sparast 4600 rdl etc. En
ætli að þessi sparnaðr sje tilvinnandi nei með því eyðilegst höfuð
staðr hjer á landi við verðum eins og Persía. - I fyrndinni mikl
aðist Grikkjum straut Persa en Rask skrifar sjera Arna Landið
er líkt Islandi og er gott og fagurt en nú nenna Persar ekki
að vinna og því ega þeir bágt. - Hvað er það sem mælir með
Reykjavík; Eg tók ýmislegt fram um daginn; hjá piltum er
lífsglæðing fr hjá piltum, síðar kemur lífsfylling, og sje lífs-
fylling hjer minni en ætti að vera kemur það þá ekki af
aumingjaskapnum. Það er óheyrt að Rector ei bjóði kenn-
urum 2 á vetri. Bjarni gjörir svo fyrst deficerar. - Yfir
kennari byðr líka allstaðar 1 sinni á vetri. - Hagr kenn-
ara ætti að vera svo að þeir gætu boðið fjelögum sínum einu
sinni á ári og mánuði; það er ometanlegt hvað gott af þesshattar
samkomum gæti leitt einkum í sambúð kennaranna. - Gunnar
sagði iskyggilegt og kostnaðarsamt að senda unglinga hingað en hvað
Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0081r)
er að tala kostnaðinn það er ekkert; En að láta barn fara 12 ára
fré sjer og vita ei hvað um það verður það er reyndar nokkuð
sem mælir með því hvað að þetta sje þyki viðkvæmum foreldr-
um þungt og ískyggilegt. - Hvað tvo skóla snertir eldr Gísli að
að því muni koma að 2 skóla þurfi hjer á landi. Skóli fyrir
norðan væri æskilegt sem gæti kennt það sem hjer er kennt
upp í miðjan skóla. En ef skóli væri fyrir norðan þá er það
ofyrirsjáanlegt hvað mikið slíkri stofnun getr áskotnazt.-
Kaupmh háskóli var fatækr en er nú hin ríkasta stofnun hjer
á landi. - Ferðakostnaðr ætti að geta veizt piltum sem eru
langt að eins og stjórnin veitir studendum ferðakostnað til
háskólans. - Vilji þjóðarinnar í að meta mikils en líka kann
að vera að menn eigi að meta hann að engu. Flest nymæli
eru ekki komin frá þjóðunum heldr frá einstaklingum
Þjóðin er eins og hross ef hrossið er vyíst hefr maðr hann
góða en sje hún það ekki þá taka menn í tauminn og lata
hann ekki ráða. - Sigurðr málari talaði um tvístrun bókasafna
og þótti hún ískyggileg en Gísli ekki því til bokakaupa eru hjer nú
500 rdl sem er meir en nokkr skoli hefr í Danm. svo þó væru teknir
200 rdl til bokasafns við skóla fyrir norðan gætu menn vel unað
við það hjer. - Kaffi er gott og heilnæmt og þyki mönnum það
gott því eiga menn þá að neita sjer um það. - Hjer getr verið
og hefr verið opt styrkr að því fyrir fatæka lærdómsmenn að skól-
inn er hjer því margir hafa styrkt bláfatæka pilta sem ann-
ars hefðy ekki ekki fengið þann styrk og maské hefðu heykst
á lærdóminum. Vill að skólinn sje hjer af því hann er hjer
og ef hann væri annarstaðar vildi hann ei flytja hann. Gagn
fyrir Reykjavík landið kennarans og piltans, og því ei horfandi
í nokkurn kostnað. Hvetr menn til að styrkja og styðja þann
skóla sem er efla Reykjavík hofundið, sem limirnir dansa eptir
Bls. 4 (Lbs 486_4to, 0081v)
Jón Árnason sagði það væri nátturlegt að mönnum
út um land þætti bágt að vera í fjarlægð við skólann
og það væri æskilegt að sinn skóli væri í hverju amti
en þess mundi eigi kostur að sinni, og því ætti menn
að hlynna um bezt að þeim eina skóla sem við eigum
og mættum því ekki rýra álit hans í augum þjóðar-
innar eins og blaðið Íslendingur hefði gjört í haust sumar.
sem óskandi væri að kæmi sem minstu til leiðar. -
Hann sagði að það væri ekki því að kenna að skólinn
væri í Reykjavík að skólalífið væri nu dýrari enn fyrri
því það væri tímunum að kenna, því nú væri allt dýrara
hvar sem væri. Kostnaðurinn væri heldur ekki svo ísjár-
verður, því það væri ekki annað en að auðurinn
hefði vistaskipti, og peningarnir væri samt sem áður
í landinu. Stjórnin hefði nú líka lagt meira fje til
skólans en fyrri. J.Á. þótti einnin ekki von til
að skólapiltar gæti lært búnað hvar sem skólinn væri
því þeim mundi ekki veita af að gefa sig alla við
bóknámi. Það væri ofætlun að láta þetta bæra buskap og bók
Bls. 5 (Lbs 486_4to, 0082r)
fræði undir eins, og en það væri bágast að embættismennirnir
uppi sveitinni þyrftu bæði stunda embætti og vinna um
leið baki brotnu eins og "storadómi" sökum þess hvað þeim
væri illa launað. - Föðurlandsástin mundi verða jöfn
hvar sem menn væri fæddir eða eldust upp. Holl og þjóð-
leg fæða mundi ekki fremur verða veitt skólapiltum þó
skólinn væri í sveit heldur enn í Reykjavík. - Illt væri
raunar að piltar þyrftu hjer að fara burt út skólanum
til að borða, en það væri þó engin gild ástæða til að flytja
skólann. - Um hagi þjóðarinnar huxuðu unglingar hvar
ekki hvar sem þeir væri. - Hjeðan úr Reykjavík staðnæmd-
ust ekki fleiri erlendis en annarstaðar frá, en það væri
aðrar orsakir til þess að menn taki sjer bólfestu erlendis nl.
glæsilegri kjör í peningalegu tilliti en hjer bjóðast
Sveinn Skúlason sagðist fegin hefði verið samþykkur
að máli þessu veitt af eins og frummælandi hefði skilið
við það á síðasta fundi, en nú hefði sjer þótt hann
verða heldur harðorður einkum móti fyrri andmælanda
sem hveift hafði þá ýmsum mótmælum móti og at-
hugasemdum á fyrri fundi af skynsomum ástæðum.
Bls. 6 (Lbs 486_4to, 0082v)
Sv. þótti tvísýnt hve gott það væri að draga alt
saman sem mezt í Reykjavík því misjöfn dæmi hefði
gefist í því tilliti í öðrum löndum (t a m Parisarborg)
Dýrast væri að lifa í Reykjavík. - Skólakennararn
ir hefði nú hálfu meiri laun en fyrri, og dygði þó ekki.
Þyrfti minna annarsstaðar. Meira samlíf hefði verið
milli pilta og kennara á Bessastöðum en nú í Rvk
en það mundi lifna aptur ef skólinn væri annar-
staðar. Lærði skólinn væri ekki einungis embættis-
manna skóli, heldur mentungarskóli, og menn gæti orðið
bændur á eptir og því væri gott að þeir sæi búskap fyrir
sjer á mentunarárunum. Flestir sem lærðu mætti
búast við því að verða að búa meðfram þó þeir yrði
embættismenn og því væri gott að þeir seju jafnan bú-
skap fyrir sjer. - Það væri æskilegt að skóli væri stofnaður
fyrir norðan en það væri hægt að segja mönnum að gjöra
það, en hvernin að því eigi að fara Það sje aðalleikurinn,
og muni örðugt nú að koma því til leiðar meðan skólinn
hjerna hjeldi öllum eignum hins forna Hólaskóla
Bls. 7 (Lbs 486_4to, 0083r)
Á næsta fundi talar Þorst. Jónsson um þetta. "Hafa lögin eða
katholskan nokkru ástæðu til að banna giptingar milli ættingja
eða er nokkur hætta búin af slíkum giptingum fyrir lönd og lýði."
Andmælendur H E Helgesen og Hjörtur Jonsson.
Fundi slitið
H E Helgesen Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011