„Bréf (SG02-60)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
(→bls. 1) |
||
Lína 15: | Lína 15: | ||
===bls. 1=== | ===bls. 1=== | ||
[[File:SG02-60_1.jpg|380px|thumb|right| <br/ > [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498464 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | [[File:SG02-60_1.jpg|380px|thumb|right| <br/ > [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498464 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
Rvík, 29. febr. 56 | Rvík, 29. febr. 56 | ||
Góði vin! | Góði vin! | ||
Lína 55: | Lína 57: | ||
skrifaði Jóni okkar Sigurðssyni um | skrifaði Jóni okkar Sigurðssyni um | ||
---- | ---- | ||
===bls. 2=== | ===bls. 2=== | ||
[[File:SG02-60_2.jpg|380px|thumb|right| <br/ > [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498464 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | [[File:SG02-60_2.jpg|380px|thumb|right| <br/ > [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=498464 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] |
Útgáfa síðunnar 14. september 2015 kl. 09:14
- Handrit: SG02-60 Bréf frá Jóni Guðmundssyni, ritstjóra
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 29. febrúar 1856
- Bréfritari: Jón Guðmundsson
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn
- Lykilorð: mynd, greiðsla
- Efni: „Mynd sem Jón hefur sent Sigurði, gerð af þeim síðarnefnda hefur misfarist. Skýrir Jón málið. Samskot ganga treglega en þó sendir Jón Sigurði eitthvað fé. Jón hvetur Sigurð til að gera mynd af Jóni Sigurðssyni fyrir Alþingi.“ Sarpur, 2015
- Nöfn tilgreind: M. Bl.?, Jón skiperra?, Jón Sigurðsson, forseti, Bjering kaupm., Halberstadt?
Christian 8di,
Texti:
bls. 1
Rvík, 29. febr. 56
Góði vin!
Mér varð hvarft við, þegar eg sá *af?*(i) bréfi
yðar með síðasta Póstsk. - eg þakka
yður það margfaldlega, - að þér voruð
ekki þá enn búinn að fá myndina yðar
hans M. Bl. Eins og þér lögðuð fyrir
mig frá upphafi sendi eg hana héðan
strax í Ágúst mán með skipinu Jóns?*
skipherra. Skip þetta
var fragtað handa Bjering kaupm. hér,
af Verzlunarm Halberstadt Ol?* í Hofn
þeir hafa contór sitt í Compagniestræti
N61 eða 62 í stofunni, og hafði eg
raðgert *og sagt fyrir*(u) að kassinn með myndinni
og Adresse bref með til yðar yrði af
hent þar á contórinu og *geymt*(u)
- þar*(u) þángað til þess yrði vitjað; eg
vissi nl ekki yðar *Adresse*(u), en eg
skrifaði Jóni okkar Sigurðssyni um
bls. 2
sama leyti, og beiddi hann að
skila þessu til yðar, svo að þér gæt
uð vitjað myndarinnar þarna. Og
eg vona, að þetta geti þannin komizt
til leiðréttingar þó seint sé, en eg
verð að biðja yður að reiðast mer
ekki fyrir þetta. -
Smátt gengur londum með að
hugsa til yðar *þet*(y) eins og til svo
margs sem má horfa þeim til
gagns og sóma; - en mér ferst nú
létt að hafa orð á þessu þegar eg
sjálfur annað hvort ekki vil styrkja
yðr að neinu eða þá get það ekki.
Lítil avísun fyrir samskotum
fáeinna *Eyjfirðin*(y) Akureyrar manna
sem mér hefr verið send fylgir her
með og hef eg "trans porterað" hana
til yðar. Þetta er allt og sumt
sem eg hef undir hondum til yðar
að þessu sinni; - Þér eigið að
vera orðinn svo fullnuma
að þér fyrir Alþíngið 1857 getið
sent *því*(u) vel gerða mynd Jons
Sigurðssonar, viðlíka eða ekki
mikið stærri en Christians 8.er
sem þar hángir; - þeir Jón og
Christian eru hvort eð er einu
mennirnir sem vert er að minnast
á í sambandi með upp hafi alþíngis
og liklega langt fram eptir arum þess
þó það standi; - á þessa leið ættuð
þér að skrifa þínginu með myndinni
eða i öllu falli það, að þér álitið,
að alþíngi Islendínga sé kærkomin
mynd þess mannsins sem mest og bezt
allra hefir unnið fyrir upp hafi
þess framhaldi og viðgangi; með
þessu væri list ydar og búin hér
vegleg og varanleg endur minning
og mér þætti ekki ólíklegt að
Alþingis menn viður kendi þetta
bls. 3
að nokkru, og sæi það við yður á
einhvern hátt.
Fyrirgefið nú allt þetta mas!
Yðar með virðingu elsku vin
J. Guðmundsson
- Skráð af: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Dagsetning: 11.2013