1 bréf (JStilSG-64-01-06)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:38 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:38 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: B/1, 1864/5 Bréf Jóns Sigurðssonar Gautlandi til Sigurðar Guðmundssonar
  • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
  • Dagsetning: 1. júní 1864
  • Bréfritari: Jón Sigurðsson bóndi og alþingismaður, Gautlöndum
  • Staðsetning höfundar: Gautland
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

  • Lykilorð: Forngripasafn Reykjavíkur
  • Efni: Jón er að lýsa gripum sem hann á og eins gripum sem hann veit af í sveitinni sem gefin verða forngripasafninu eða eru líkleg til þess. Hann segir þó erfitt að fá suma gripina þar sem að fólk vill helst halda í þá vegna þess hve vel gerðir þeir eru.
  • Nöfn tilgreind: Jón Halldórsson hreppstjóri, Benedikt Þorsteinsson, Sigurður Magnússon

Gautlöndum 1st Júní 1864

  • Texti:

bls. 1


[Í vinstra horni stendur skrifað með skrift Sigurðar:]
m.t 24 Júní
svarað

Gautlöndum 1st Júní 1864.

Vinur og góðkunningi!

Innilegustu þakkir fyrir tað vinsamleg
brjef í vetur, og allt annað gott. –
Það er að vonum þjer þykji eg heldr
pennalatur, þarsem jeg hefi ekki sent þjer
eina línu næstl. vetur. Nú ætla jeg þá
að reka hafurinn úr vellinum, og sýna
þjer svart á hvítu, að jeg þó ekki hefi
alveg gleimt þjer og gripa safninu okkar
Vel þykir mjer gánga með forngripa
safnið, eptir því sem von er til, og má ef-
laust þakka það ötulleik ykkar Jóni Árnsonar
Nú skal jeg skýra þjer frá, hvers jig hefi orðið
var, og hvað mjer hefir ágengt orðið í þessa
stefnu síðan við skildum. –
Sverð það er þú getur um í brjefi þínu
18a Apríl síðstl. er enn til á Bjarnarstöðum
í Bárðadal, og óskemt, en allt er það
öðru vísi að laginu en þjer hefir verið sagt. Það er
þráðrjett, framm mjótt og rennilegt – og
hefir það verið bæði höggvopn og lagvopn.
Lengdin er eflaust 30 til 40 þumlúngar.
Handbjörginn er nær því ósködduð, einsog
allt vopnið, og er það sá besti gripur
sem jeg hefi sjeð af því tagi, en grunsaml
er mjer um, að það sje ekki mjög gamalt

bls. 2


Eigandi sverðsins er Jón hreppstjóri Halldórs
son á Bjarnastöðum, og hefir hann gefið
mjer von um, að leggja það til gripa safni
-inu, en vandræði verða með að koma því
af því það er svo lángt. –
Jeg hefi komist yfir drykkja horn
(Brennivíns ílát) frá 1707. Það er allt grafið
með mindum og stöfum. Þar er ártalið,
og fangamark smiðsins; mannamindir
og dýra m. fl. Lakast er að línstútur
er nýgjörður á hornið, mjög smekklaus
og ljótur. – þennann grip ætla jeg safninu.
Til eru hjer á næsta bæ traföskjur, meir
enn 200 ára gamlar mjög útskornar,
og fáránlegar, en ekki hefi jeg sjeð þær. Þenna
grip ætla jeg mætti fá til safnsins. –
Þá hefi jeg sjeð neftóbaks dósir, með
manns haus á öðrum endanum, og
dreka kjöptum, líkt eins, og var á goml-
um spónastökkum. Dósirnar fundust
í jörð, og eru eflaust fjarska gamlar. –
- Einn hlut á jeg enn, sem er merkilegur
í sinni tegund. Það er Steins biflía,
Hún er úr búi Benidikts Þorsteinssonar
lögmanns, og með sömu um merkjum
og þegar hann átti hana. Hún er bundin
í skinnband 1737. gilt í sniðum og á
kjöl, og víða á spjöldum. Hefi jeg enga bók

bls. 3


af gömlum bókum sjeð, sem jafn vel er um
vendt sem þessi bók, og sýnir það ljóst
að menn hafa kunnað að til bókbands
á ofanverði 17du öld.-
Til eru hjer skeklar og sneplar af göml
um kálfskins blöðum – helst kaupbrjef
landamerkja skrár, og þesskonar. En jeg ætla
að þesskonar allt, ætti öllu heldur að sendast
Bókmentafjelaginu, en þessu safni. –
Hríngur í kirkju hurðinni á Skútustöð
um, Á hann eru smelltar 4r silfurdoppur,
og er grafið á eina Oddur. Muna menn
að Oddur digri, sem bjó á Skútustöðum og
átti þá, síðla á 16du eða snemma á
17du öld-
hafi gefið kirkjunni hrínginn. –
- Altaris taflan á Skútustöðum er frá
tíð Sigurðar Magnússonar sýslumanns,
sem þar bjó, og stendur á henni nafn hanns á
„íllri dönsku„ Sörder Magnusen og ártalið 1647.
Taflan heldur sjer vel enn, að öllum litum, og
þykir mun betri, en þær sem síðar vóru
gjörðar, t.a.m. á 18du öld, sem víða eru til.
- Víða eru hjer til stokkar, kistlar, skápar,
trafakefli, spónastokkar, og fl. eptir ýmsa
smiði sem uppi vóru á næstl. öld. Lýsir
margt af því töluverðum hagleik á skurð.
En það er hvortveggja, að margir eru tregir
að láta þetta af hendi, enda er torvelter það að
að koma því suður óskemdu. –
Fyrirgefðu nú þetta hastaverk, þínum
vin. – J. Sigurðssyni


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Júní 2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar