Sigurður Guðmundsson, málari
Smelltu hér til að finna Sigurð Guðmundsson, málara í þessu safni.
Æviatriði
Smelltu hér til að finna Sigurð Guðmundsson, málara í þessu safni.
Æviatriði
Sigurður Guðmundsson (f. 13. mars 1833, Skagafirði; d. 8. sept. 1874, Reykjavík) lærði listmálun í Kaupmannahöfn. Hann var þekktur sem „Sigurður málari“ og kallaður „Siggi sjení,“ af vinum sínum. Sigurður var einn helsti hvatamaður að þjóðlegri menningarsköpun á Íslandi upp úr miðri 19 öld. Hann hafði sterk áhrif á mótun Íslenskrar þjóðarímyndar með hvatningu sinni og störfum að þjoðbúningagerð, forngripasöfnun og leiklist, þar sem áhersla var lögð á innlendar ímyndir frá sögu- og miðöldum. Sigurður skilgreindi þannig farvegi sem að lokum leiddu til formfestunar þjóðbúninga íslenskra kvenna, stofunar atvinuleikhúsa í Reykajvík og stofnunar Þjóðminjasafnins. Strax á unglingsárum voru listrænir hæfileikar Sigurðar orðnir ljósir foreldrum hans og skyldmönnum. Hann var sendur til Kaupmannahafnar um haustið 1849 til að nema húsamálun, en entist þó ekki í vistinni hjá meistara sínum nema í 10 daga. Iðnnámið fannst honum líkast fangelsi og í engu líkt því sem hann vildi fast við. Konráð Gíslason (1808-1891,) fjölskylduvinur, norrænufræðingur við Kaupmannahafnarháskóla og einn Fjölnismanna (sem höfðu á árinu áður slitið félag sínu,) kom á fundi með höggmyndalistamanninum Jens Adolf Jerichau (1816-1883.) Jerichau tók drenginn gjaldlaust í nám hjá sér og kynnti hann fyrir Gustav Freiderich Hetsch (1788-1864,) sem var áhrifamikill professor við listaakademíuna. (Sigurður skrifaði föður sínum að Hetsch hafi séð pennamyndir sínar og hafi sagt „það lýsti náttúrugáfum að geta teiknað með þeim verkfærum“) (Skírnir bls.213.)
Fór að ending svo að Sigurður var í skóla hjá Fredrik F. Helsted (1809-1875) á morgnana, hjá Hetsch eftir hádegið og í tímum hjá Constantín Hansen í Akademíunni á kvöldin. Sigurður var svo formlega veitt innganga í Akademíuna 1851. Málverk Sigurðar bera að vonum sterk einkenni dönsku akademíunnar og sverja sig í ætt við stílbrögð kennaranna, einkum Hansens.
Sigurður ætlaði sér, inblásinn af akademíunni og hugmyndastraumum Kaupmannahafnar, að vera „sögumálari“ að hætti dönsku gullaldarmálara 19. aldar. Í þeim tilgangi kom hann til Íslands í tvígang til rannsókna, 1856 og 1858, en varð að vera kyrr á íslandi eftir seinni ferðina sökum fjárskorts og fór aldrei aftur til Kaupmannahafnar eftir það. Málaralistinn hafði nánast engan grundvöll á Íslandi, en hann setti þó hugmyndir sínar fljótlega í framkvæmd á öðrum sviðum, með sviðsetningum leikrita og “tableaux vivantes” með þjóðlegum minnum, þjóðbúningum og uppsetningu forngripasafns.
Tillögur Sigurðar um endurreisn gamla faldbúningsins í nýjum þjóðlegu búning fyrir „heldri konur” voru birtar í Nýjum Félagsritum 1857. Hugmyndirnar voru strax settar í framkvæmd af konum í kringum hann og fór þar fremst Sigurlaug Gunnarsdóttir, eiginkona móðurbróður hans, 'Olafs Sigurðarsonar í Ási. Eins voru konur á heimili Jóns Guðmundssonar ritstjóra fljótar til og birtust á ljósmyndum í ‘nýja búningnum’ 1862. Búningurinn, sem varð að því sem nú þekkist sem ‘skautbúningur’ ran saman við kvenímynd Íslands eins og hún birtist enn í dag í fjallkonunni.
Snemma árs 1861 var Sigurður einn af stofnfélögum leynilegs málfundafélags í Reykjavík. Félagsskapurinn nefndist í fyrstu „Leikfélag Andans“ en nafninu var fljótlega breytt í „Kvöldfélagið“ og hélt því nafni þar til það leystist upp (að því er virðist) á árinu 1874. Félagar voru í fyrstu nánast allir ungir menntamenn og urðu þeir drfikrafturinn í menningasköpun af margvíslegu tagi: Þjóðsagnasöfnun, leikritagerð, og þýðingar ásamt umræðum um efni af ýmsum toga og alvarleika einkenndu störfin þeirra.
Þegar Forngripasafnið var formlega stofnað á árinu 1863 var Sigurður, sem hafði hvatt til þess og unnið að því, gerður að forstöðumanni þess ásamt Jóni Árnasyni, sem einnig var meðlimur Kvöldfélagsins. Þeir unnu samfellt og saman að þróun og viðhaldi safnsins, þrátt fyrir þráláta seiglu af hálfu yfirvalda, þar til Sigurður lést 1874 og byggðu upp net stuðningsmanna sem leituðu fanga og aðstoðuðu við öflun safnmuna um allt land.
Þjóðleg menningarstefna Sigurðar varð róttækari eftir því sem árin liðu. Andúð hans á dönum og „hálf-dönsku“ yfirstéttinni í Reykjavík birtist hvað skýrast í ljóðinu hans „Aldarhrollur,“ sem gekk nafnlaust um landið. Um sama leyti lagði hann til atlögu við „danska“ kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu. Þau gerðu nýjan búningin, kyrtilinn, léttari kjól með miðaldalegu sniði ætlaðan til notkunar á dansleikjum ungar stúlkur í Reykjavík. Úr varð stutt tískustríð og hafði kyrtillinn það af að verða einn af þjóðbúningum íslenskra kvenna.
Sigurður lagði hart að sér við undirbúning 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar á árinu 1874 og sá um skreytingar og undirbúning konungsveislu á Þingvöllum ásamt Kvöldfélagsmanninum Sigfúsi Eymundssyni. En Hilmar Finsen landsfógéti gerði lítið úr þegar konungur spurði hvort ekki ætti að heiðra Sigurð fyrir og sagði hann ekki verðskulda nokkuð. En Sigurður var hvort sem var ekki á Þingvöllum. Hann lá veikur í Reykjavík og lést u.þ.b. mánuði síðar, þann 8. september.
Áhrif Sigurðar á ímyndir og mótun íslenskrar menningar eru þó óumdeilanleg í dag, þó lítið hafi farið fyrir formlegum rannsóknum og ritum um störf hans og ævi.
Sigurður Guðmundsson 1850. “Bréf frá Kaupmannahöfn 1850.” Skírnir (1950?): 211-215.
Það er ekki alveg ljóst hvernig starfi félagsins lauk. Fundargerðir eru til yfir störf þar til vetrarstarfi lýkur í maí 1874. Engar vísbendingar eru í fundarbókum um að stefni í endalok félagsskapsins. Sigurður lést það haust og má vera að það hafi haft einhver áhrif.
Það eru til nokrar útgáfur af því sem Hilmar á að hafa sagt við konunginn.
Tenglar
Sjá einnig
Skýringar
xxxxxx
Tilvísanir
Tenglar
Sjá einnig
Skýringar
xxxxxx