SGtilJS-72-02-09

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:04 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:04 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: ÞÍ.E10:13/02.09.1872 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 2. september, 1872
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavík 2 September 1872
Góði vin !
Eg hefi séð af skírslum og reikníngum bók menta
félagsins að skírslan um safnið muni eiga að koma út
að vori enn eg veit ekki hvurt fram haldið
ætti að koma með? safnið hefir nú feingið rúm
900 Nr. það hefði verið gott hefði það komið með
þvi géf endurnir vilja allir i raun og veru
sjá nafn sitt á prenti, þó þeir þikist géfa af
bara föðurlandsast þá er það þó ekki svo
því altaf mínka gjafirnar hvurninn sem á
þvi stendur maður verður að kaupa vilji
maður handsama nokkuð - ef maður hugsaði
til að géra skirsluna þá er efa samt hvurt
hún gæti orðið búinn með síðasta póstskipi
að sönnu irði hún valla löng, því þegar maður
er búinn að fá gott undir lag þá er ekki eptir
leiðiss þörf á að skrifa eins nákvæm lega um
hlutina heldur má sítera fram og til baka,
enn fyrstu árinn nauð syn legt að skrifa
ítar lega um hlutina til þess að reina ef hægt
væri að syna mönnum þiðing safnsins fyrir
þjóð erni vort; Mér þikir ilt að verða að segja
yður, að eg þarf ef kring um stæðurnar leyfa
það sem eptir er af borg un inni fyrir skirsluna
mest af þeim á stæðum að eg varð að brúka nærri
alt árið í fyrrra i safnsins þar fir, fyrst til
að semja skirsluna, sjá um smíði á herbergjonum
og skápum og svo til að raða safninu og láta
géra við marga hluti á því, fyrir þettað hefi eg
einga borgun feingið nema það sem þer vitið fyrir
skirsluna, þér skuluð ekki taka þetta svo að eg sé ekki
þakklátur bókm enta félaginu fyrir hvörninn það

bls. 2


hefur hlaupið undir bagga með safninu - hér er i
öllu til liti úr mjög vöndu að ráða eins og stendur
peníngar safnsins eru hreint á förum, og þess
vegna hefi eg ekkert gétað feingið af þeim nema
eg hefði stórum skaðað safnið, sem nú hefur nærri
ekkert að kaupa fyrir, og vantar þar að auki
enn marga skápa og fleira að sýna safnið
öllum útlendum og inn lendum ferðamönnum
tekur svo mikinn tíma einkum í ár að maður
maður gétúr valla um að gért tvo mánuði þettað
gérir það að verkum að eg gét valla séð að safnið géti
staðist nema það fai stöðuga peninga úr landssjóð
hvert ár - og einginn getur eða fæst til að standa fyrir
þvi uppá þennan hátt - enn nú er ein miðt þörfinn
mest að géra eitt hvað, því ferða mennirnir sópa
burt okkar forn menjum og eins þeim elstu
prentuðu bókum og handritum, hvar sem þeir
ná - hjá stipt amtinu er valla að búast við neinni
hjálp eða hjá þeim heiðraða minni hluta.! Því þeir
hatast vist við safnið; eis og við Islensku búningana
og vildu vist helst eg segði hvorrutveggja af hönd
um, þeir skoða það alt gért i fjandskap við Dani og
valla mundi það bæta úr skák ef kall menn færu
að taka upp búníng eins og margir tala um-
Þáð má nú svo að orði kveða að allar ingri
stúlkur séu nú hér komnar á Islenskann
búning nema dætur biskupsins og Jónassens
og fá einar kaup manna drosir eg held að þær séu
orðnar hræddar um að þær ekki gángi annars
út - enn útum landið miðar þvi mjög seint
áfram þó eikst það alt af - hafið þér seð
Elliða ár kortið sem er við hæðsta rétt? þið
ættuð að fá kopiu af þvi meðann það er itra
þvi á þvi er syndur allur þingstaðurinn og

bls. 3


afstaða hans - vænt þikir mér ef þið gétið
keipt handrit Jóns Arnasonar eg var orðinn
hreint á glóðum að það lenti alt i útlendum
þvi slíkt er mjög hægt að selja fyrir afar
vitlausum einglendíngum sem kaupa alt sem
þeir sja - slæmur var bók menta félags-
fundurinn siðast, þeir vóru þar nærri komnir
á bakið á okkur, og Grímur nærri orðinn forseti
það átti svo sem að komast i hendur minni hlut-
ans við slikt er ekki gaman að eiga því ekki
er hægt að nugga hinum á fund þó þeim sé
sagt hvað við liggi, eg var mest hissa á hvað
höfðingjarnir nentu að fjölmenna -
Mér er sagt að það hafi ekki verið ser lega vina
leg komið fyrir Islenska hlutanum á útstill
ingunni slíkt ætti ekki að liggjá i laginni og
ekki heldur hvað Danir og aðrir segja um það
her vitum við ekker með vissu um slikt - það
gétur haft tölu verða þiðingu ef til vill - eg
bjóst reindar aldrey við góðu af Dön um og
hvurju má bú ast við á þessum tim um - her
hefir tölu vert verið bigt eins og vant er það er
lika það eina - alstaðar úr landinu er nú
alt gott að heyra verslunar samtokin aukast
á norður austur og vestur landi enn her siðra
er alt i dái fyrir gefið þessar línur
yðar
Sigurðr Guðmundsson.

bls. 4


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
21. Bls. 87. "Jonassens", - Þórðar - "Þingstaðurinn", á Þingnesi við
Elliðavatn; þar var Kjalarnesþing háð á lýðveldistímabilinu. - "Bókmentafélags-
fundurinn"; hann var 6. júlí (ekki júní); 35 voru á fundi og var Jón Þorkelsson
rektor endurkjörinn forseti með 13 atkvæðum. - Þar kom fram tilboð frá Jóni
Árnasyni um að selja félaginu handrit sín, 220 bindi, fyrir 700 rdl. - "Grímur",
- Thomsen var kjörinn í nefnd vegna þessa máls með 15 atvkæðum og forseti
með 14 (og séra Þorkell Bjarnason með 10). Sbr. minningarrit Bókmentafél. 1916,
bls. 30, og enn fr. fundabók félagsins (Reykjavíkur-deildar) og næsta bréf (22).
- "Ísl. hlut. á útstillingunni", norrænu iðnaðarsýningunni, sem þá var haldin í
Höfn. Um þátt-töku Íslendinga í henni sjá Fréttir frá Íslandi 1872, bls. 25-26.
- Bls. 88. "Verzlunarsamtökin"; sjá um þau í Fréttum frá Íslandi 1872,
bls. 20-23.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar