Fundur 2.mar., 1861
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 2. mars 1861
- Ritari: Eiríkur Magnússon
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti:
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0014v)
Ár 1861, laugardaginn hinn 2. marz var fundur
haldinn í félaginu; var hann settur af varaforseta, þar
forseti ekki var kominn til fundar kl. 8,10'. Allir
á fundir nema Þ. Egilsson, Forseti var álitinn marks
múlktar [sk 1] sekur við félagið og Óli Finsen líka þar þeir
komu 1 mínútu eptir að fundur var settur af vara-
forseta. Þ. Egilsson hafði ekki afsakað sig og var á-
litinn 2vs múlktar sekur.
1. Gjörði gjaldkeri grein fyrir fjárhag félagsins til þessa
dags og stóð hann svo, að félagið átti í sjóði 18
Var bókin undirskrifuð af forseta og gjaldkera.
2. Var rætt um producta comica [sk 2] og hvernig menn
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0015r)
gætu komið þeim fyrir á grímuleik, og voru í því skyni
valdir menn til að taka að sér vissar partes. [sk 3]
3. Var ákveðið að láta ekki fyrst um sinn koma
út í almenning vísur þær og útleggingar sem
því félaginu bærust, sér í lagi yfir Eventyr paa
Fodreisen. [sk 4]
Fundi slitið.
H.E.Helgesen E. Magnússon
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011
Sjá einnig
Skýringar
- ↑ Múlkt: Fjársekt
- ↑ Gamanleikrit
- ↑ "Partes"= Hlutverk. Sjá einnnig: Fundargerð 23. feb. 1861 þar sem sagt er frá kosningu nefndar til að koma upp gamanleikriti á grímuleik.
- ↑ Eventyr paa Fodreisen (1847) leikrit með söngvum eftir Jens Christian Hostrup (1818-1892).