Fundur 15.maí, 1863
Úr Sigurdurmalari
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 15. maí 1863
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0051r)
Ár 1863, 15 maí var fundur haldinn í félaginu og voru
18 félagsmenn á fundi.
1 Var þá stúdent Gunnar Gunnarsson tekinn inn í fé-
lagið; undirskrifaði hann lög þess eptir að hann
hafði kynnt sjer þau, og var síðan sagður velkominn
í félagið
2. Þvínæst hjelt skólakennari G Magnússon ræðu um
"hvaða gagn það sje fyrir vísindin að bera saman
stofn orðanna í hinum ýmsu tungumálum"
Andmælendur voru skólakennari Jón Þorkelsson
og Sv Skúlason. Ræddi frummælandi lengi velog
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0051v)
fróðlega, og þótti öllum mjög góð skemtun, en þar
tími ekki entist til, var niðurlagi um ræðumar um efni þetta
frestað til næsta fundar:
Fundi slitið
H.E.Helgesen Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011