Fundur 19.jan., 1865

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 13. janúar 2013 kl. 23:39 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2013 kl. 23:39 eftir Olga (spjall | framlög) (→‎Texti:)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti:


Lbs 486_4to, 091r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 1 (Lbs 486_4to, 091r)

Ár 1865, 19 janúar fundur haldinn í Kvöldfjelaginu

Ræddi Sigurður Guðmundsson fyrst umhvað valdi því að

ýmisl búningar myndist hjá hinum ymsu þjóðum

og af hvaða rótum hann sje sunnin tók hann

fyrst fram að loptslag og efni til klæðanna valdi

búningunum t a m í heitu löndunum brúki menn

hvítt lín sökum þess það kasti best frá sjer hitanum. Græ-

lendingar skinnföt sökum þess þeir hafi mest af því

efni og a norðulondum brúki menn ull sökum

loptslagsins. Litirnir standi einkum í sambandi

við trú og stórkostlega sögulega viðburði og enfremur

sjeu búningarnir einskonar skáldskapur þjóðanna sem

komi þanninn fram í klæðaburðinum. Að oðru leiti

hljóti þjóðirnar að hafa ymisl buninga eptir eðli sínu, eins og þær

hefi sín hvert mál og sín hvert mataræði og yfir höfuð

ólíka hætti.

Viðvikjandi því af hverjum rótum íslenskur þjóð-

búningur væri runnin sagði hann að kvennbúníngur

komin syðst úr Asíu. Faldurinn t.a.m. væri hinn

sami sem dansmeyar á elstu tímum hefðu haft hjá




Lbs 486_4to, 0091v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 091v)

Hindúum og væri hið elsta hofuðfat í heimi og

hefði flutst frá Indlandi norðeptir Kákasusfjöllum

og hingað á Norðurlönd. Síðan, eða af faldi þessum

hefði myndast Frygiska húfan og svo hjálmarnir

Arabisku og Grisku og svo frv. Hin somu einkenni sjeu

en hjá Tyrkjum allt fram á þessa daga sem verið hafa

á Islandi á 14 öld. Slörið sje austurlenzkt feldar-

dálkar möttla kyrtlar sömuleiðis, og einnig hjá grikkjum

og Rómverjar. Fornbuningar Grikkja og Rómverja hefði

verið öldungis hinn sami og hjá Norðmonnum í

fornöld að fráteknu því að norðmenn höfðu þröngar

buxur en Rómverjar ekki, en herbúningurinn hefði

verið nokkuð ólíkar. Hríngabrynjur Norðmanna

hefði verið komnar frá Kákasus og Russlandi.

Við hinn íslenzka kallmanna búning sem nú er sje ekkert þjóðlegt

eða einkennilegt nema ef til vill skórnir (íslenzku). Þeir

sjeu gamlir og hafi verið brúkaðir víða um heim á mið

öldunum. Mývatnshettan sje ef til vill mjög gömul og

einkennileg. Kyrtlar kvenna hafi að miklu leiti verið norrænir

og teknir saman með sprotabelti. Sprotabeltin hefði haft bæði

kallmenn og konur. Hann lýsti og hvernin kýll hefði verið




Lbs 486_4to, 0092r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0092r)

og sagði hann upprunalega hefði komið af nauðsyn vegna

herklæðanna, og hann hefði haldist við á Islandi alt

fram á 18. öld. – Hinn almenni breiði faldur hefði

ekki verið fyrri til en um 1778 og hefði fyrst komið

á suðurland að norðan og ekki orðið almennur fyrr en

eptir 1800. Skotthúfur sjeu ekki eldri en 100 ára en hvaðan

hún sje runnin sje bágt að segja en svo mikið sje víst

að það sje upprunalega kallmanns húfa eins og skóla

piltar á Hólum hafi haft. Kvennpeisan upphluturinn

og millurnar sjeu Hollenzkur búningur. – Kallmanns

búning Islendinga einkennir ekkert, en kvennbúning einkennir

það einkum að hann er eldri en búningur annara þjóða, og fald-

urinn frá hinum fornum asiatisku þjóðum. – Svuntan sje

ekki eldri en frá 17 öld. –

Gísli Magnússon tók fram að tímabilið fra 5tu til 8. 9. eða 10du

aldar sje ókunnugt, og hjelt jafnvel að faldurinn þó hann

upprunalega hefði verið indverskur, hefði hann ekki farið

þaðan beinlínis austurleiðina gegnum Kákasus á Norður

lönd heldur hefði ef til vill fluttst til Norðurlanda á

þessu ókunna tímabili frá Rómverjum yfir Mið Europu.

Hann talaði og um vesti og svuntu ofl. og bar þá fram

þá getgátu hvert orðið skotthúfa væri ekki „Skozk húfa“.




Lbs 486_4to, XXX Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 486_4to, 0092v)

Frummælandi tók fram að þó tímabilið frá 5-9 öld hafi verið ókunnugt

þá bendi þó margar fornmenjar á allar ferðir frá Asíu hafi

gegnið gegnum Rússland og yrði hann að vera á sinni fyrri

meiningar. Enfremur sje það merkilegt að byggingar forn-

manna sjeu öldungis eins og byggingar Kínverja sem

væri ólíkur bæði gotneska stílnum (sem væri miklu ýngri)

og Rómveska stílnum. Vel gæti verið að skotthúfan væri Skozk

að uppruna þó sjer væri það ekki kunnugt.

Kristján Jónsson gaf fjelaginu 2 kvæði „Hið deyandi barn“

eptir Andersen og „Astargnoðin“ eptir T. Moore.

Á næsta fundi: Þorsteinn Jónsson um Rhematisme. –

Andmælendur

og Pjetur Guðmundsson um Rímnabragina. Andmælendur:

Fundi slitið

/ Á. Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 7. desember 2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar