1 bréf (JStilSG 69-09-03)
- Handrit: B/2 1869, 3 (69-09-03) Bréf Jóns Sigurðssonar til Sigurðar Guðmundssonar
- Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
- Dagsetning: 9. mars 1869
- Bréfritari: Jón Sigurðsson
- Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda: Reykjavík
- Lykilorð: Forngripasafn
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
Khöfn 9. Marts 1869
- Texti:
bls. 1
Khöfn 9. Marts 1869
Elskulegi góði vin,
Lítið gengur áfram, en þó ofboð lítið meira áfram en apturá
bak með safnið. Hérna kem eg með ávísun uppá 30 rd., sem
eg hefi afhent Jóni Guðmundssyni og hann mun borga yður í
Reykjavík. Það stendur svo á því, að í haust kom eg til
Stepehns prófessors. Hann fékk mér þá til forngripasafnsins
5 rd., og sama kvöld kom til hans A. W, Franks, umsjónar
maður við Brithish Museum og fékk mér 25 rd. til safnsins
líka. Hjaltalín landlæknir hafði skrifað honum og sagt
honum frá safni þessu. Eg gaf honum tvö exemplör af skýrsl-
unni, sem hann bað um. Mér þætti vænt um, ef þjer vildið
segja Hjaltalín frá, þegar þér hafið fengið sendínguna, og að
þakka Franks yðar og safnsins vegna. Stephens gætið
þér skrifað sjálfur ef yður sýndist. Annars get eg eða ein-
hver skilað því. Það er verst, að við höfum enga talsmenn
útum heiminn, því ef það væri, þá mundi margt nást meira
en nú. – Eg reyndi að setja klausu í skýrslu Bókmfél.
til konungs um safnið, og sendi Trap Cabinetssekretera af-
skrift af skýrslunni. Nú tala eg við hann einhver daginn,
bls. 2
og fái eg nokkurt færi, skal eg nota það, hvað sem gildir.
Worsaae mun ekki koma með neitt ennþá? – Eg hefi þó mörg
loforð hans og þeirra. Eg vona líka það uppfyllist smásaman, en
eg held yður væri líka óhætt að pota dálítið í hann með
góðu bréfi og liðlegu.
Í sumar vona eg við getum talazt betur við um þetta og
ýmislegt annað, en eg kveð yður þangað til.
Yðar einlægur vin
Jón Sigurðsson.
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Edda Björnsdóttir
- Dagsetning: júlí 2013
Sjá einnig
Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athugasemdum og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, Reykjavík 1929, bls. 34-107. Hér bls. 66-67.