Bréf (SG02-94)
- Handrit: SG02-94 Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni, Ási
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 5. sept. 1859
- Bréfritari: Ólafur Sigurðarson
- Staðsetning höfundar: Ási
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð: kvenbúningur, konur, teikningar, stokkabeltispör
- Efni: „Enn um kvenbúninginn. Sigurður hefur sent nýjar teikningar af búningnum, sem eru konu Ólafs að skapi. Hyggst hún nú sauma sér búning eftir hans fyrirmynd. Því eru miklar vangaveltur um alla gerð búningsins. En þó eru meiri um stokkabeltispör sem Ólafur fól Sigurði að kaup.“ Sarpur, 2015
- Nöfn tilgreind: Pétur Guðmundsson, Gísli Brynjólfsson alþm.
Texti:
bls. 1
Ási 5ta dag Septembr m. 1859
Elskulegi frændi!
Eg hefi nýlega séð frá þér bréf til Péturs bróður
þíns hvarí þú vonast eptir laungum - jafnvel skamma
pistli frá mér, enn það verður nú ekkert af því, núna
um hásláttinn, að eg hafi langorðt, enn um búningin
erum við orðin sáttir fyrir löngu, því þú þurftir aldrei
að ætla mig svo óþjóðlegann að eg hataði það gamla og
staðfasta, enn héldi með hinu sem aldrei stendur á steini
og er þó ætíð í rassinum á tíðinni; einasta reindi jeg
einusinni að rífa niður fyrir þér til að vita hvort þú
stæðir þig nokkuð, og svo ef eg kynni að fyska ögn
á því, og ef þú manst nú eptir bréfum þínum til mín,
þá hefi eg grætt meira á þeim, um ritgjörðina í félags
ritonum, og sérílagi á mindunum í vetur sem eg þakka þér
fyrir, og einkanlega fy tilboð þitt að senda mer meira ef eg
héldi að kona m. eða einhvor mér kunnug, vildi taka upp
gamla búninginn; nú er svo, kona mín hefur lengi viljað
taka hann upp, og líkar henni vel treyan frá þér í vetur, og
uppdrátturinn á börmunum og kríngum hálsmálið á henni,
enn hinn uppdrátturinn neðaná samfelluna, líkar hvorki henni
né öðrum, einkanlega af því hann er of mjór, enn öllum þykir
óþolandi að sauma með honum þrjár leggingar; gétur þú nú
hjálpað mér um talsvert breiðari uppdrátt? þá kynni eg heldur
bls. 2
að treysta mér til að útvega þér áhangendur; með tíðinni.
Annað er það sem eg gét aldrei fengið hér, og líklega aldrei
nema með þinni hjálp, það eru vönduð sprotabeltis pör, um stokka
belti kæri eg mig ekkert og ekki heldur um koffur; mörgum sylfurs-
smiðnm ertu nú kunnugur bæði þarna og ytra; reindu nú að útvega
mér þessi pör, og sendi eg þér í því skini 10rd enn það þau
kynni að kosta meirra, skal eg borga þér skilvíslega síðar, ef þú
gétur þetta fyrir mig, því eg vil annaðhvort ekkert, hósta uppá
það, ellegar það sé þá vandað; upplýsingar þyrfti eg kannski að
fá fleiri frá þér þessu viðvíkjandi, enn eg má ekki vera að
hugsa um þær í þetta sinn, því Gísi Brinjólfsson alþ.
maður okkar ætlar nú af stað suður, og kém eg þessum
seðli með hans ferð.
Með fyrstu ferðum vona eg eptir línu frá þér, hvort
sem þær hún verður íll eða góð.
Þinn einl frændi
Ól. Sigurðsson
- Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Dagsetning: 07.2011