Bréf (SG02-163)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 10. september 2015 kl. 21:44 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2015 kl. 21:44 eftir Olga (spjall | framlög) (1 bréf (SG-02-163) færð á Bréf (SG02-163))
Fara í flakkFara í leit

Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

  • Lykilorð: þakkir, myndir, föðurarfur
  • Efni: „Þakkir fyrir myndir sem Sigurður hefur sent. Vangaveltur um úttektir Sigurðar hjá kaupmönnum. Enn um föðurarfinn sem ekki er að fullu greiddur. Andlátsfregnir.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ólafur?, hr. Guðmann, hr. Thaae, Björn í Eyhildarholti, Jón Espólín, Ólafur Guðmundsson á Grund

Texti:

bls. 1


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

Ási í Hegranesi þann 30ta Ágúst 1853


Sæll og blessaður frændi!


Eg þakka þér kjærlega 2 síðastfeingin tilskrif! það fyrra

af 29 Sept, enn hið síðara af 17 Apr: þ:a: en sjerílagi þakka eg

þér mindina er fylgdi næstnefndu brefi, og þikir mjer þar vett vel

hafa tekist með hana; Eikjurnar með hinni mindinni færði eg sjálfur

Ýngib: sistir þinni, enn Olafi m afhendti eg glasið og munu bæði þau

á sínum tíma kannast við skil á því; fyrir skemstu fékk móðir þín

bref frá þér, líka Ol:m og Sgr Jón Samsonss: en eg hefi ekkert

síðar feingið enn á hef vikið so ekki get eg neitt giskað á með fjárhagsl

ástand þitt nema hvað ráða mætti af líkindum. Svo skildi eg

biðja þig að skrifa mér greinilega um: hvurnig þú hefir feingið

goldið það eg vísaði þér til í fyrra bæði hjá herra Guðmani og

herra Thaae, því svo vill nú heldur gánga nær fyrir mjer: að

eg hefi enn ekki farið í kaupst í Ási, fyrr enn ef eg kemst það

að morgni, sem ósatt hefi; því hefi eg nú feingið Contrabók

mína áður get vitað hér, hvað til góða hefi, og fretti nú

í dag, að herra Th: sje þaðan sigldur, sem var þar nokkra

daga, nísku að sjá eptir sínu, og vildi eg þó helst hafa skrifað

þér með honum sjálfum og líka senda - ef nokkuð væri. -

Já! mér gleimdist fyrir skemstu, biðja þig lofa mjer að vita:

hvurnig útlát tíðkast á tilvísunum, hvurt þú færð - eður heimtar

þær í peníngum einusini eður optar, ellegar húsráðandi þinn

úttekur hjá kaupmönnum þessum til hússins þarfa?

Ekki get eg enn gjört þér full skil fyri föðurarfi þínum

samt vóru sameiginlega seld í vetur þaug tt er hann átti

af Vindhæli, því sistur þínar munu líka, þurfa sinna muna

við, síðan giptust ogsa verða þarfirnar, enn síðar mun eg

gjöra þér grein fyrir öllu saman. - af mér er ekkert

merkilegt að seigja, lasleiki fremur vagsandi hjá bæði konu

og mjer, líkt og drepið er á fyrri; en brauð og blessan nægileg

enn nú fyrir Guðs náð. - Björn bóndi Ólafsson á Eyhildarholti

(er fyrri bjó á Rípi) drukknaði í fremri kvistinni á Uppstigníngar

dag í vor frá 5-6 börnum, laglegur búmaður og góður maður;

og síðar í sumar andaðist jarðyrkjumaður Jón Espólín og litlu seinna

Olafur Guðmundsson á Grund, og þókti mikill skaði að báðum

því sosum ekkert vóru skútunar vorir búnir að læra af

Jóni sál; enn Ólafur heitinn hafði enn nokkur ár, töluvert

keipt af meðólum á Apótheki siðra, og hjálpað um þau aptur

þá þörf hafði mörgum til heilsubótar; átti líka 3 börn

öll heldur lítið kominn á legg. Vertu nú kjærlega

kvaddur af frænda þínum


S. Pétursson


bls. 2

AUÐ SÍÐA

bls. 3

AUÐ SÍÐA


bls. 4/forsíða


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.



ATH þetta er skrifað lóðrétt, þ.e. eftir langhlið blaðsins


Efst á blaðinu er hins vegar skrifað lárétt:

Sigurðr

og hægra megin á spássíu er einnig skrifað lárétt:

ð ð

Sigurðr Sigurðr


Til



Uppdráttarlistalærisveins Sigurðar Guðmundssonar

í Kaupmannahöfn



Hér í

1 spec






  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar