SGtilJS-63-21-05

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 18. júlí 2012 kl. 12:04 eftir Svavar.steinarr (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2012 kl. 12:04 eftir Svavar.steinarr (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Handrit''': ÞÍ.E10:13/21.05. 1863 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara * '''Safn''': Þjóðskjalasafn * '''Dagsetning''': 21. maí, 1863 * '''Bréfritari''': Sigurður Guðmun...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: ÞÍ.E10:13/21.05. 1863 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 21. maí, 1863
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 21 Mai 1863
hátt virti vin,
Eg þakka yður inni lega firir yðar
seinasta goða bréf, Eins og eg áður skrifaði
iður þá er það min einlægur á setníngur að
safna öllum sögum, um þíng völl og öllu því
sem eg hefi vit á að géti upp líst það mál,
bæði í munn legu og skrif legu, og eins
mindum því við komandi sem til allrar
óoggjæfu eru nú flestar glataðar, eg hefi
komist á snoðir um að 2 eð 3 þess háttar
gamlar mindir eða kort hafa verið til af Þing
velli, og eins hefi eg orðið var við ímsar
útgáfur af Catastasis alþingis tals vert frá
brugnar hverja annari, haldið þér ekki
að það væri nauð sin legt að prenta þetta
stafrétt og i heilu lagi aptann við ritgjörðina
og eins ef maður næði í eitt hvert gamalt
kort af staðnum, því þá gæti hver séð
sjálfur það sem maður byggir á og maske
bigt á því meira enn eg get. um þetta vildi
eg fá álit yðar til að fara eptir, gott væri og
að fá að vita hvort þið hafið þarna ytra mörg
handrit af catastasismismunandi hvert frá öðru,eða nokkurt kort eða nokkrar
ritgjörðir gamlar eða frá því um, eða firir aldamótin
um Þíngvöll, því ef það ekki er þá er meiri nauðsin
að safna öllu því sem hér kinni að vera af þess konar
og að prenta það eins og það er

bls. 2


það er það firsta að vita hvað til er, og
síðan að safna því saman, og þar næst að sjá
hvað menn géta feingið út úr því.
Þó eg sé búinn að skrifa tals vert saman
um þíng völl firir sjálfann mig, þá á það
samt enn lángt í land, því eg þarf að
smala saman um alt, og er það ekki fljótegt,
eg er alt af að fretta til manna hér og hvar
sem eitt hvað vita eða sem eg hefi von um að
eitt hvað viti og hefi eg ekki enn náð í þá alla
líka þarf eg að fá hitt og þetta að vita
um aðra þing staði til saman burðar bæði um
stærð og lag á búðum og dóm hríngum etc.
því maður þirti að komast sem næst hvernig alt
þess konar leit út í forn öld ef unt væri
hér gétur því ekki verið að tala um nokkra
borgun handa mér að svo komnu.
það sem vest er er það, að eg er mjög illa að
mér í gömlu lögunum eins og þér gétið nærri,
og er það ekki gott, því þau þarf maður víða
að taka til hjálpar á þeim stað, ef men eiga
að skilja þíng völl, þá verða men að mestu leiti
að vita hvað það fa hvað þar fór fram, og
hvernig það gekk til, til þess að géta sennilega
fundið þá staði sem vóru lög ákveðnir til
þarfa þíngsins, og vita til hvers þeir vóru hafðir,
enn ólukkan er að hér stendur maður hjálpar
laus, af því þeir sem hafa vitað um löginn
hafa lítið lekkt Þíng völl en það hvöru-
tveggja er ransókn sem verður að vera

bls. 3


sam hliða, því annars verður hún
eins og haltur klár.
mig lángar til að vita hvað þér haldið að
[..?] lögbergis ganga sé það er ekki greini legt
í grágás og handritin eru ekki vel sam-
hljóða í þeim pósti, af Eiglu kap 83 og fornmannasögum
II. bls 172 sest að það hefir verið eins konar almen
Formúla eða prósséssíón máské á föstudagin firra í þingi? samanbr. Grágás, en hvað
gérðu menn þá? er það sama og þíng setnnígin?
eða er það áður en dómar fara út? það er eins og
öllu sé þá niður skipað frá lög bergi, eða
á lög bergi það er ekki gott að sjá. á föstu
daginn vóru og leseinn upp þing sköp máske á eptir
lög bergis gaungunni, það er eins og hún sé firsta
og stæðsta að aða aðal formúla þingsins?
Það er eins og goðar eigi að setja niður dómendur
sína í hamraskarðinu um það leiti eða rétt á eptir
að lög bergis gángan fer fram, hér er um lög boðin
stað að tala sem er hafður til þarfa þíngsins,
og svo er um fleira, eg vildi við hentug-
leika fá að vita um þettað laus lega.
eg skrifa yður þessar línur til gamans, og
til að benda yður á hitt og þettað sem þarf að
atuga þessu við vikjandi fyrirgéfið
þessar fáu línur yðar vin
Sigurðr Guðmundsson

bls. 4


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
3. Bls. 41. "Myndir eða kort af Þingvelli", sjá Árb. 1921-22, bls. 2. Sá
uppdráttur, sem þar er sagður vera ekki vís, fannst haustið 1922 í handritas.
Landsbókasafnsins nr. 268 fol. (kominn frá Jóni Sigurðssyni) og var skilað til
Þjóðminjasafnsins í Höfn, sem átti hann raunar; er hann með tölumerki þess,
nr. MCXXIV. Stendur á honum "optaget 2.den juli 1820 af Ch. Teilmann", en
jafnframt "Tegnet af P. V. Johansen". Sjá um þennan uppdrátt enn fremur bréf
nr. 4, bls. 46, og bréf nr. V, s. bls. - Bls. 42. "Lögbergsganga", sjá Árb. 1911,
bls. 10-16; lögbergsgangan fór fram laugardaginn fyrra í þingi; hún var dóma-
útfærzla til ruðningar, en hefir fengið þetta nafn af því að menn gengu fyrst til
Lögbergs; þar var skrúðgöngunni skipað niður og þaðan hófst hún. Var gengið
í lögbergsgöngu frá Lögbergi og austur á völluna austan Öxarár. Í 24. kap.
þingskapaþáttar í Grágás eru fyrirmæli um lögbergsgönguna. - "hamraskarð",
sjá Árb. 1921-22, bls. 8-9, er hjá Snorrabúð; Þar settu goðar niður dómendur
föstudaginn fyrra í þingi, við dómstefnuna, sbr. 20. kap. þingskapaþáttar í
Grágás.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar