SGtilJS-69-03-05

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 18. júlí 2012 kl. 15:38 eftir Svavar.steinarr (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2012 kl. 15:38 eftir Svavar.steinarr (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Handrit''': ÞÍ. E10:13/03.05.1869 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara * '''Safn''': Þjóðskjalasafn * '''Dagsetning''': 3. maí, 1869 * '''Bréfritari''': Sigurður Guðmund...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: ÞÍ. E10:13/03.05.1869 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 3. maí, 1869
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavík 3 Mai 1869
Hátt virðti góði vin!
Eg skrifa yður þessar fáu línur til að láta
yður vita að eg hefi i dag tekið á móti
50 ríkisdölum frá yður, hjá Jóni Guðmundssyni
þvi filgdi ekkert bréf til min, eða eg hefi
þá ekki enn feingið það, það hefir lika máské
ekkert verið - Eg þakka yður inni lega
fyrir þettað alt samann, þér hafið sjálf sagt
munað eptir þvi sem við áður höfðum skrifast
á um það sem óborgað var af til lagi mínu
til bókmenta félagsins og dregið það frá
það gétið þér látið mig vita við hentugleika
Heðann er ómögulegt að segja nokkra fréttir
þvi alt er dautt og þegjandi og það jafnvel
kjapturinn á kellingunum við postinn er nú
orðinn eins og si freðinn - menn eru hættir
hreint að ljuga og alt sem menn halda sé
ligi reinist nú sann leiki og þar á meðal það
að Gisli gamli Magnússon er þegar búinn að
ingjá sig upp og á hann það að þakka þvi að
hann tók i sitt hús þá sæla frú, -
Eingann mann heiri eg nefna alþíngiss
kosningar eg held þeim standi alveg á sama
hvurjir kosnir eru, það er okkar átu mein
að mönnum stendur al veg á sama með alt
menn fást eginnlega hvorki til að lofa neitt né lasta
og ekkert þikir ljótt fagurt gott eða ilt menn eru
orðnir bæði bragð og liktar lausir, vilja svo að segja
ekkert nema peninga frá útlöndum helst frá

bls. 2


stjórninni það vilja menn! kvenn fólkið er
eitthvað að gukta við þessa tombólu, eg
held alt af að það sé heldur líf i því enn
karl þjóðinni og vist er það að karlmenn -
irnir spilla mörgum af þeim og géra þær meira
óþjóðlegar enn þær i sjálfu sér eru Það er eins
og alt verði að eingu þar sem einginn föðurlands
til finníng er til og það á lika svo að vera,
skélfing finst mér alt brölt Hunvetnínga
og norðlendínga yfir höfuð vera barnalegt
hver vill þar skóinn ofan af öðrum og einginn
gétur sé nema með fýlu að mönnum i næsta
hrepp takist nokkuð allir vilja hafa alt
hjá sjálfum sér enn ekkert er skeitt um það
almenna og þó þeir byrji að tala um eitt hvað af þvi
þá hættir það i miðju kafi - ekki hafa þeir hér
síðra lag á að fiska á jaktinnar og er það
skarði þvi hefði þeim heppnast vel þá
hefði það getað porrað fleiri upp að kaupa
stór skip. svona geingur þá ekki vill fiskast.
fyrir gefið þessar fáu linur
yðar
Sigurðr Guðmundsson

bls. 3


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
12. Bls. 69. "50 rdl.", sbr. X., 9. (bls. 64), 10. (bls. 66) og 11. (bls. 68). -
Gísla skólakennara Magnússyni og frú Schulesen varð sonar auðið, og hét hann
Árni Beinteinn; hann varð stúdent og mesti efnismaður, en andaðist ungur.
Vangamynd úr gipsi er til af honum í Mannamyndasafninu, nr. 4676.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar