Fundur 27.mar., 1863
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 27. mars 1863
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0049v)
Ár 1863, 27 marts var fundur haldinn í kvöldfélaginu
voru 13. félagsmenn mættir
Hjelt þá skólakennari Haldór Guðmundsson kappræðu
um nytsem og ágæti reikningsfræðinnar og andmælti for-
seti hönum, (en gjaldkeri er vera átti hinn annar andmæl-
andi var ekki á fundinum) Var margrætt um efni þetta
og þótti góð skemtun.
Forseti las upp brjef frá Eggert O. Briem hvar í hann
leitar ýmsra upplýsinga viðvíkjandi Kvöldfélaginu og
var afráðið að rita hönum svar upp á brjef þetta með næstu
póstferð.
Forseti gat þess að engi úrlausn verðlaunaspurninga
þeirra er voru lagðar fyrir félagsmenn í fyrra hefði sjer enn
borizt. Var síðan kosin 5 manna nefnd til að gjöra uppa-
stúngur til verðlaunaspurninga til næsta árs, og voru í hana valdir Sv. Skúlason
Jón Þorkelsson Jon Arnason Haldór Guðmundsson og Arni
Gíslason.-
Fundi slitið.
H.E.Helgesen Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011