Vasabók (SG-03-9)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 31. maí 2013 kl. 09:04 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. maí 2013 kl. 09:04 eftir Olga (spjall | framlög)
Fara í flakkFara í leit

  • Lýsing: Vasabók.

Innbundin með dökkflekkóttum spjöldum með brúnum leðurhornum og brúnum leðurkjöl, með hólfi fyrir blýant, sem er í því. 8,5 x 14,1 cm. Fremst í bókinni stendur skrifað með hendi Sigurðar ,,Vasabók Sigurðar Guðmundssonar byrjuð 23. ágúst 1870 - ". Bókin hefur verið í notkun til alla vega júní 1874. Sigurður gefur þessari bók nr. 6. Nokkuð vantar upp á að hún sé fullnýtt. Meginefni texta: Frásagnir nafngreindra heimildamanna um bæ Ingólfs, lausafundi, forna muni í fórum fólks, búninga og skip. Smá kafli um Forngripasafnið. Reikningshald Sigurðar. Höfðubúnaður erlendis o.fl. Teikningar eru fyrst og fremst af blómum ýmis konar. En einnig af fornum köppum erlendum og erlendum húsum. Nokkrar grunnteikningur af íslenskum bæjum. Kort af þingstaðnum á Kjalarnesi, með athugasemdum. 16 lausir miðar eru í bókinni, sumt miður rifið prent og er á þeim flestum riss og minnisatriði.

Heimild: Þjóðminjasafn Íslands (Inga Lára Baldvinsdóttir)


  • Lykilorð:
  • Efni:



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:Sarpur

  • Skráð af:: Edda
  • Dagsetning: 2013

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: