Bréf (SG02-229)
- Handrit: SG 02: 229 Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Steingríms Thorsteinssonar
- Safn: Þjóðminjasafn
- Dagsetning: 27. nóv. 1871
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Steingrímur Thorsteinsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Hallgrímur Jochumsson?, Friðrik VII
- Texti:
bls. 1
Reykjavik 27 Nóvember 1871
Góði vin!
Eg þakka þér fyrir þitt góða bréf, héðann er
í rauninni ekkert að frétta nem*a*(i) andlegann
dauða, síðann að alþing hætti er hér öllu
slegið í dúnalogn, því bæði þeir heldri
og eins dónarnir eru aðeins sofandi sálar
lausir egóistar, Eg held að það gángi
ljómandi vel með Hallgrím prest, eins
og stendur, hann er ljómandi mjúkur
og fínn maður, og eg held að það sé svo
mikil Kaupmannahafnar likt af honum
að allar helstu spissborgara dömunurnar
klægi boruna aptann og framann alla
messuna, og gott ef þær geta vatni haldið,
það kvað vera orðið svo móðins að fara í kirkju
að menn ætla að fara að selja alla kirkjustólana
?* sem lokaðir eru, svo dónarnir fá líklega
hvörgi pláss, það er samt ekki séð fyrir endann
á því því svo gétur farið að ílt verði úr
því áður líkur? samt *líst*(y) lidst her alt einkum
ef það er Danskt, hver veit nema það fari að
verða hér móðins að láta 3 betlara gánga um
í kirkjunum hér, og betla penína eins og
í Höfn, Íslendingar hafa valla nenníng eða
samtök til að reka nokkra svífirðing af
af(sic) sér, því ef að Danir skamma þá
þá verða þeir alveg að smeri eins og þeir
bls. 2
standi fyrir Guðs dóm, ef þeir slá þá
á þá hægri, þá bjóða þeir þá vinstri í
kristilegri auðmigt, ef Danir í falsi og fláræði
géfa þeim góðar vonir eða skjalla þá
komast þeir upp í sjöunda himin og álíta
Dani eingla enn ekki menn, komi einhver
hræða til Hafnar héðann ætla allir að verða
vitlausir í bráð (þó þeir í rauninni hafi valla
vit að taka eptir nokkru) þeir þikjast sjá þar
og heira óendannlega dyrð í vísindum kúnst
og allri fegurð og hvað er svo þettað *alt*(y) alt
hégómi einn verra en fretbólur, eg fyrir
mitt leiti géf skít fyrir megnið af, ef ekki alt
af Danskri kúnst og Skáldskap (enn sem
komið er) og mikið af því vísindalega nema það
sem er útlagt eftir aðrar þjóðir; hitt sýnist mér
vera helst pjatt, eða *liðilegheita eldsmatur,*(u)
sé það historiskt þá er það optast verra enn ógért
bara til þess að maður misskilji alt sem er satt
og rétt, einkum andann í fornöldinni alt á
að dragast undir Dani helst það sem þeir aldrey
hafa átt neinn þátt í, hvað er þeirra kúnst
haugar af Dönskum tin soldátum, *sokka*(u)
*tré með fleskuðum svinshausum upp af,*(u)
*griðkur í giðjulíki, eða giðjur í griðkulíki*(u)
*með hland brendurass andliti, eða járn-*(u)
*smiðir, eða Rósenkransar í sölupés*(u)
bls. 3
sum sem sagt er að egi að vera *hárr*(u),
Friðrikar VII *í betlara stilling*(i) bændur eins andlegir og þeir
eru, nokkur beykitré, Skola vatn í
líking af bárum, hús úr illa brendum
tígulsteini mestmegnis, sem hrúað er upp
til bráða birgðar, litið betri enn okkar torf
hús í raun og veru, enn að eins álitlegri í
bráðina, þettað er nú dirðinn sem ærir marga
landa okkar, hvar er *íðeal*(u), hvar er sönn og
rétt heilbrigð hugsun, hvar er *og*(y) *orgínalitet*(u)
hvar kémur fram heisti af ærlegu eða
heiðarlegu þjóðerni, það fæst varla úr
slíkum sorphaug, í honum kunna að dyljast
ymsar fúnar arfa rætur sem varla vex neitt
gott upp af - svo er þá meiri dírð að setjast
her í ein hverja brekkuna hjá læk, og hlusta
á Lóur Spóa og Þúfu titlinga, koma inní
kotbæ og tala við óvalinn strák eða
stelpu - eg held að hér dyljist eitthvað sem
er nær því rétta - hvort sem það *nær að*(i) blómgast hér
á landi eða annarstaðar - sem sagt Danir
eru eitt ósjálegt fúlegg, sem þekkingar litlum
Íslandsbörnum þikir ásjálegt enn vari þær
sig að ekki komi úr því Skoffin eða
Skugga baldur.
hér er samt ekki alt ut af dautt enn, veturinn
er ekki úti, það gétur verið að eldur se
enn undir kalanum, því viða um landið er
megn*uð*(y) óánægja við þá konungkjörnu og
bls. 4
varla mun það hafa batnað við veitíngu á
Mýra og Borgar fjarðarsýslu.
verslunar samtökin halda afram á
vestur og norðurlandi enn sem
komið er ekki þikir mér gott að
Norska versluninn fer svona bráðlega
á hausinn því hún var góð til að
hræða Dani og til braða birgðar, enn
aldrey vildi eg að þeir næðu hér of
föstum tökum, géta ekki Íslendingar
í Höfn haldið dálitið samann og reint að
skrifa um Dani í sem flest útlend
blöð það held eg verki best Danir
gangast best fyrir öllu illu einsog
allir þrællyndir enn góðmenskann
gyldir ekki nema ef það skildi eingöngu
vera fyrir þá sem sækja um embætti -
nú nenni eg ekki að rugla meira
þinn
Sigurður Guðmundsson
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:[Lbs: Handrit.is]
- Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir
- Dagsetning: XX.07.2011
- (Titill 1):
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: