Magnús Stephensen, læknir
Úr Sigurdurmalari
Æviatriði
Af heimaslóð.is: Magnús Stephensen var héraðslæknir Vestmannaeyja frá 1863 til 1865. Hann var fæddur í Ásum í Skaftártungum 14. apríl 1835. Foreldrar hans voru séra Pétur Stefánsson prestur og Gyðríður Þorvaldsdóttir. Hann varð stúdent í Reykjavík árið 1856 og lauk læknisprófi frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1862. Magnús var ráðinn sem aðstoðarlæknir Jóns Hjaltalín, landlæknis árið 1862 og skipaður héraðslæknir í Vestmannaeyjum árið 1863. Magnús var fyrsti innlendi héraðslæknirinn sem var skipaður í Vestmannaeyjum.
Magnús lést í Vestmannaeyjum 12. febrúar 1865, ókvæntur og barnlaus
Tenglar
Um Magnús Stephensen á heimaslóð.is