Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0127-130)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:44 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:44 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

Texti:

Bls. 1


Reykjavík 1 Desember 1858
heill og sæll!
eg var nokkuð leingi á Skarði eftir það
þú fórst á meðan þettað mikla norðan
illviður var eg mindaði þar bæði hjónin
en ekki meira því meira var eg ekki beðinn um
eg varð að fara til stikkishólms og verð þar
illviðurfastr í viku síðan komst eg sjóveg
inn að skarði, en lítið gat eg ferðast um
hér fann eg mart merkilegt sem eg dró upp
first mindirnar á prédikunar stólnum fleira,
frá Rauðseijum fekk eg til láns gamalt
rúmtjald sem eg mindaði það var saumað
á hvítt lérept með alla vegu litum silki
rósum að neðanverðu á því voru mindir
af riddara og riddarafrú sem héldu stamtré
á milli sín og á milli þeirra var skjöldur
gamallegur í læginu, eftir búningnum að
dæma hevði þettað tjald átt að vera frá 15
eða first frá 15 öld ekkert letur var á því
annað tjald gamalt fékk eg á Skarði sem
mun hafa verið úr bú Magnúsar Ketilssonar
það var gamall refill með stórum hringum
á og örvum drekum og ljónum innani það
gétur valla verið ingri en fra 15 öld
að aftan og neðan á því vóru partar
af íslenskum vísum með stóru múnkaletri
og sínir það að það var islendskt

Bls. 2


3 tjaldið fékk eg á Skarði sem var af
mörgum orsökum merkast 1 af því að það
hefr án efa verið upprunalega kirkju
lángtjald en ekki refill þau héngu firir
neðan refilinn og eru mjög skjaldgef 2
að það eins og hitt auðsjáanlega islengst
3 að eg veit hér um bil hvur hefr saumað
það á því er þettað mindað með þessari
undirskrift 1 sanet Ólaus vex, 2 sanet
Magnús (eyjajarl) 3 sanet, hallvarð,*
4 sanet torlae, (með mítur og bgal 5 sanet
benedikt, 6 sankt Ryidius þettað eru skjald
gæfar mindir auk þessa stendur á því með
múnkaletri „ dótter í Reyninesi „ og
á oðrum klofningnum „ Abbadís Solve(ig)
og er hér líklega meint sú Sólveig er var seinasta
abbadís á Reynistað aðra abbadís þekki
eg ekki með því nafni líka er „ dóttir í
Reyninesi rétt á undan á sama tjaldinu
og bendir það á að þessi abbadís og
einhvor nunna á Stað í Reyninesi
hafi saumað þettað tjald, sé þettað rétt
þá er það mjög merkilegt, samastað dróg..
upp gamla merka altarisbrún, í altarinu
vóru 10 skinnblöð af handriti frá 15 öld
þar voru 10 skinnblöð af handriti frá 15 öld
þar voru á ímsar bænir og partur af píslar
tíðum sumt var með latínskum firirsögnum
sem eg skildi ekki

Bls. 3


þar var og merk ein oferuð (ath) einskonar færða altaris
tafla eg segi þér frá þessu öllu af því eg
veit ekki um hvirt þú hefur seð þettað
sama stað var og til gömul lækninga og
galdrabók (sem allir áttu ekki að vita af)
nú fór eg á Stað suður með magnusi Gunnarssini
og ebénessær (ath) í dölonum fékk eg gamlan refil
með íslensku letri ekkert varð nú sögulegt
fyren eg kom suðrað borg í borgarfirði þar
mindaði eg 2 legstein með rúnum og var
auðlesið á öðrum „her hvlir kal(l)ur
hravnson eða hrávason, en hin var í 3
brotum en auðsjánlega attu öll brotin saman
þessi steinn var ellilegastur að öllu af
þeim steinum sem eg hefi séð á íslandi
rúnirnar vóru mjög forneskjulegar en
slitnar og hefi eg en ekki gétað lesið neitt
af því seint í skriftinni stendur skírt
ó og l <symbol>(ath)</symbol> og bendir það á að þettað geti
verið legsteinn kjartans og það held eg
að þessu þarf nákvæmlega að gæta,
nú hefr ekkert orðið mjög merkilegt firir
mjer hvurki á efripart míranna eða á
akranesinu nú er eg komin til Reykja
víkur og veit eg nú ekki hvað segja skal
eg hefi talað við gamla Skéving og
þótti mér han mjög merkilegur, af öðrum
hefi eg ekki en að segja

Bls. 4


þakka þér firir sendinguna sem mér líkaði vel
þó sumt af pappírnum væri nokkuð grátt
þá má bruka það til annars,
skrifaðu mér við tækifæri, lifðu svo vel og heill!
Sigurður Guðmundsson


'


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 06.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar