Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0149-152)
- Handrit: beb0149-152
- Safn: XXX
- Dagsetning: 8. maí 1861
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Guðbrandur Vigfússon
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXXXXXX
Texti:
Bls. 1
Reykjavík 8 Maí 1861
heill og sæll!
Eg hefi svo mart að skrifa og svo litin
tíma að eg veit ei hvor við eg á að birja
það er best að birja first á því sem er minst
alvarlegt. eg hefi orðið var við hjá Jóni
Arnasini, að þú hefir skrifað í bréf til hans
að „eg mundi vera reiður„ útur steinafræðinni
okkar, eg þekki þig svo að fornu fari að þú hefir
ekki (sem Skarphéðinn sálugi sagði) kvenna
skap að þú reiðist við öllu, og eins hefi eg
verið híngað til, þó eg sé eingin hetja eður
en það kalla eg hetjudóm að rífast eins og þjóðólfr
og Islendingur, og lækningamen og niðurskurðar men
því það er gért af hatri, að minsta kosti annan hvurn
mánuðinn, slíkar hetjur verðum við aldrei þó við
hefðum alla brotna og óbrotna rúna steina að berjast
með, sem verið hafa á íslandi, bæði að fornu og
nyju, en þó men leiðretti hver hjá öðrum og finni
að hver hjá öðrum, þá skoða eg það ekkert
vina spéll, en komi men sér ekki saman í einu
máli, þá er best að koma sér því betur saman
í öðru ef men géta tveir stirkt sama mál,
og ekki mun oss íslendíngum vera vanþörf á
að halda sem mest saman og að stirkja hver
annan ef við gétum, mér finst því mest ríða á
að hver taki sitt eður það sem heirir til því
sem han stundar t.d. að eg taki búninga og
vopn, og það ætla eg að géra það sem eg gét
og til þess hefi eg safnað miklu frá öllum öldum
Bls. 2
og mundi margt af því annars vera
tapað, hefði eg ekki strax skrifað það
upp, því imsir eru dauðir er mér hafa sagt
mart merkilegt, og fjöldin af þeim deir
eptir 2 3 ár og sagnirnar með þeim sem
ekki eru uppskrifaðar, þannig hefi eg
orðið mikils áskinja um biggingar og
húsaskipan, enn þó ekki nærri eins
mikið og eg vildi því eg hefi svo lítið
gétað ferðast, og það þirti eg að géta
gért, því hér slæðist lángt um meira
gamalt en men halda bæði gamlir hlutir
og eins sögur um þesskonar, enn sem allflest
verður eyðilagt eptir nokkur ár, það
er hörmulegt skeitíngar leisi í mönnum
um þesskonar, en það kémur sá tími að men
iðrast eptir því, og bölva okkar tíma,
það ískrar í mér að vita, þær seinustu leifar af
hinum fornu reflum og tjöldum fúna niður
og géta ekki náð svo miklu sem mind af þeim
eins veit eg víða nokkuð af bigginga skurð-
verkum gömlum sem eru að eiðilegjast
ár eptir ár og eins merkismanna mindir
alt frá 16 öld, bæði karla og kvenna, og
það litla sem finst af vopnum er strax
eiðilagt, en eg veit að í alt hefir mikið fundist
á þessari öld af þess konar, og hefi eg skrifað
upp nokkuð af því, en til allrar ógjæfu ekki
alt.
Bls. 3
um skip má hér fá mikið af upplísingum og
skildi maður valla trúa því, enn eg veit
samt að þú trúir því því þú hefur nú séð
hvað hvað Jón Arnason hefir gétað náð í
á stuttum tíma af gömlum sögum, eg veit
samt að það er minna til af hinu enda gétur
minna komið að góðu gagni þegar að menn áður
hafa lítið sem ekkert, Jón arnason hefir feingið
hjá mér alt sem eg hafði safnað um leika sem
vóru mest sítöt úr allflestum sögonum og ímis
leg munnmæli, eg hefi gétað bent honum á margt
smá vegiss, því eg hafði tekið vandlega eptir
því, en aptur í staðinn hefi eg haft að gáng að
flestum hausskruddum og þesskonar, og haft
mikið gagn af því, eg vildi biðja þig að hafa
mig í huga ef þú sérð eitthvað þess viðvíkjandi í óprentuðum handritum.
vænt þikir mér að heira að enska njála er komin
út, en þó ærir það einungis upp sult í mér, er eg ekki
hefi feingið að sjá hana, en heirt mart og mikið
talað um ritgjörðirnar sem eru framan við hana
önnur vandræðin frá eru að ná í þá þísku
vatnsdælu heldurðu þú gétir útvegað
mér hana ef eg sendi péninga? en þorsteins
saga Síðuhallssonar fæst víst ekki ser skild?
stíllin á skálamindinni er heldur úngur
af því eg ætlaðist til að hún kæmi út í
orkneyingarsögu en ekki í Njálu, en samt
er það einungis skarð verkið sem munar.
búningurin geingur vel afrram, vertu sæll
þinn! Sigurðr Guðmundsson
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: handrit.is
- Skráð af:: Elsa
- Dagsetning: