Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0145-148)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 5. september 2016 kl. 14:57 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. september 2016 kl. 14:57 eftir Olga (spjall | framlög) (→‎Bls. 1)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Dasent, Grímur,

Texti:

Bls. 1


Reykjavík 21 september 1860
heill og sæll!
eg þakka þér firir tilskrifið, eg se á öllu að
við erum hérum bil samdóma viðvíkjandi
skála mindinni, en hvað aðrir segja sannanalaust
hirði eg als ekki um, eg bíð átekta, þess konar mind
án texta er alveg rakin og verjulaus, því
hér er ekki færð ástæða firir neinu, en eg
hefi samt mínar ástæður, og min mælihvarða
bigðan á því sem eg hefi séð lesið go heirt
á Islandi, og lesið í sögonum skjölum og fleiru,
eg er þér samdóma um að ekki þurfi með þessum
mindum laungu útskíring, en samt vona eg að
þú hafir séð um að Dasent hafi feingið listan
ifir hvað eitt sérstakt á mindunum sem
greinilegastan þótt han hafi verið stt stuttur
því því hann er áríðandi, eins vona eg
að Grímur okkar hafi ekki gert miklar skriflegar
athugasemdir við þettað, það er að skilja úr sjálfum sér
því í öðru mun han vera betur heima
annars má um þettað búa til ótal mindir af heilum og
hálfum skálum, sérstökum viðum, hurðum sillum
brúnásum bröndum diradróttum súlum
tjöldum kistum stólum bekkjum og öllu skála
innventarinu serskildu og eins heila bæina
með skála díngju stóru stófu og minni húsum
og síðan þarf að taka það frá mörgum sérskildum
tímabilum en ekki grauta því saman því
í bigíngonum er mikil breiting eptir imsum tímum
og lítið minni en í búningonum

Bls. 2


ef eg gæti farið um landið skildi eg géta
grafið upp markt um þettað, og það hefi eg gert
nokkuð, en maður strandar á mörgu ef men vilja
vita um það að gagni því mann vantar of markt,
og sögurnar eru ekki meir en að hálfu leiti ein
hlítar í því máli því af þeim sjö men ekki nemað
einungis itra lægið á öllu en lítið hvernin hvert eitt
sérstakt hefir verið, og sama er að segja um skipin
þau eru enn verri viðfángs og mér liggur samt við
segir men géti að mörgu leiti feingiðmeiri fróðleik
enn þan hér á landi en men higgja, en vera kann
að sumum þiki hægt að vita um þettað alt
þó eg skoði það öðru vísi, en þettað þarf að
gérast alt praktískt og biggjast á sönnu en
ekki á loptkastölum,
viðvíkjandi kjartans steininum er eg þér að
mörgu leiti ekki samdóma en þó í sumu, en hér
hefir þú að mörgu leiti misskilið mig first og fremst hefi
eg ekki með neinu móti fullirt að það sé Kjartanssteinnin
en einungis sagt það gæti verið, og bigt það á því
að maðurin hafi verið Olafsson sem líka gétur
hafa verið Oleifson það er mikil átilla og
rúnirnar eru mjög bundnar og gamallegar að mér
sínist, það sem gerir mestan misskilning milli okkar er það að
þú lest birjunina hier en þannig mun það
ekki vera en heldur h i a l en regn hrafa
sem gerir l líkt r en hér gétr víða vantaði
svo ilt er að fá saman hengið, líka er eg
hræddur um að fleiri stafir séu bundnir í firsta
orðið til dæmis k og <bold>b</bold> eður U ef til vill, um íslenska
rúnasteina géta men anars ekki dæmt fir en
verið til mjög margir og eru þá margir topaðir sem

Bls. 3


eg veit að til hafa verið, en margir eru til
um alt ísland sem eg veit af, en margir
géta verið til sem eg ekki veit af, og alít það
gamla list hjá íslendíngum að skrifa rúnir því það
en finst víða í eddu og Þorgérður Egilsdóttir ristir
á kebli og gísli súrsson og Grettir margir fleiri
af þeim fornu Islendíngum, firir daga Olafs-
kvítárskálds, hvað gamlir sumir af þeim
íslensku rúna steinum kunna að vera veit eg
ekki því fáa hefi eg séð aðra en þessa
í flekkuvík er steinn á hverju stendur
h, k, flekka en hf hvenær flekka hefir
bigt flekkuvík veit eg ekki, en að steinn
kjartans hafi verið til trúi eg fastlega, vegn
þeirra almennu sögusagnar og að leiði hans er sínt
framar flestra eða öllum fornmanna leiðum en í dag
en steinarnir eru einmidt það sem hafa verndað
leiðið og knúð men til að gæta að því og halda
því við framar öðrum leiðum, en ekki géta
men sagt að Kjartan hafi verið meir elskaður en
aðrir fornmenn margir að men þess vegna hafi þurft
að halda uppá leiði hans framan allra annara
en hafi steinn verið ifir því sem alen sögu
sögn segir þá gat það verndast af sjálfu sér,
en hvað sem nú öllu þessu líður þá álít eg
gott að men fái mindir af nokkrum Islendskum
steinum til að birja með og það gétur vel
átt við söguna að láta þessa (*ath) filja
henni, taktu firir mig á móti 7 d0lum hjá
Sigurði Einarssini frá Stafholti þeir eiga að
bætast við þá 16 frá Dasent og gérðu svo vel
og borgaðu skraddara Mogensen þá firir mig
þegar þú færð þá eins og eg talaði um við þig seinast
hann á að fá 23 dali

Bls. 4


mér ríður á því, svo þegar þú færð bréf frá Dasent
þá verðurðu að skrifa mér greinilegar hvernig
honum líkar, ef han talar annars um það mér
var ekki hægt að géra það betur í það sin,
en er eg ekki búin. þekkir þú nokkra
alþíngis Catastasis betri en þá frá 1700 sem
Sigurður bróður þin á, eg hefi 1 líka henni,
ef þú þekkir ekki nokra sem eru betri þá vil eg
biðja þig að útvega mér hana sem first, eða ef þú
eða Jón Sigurðsson veit af nokru smáblaði sem,
géfur upp lísing um búða eða lögréttuskipum á
alþingi þá bið eg þig að segja mér frá því eður
senda mér það, segðu mér og frá ef þú veist af
korti ifir þingvöll eða búðirnar, eða ef Jón Sig;
veit af því, eg hefi nílega komið á þingvöll
og fanst mér mikið um þan stað, og er það skaði
mikill að men skuli vera svo mjög fáfróðir
um slíkan stað, dugðu mer nú vel í þessu,
nú er svo komið með búníngin að han er kómin
í alla landsfjórðungana svo nú gét eg ekki
leingur komið tölu á þær sem kunna að
bera han, eg á vest með að fá þær til að breita
uppdráttonum og að nokkru leiti silfrinu
sem von er því það er dírast, öllum útlendum (*ath)
hefur þótt búningurinn fallegur það eg veit til
og það vona eg verði spari á þær og ímsar
meiriháttar er eg búin að fá víða, bæði i
Reykjavík og í sveitonum
firirgefðu nú ruglið þin vin
Sigurðr Guðmundsson


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning:

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar