SGtilJS-70-26-07
- Handrit: ÞÍ.E10:13/26.07.1870 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
- Safn: Þjóðskjalasafn
- Dagsetning: 26. júlí, 1870
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, ritari
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Jón Sigurðsson
- Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXXXXXX
(Titill 1)
- Texti:
bls. 1
Reykjavik 26 júlí 1870
Hátt virti vin
Eg þakka yður fyrir yðar góða bréf
og þótti mér vænt að heyra að þér höfðuð
gagn af bréf af skriftinni sem eg sendi yður,
það gérði mér ekkert þó þér gætuð ekki i
skoðað fyrir mig handritinn i þettað sinn
aptur á móti er mér tölu vert áríðandi
að þér gætuð hjalpað mér við fyrsta hentug-
leika að eg gæti feingið það i haust, þvi það
er sumpart i safnsins þarfir eða að öllu leiti
eg var nefni lega að hugsa um að búa til
að minsta kosti búníng i fullri stærð eins og
hann tiðkaðist á 16 öld þvi eg hefi þegar
feingið flest alt silfrið frá þvi tima bili, enn
allur búningurin þegar silfrinu sleppir er mjög
einfaldur enn eg þarf að vita litina á þeirri
fyr um gétnu mind til þess að géta það og
hérum bil aldur handritsins - á 17 öld gérðu
menn svo margar og greinilegar mindir sem
til eru enn, og sem safnið á að fá með tímanum
að það gérir siður nauðsin legt að búa til
brúður frá þeim tíma enn aptur á móti er
nauðsynlegt að hafa brúður frá 18 öld þvi
þá er kvenn búníngurin marg brotn astur
og marg breitt astur, enn til að géta gért það
þarf stóra skápa og stórt hús eg hefi ein ungis
pláts fyrir einn þess kyns skáp eins og stendur -
bls. 2
eg er viss um að maður gæti feingið einhvör
sýnis horn af flestum kvennbúninga tegundum
fram undir 1500 ef menn hefðu nógann krapt
til að safna, og menn væru ekki eins daufir
og þeir eru - yfir höfuð held eg að maður
ætti með timanum að géta sint kultúr sögu
landsins á safninu bæði frá fyrri og seinni öldum
þvi jörðin geimir enn mikið - Eg hefi opt
hugsað um það sama og þér talið um að fá
myndir og uppdrætti frá Thorvaldsenes múseum
og jafn vel af steipur af einni eða fleirum
bestu forn grisku mindonum enn hvað á
að segja, maður hefir ekki sem stendur pláts
fyrir meir enn rúm lega það hálfa af því
sem komið er af forngriponum, og lítil
von er um að maður géti feingið meira hús rúm
því alt kirkju loptið er þegar fult og eins
skóla safns húsið bæði uppi og niðri og
skólinn þarf öll sín her bergi hvort á þá að
fligja, svo þó maður feingi sendar mindir fyrir
ekkert þá veit eg ekki einusinni hvort
men gætu nokkursstaðar feingið húsrúm
fyrir kassana svo þeim væri óhætt enn ekki
væri hugsandi til að géta sínt það, sem í þeim væri enn nauð
sinlegt væri að fá þettað og er það alveg
samhljoða hinni fyrri uppá stúng uninni
um safnið þvi eg hefi aldrei viljað að
það væri eingöngu forngripa safn heldur
þjóðsafn sem stæði í sam bandi við
bls. 3
lands bóka - safnið og jafn vel fleiri
söfn til dæmis nátturu fræðis safn
sem hér er nauðsynlegt - enn til að
géta þettað þarf maður heila biggingu fyrir
þessi söfn enda er beinlínis orðinn þörf á henni
því annars gétur alt orðið i veði enda þarf
sú biggíng 6-10 ár til að þorna áður enn hún
irði brúkuð og þá verður orðinn full þörf á
þess konar bigging - ekki hefi eg enn feingið
nein skeiti frá Vorsá og er það ilt þvi það
það dót tæki minst pláts, þvi varla irði það svo
mikið líka gæti það porrað dónana upp ef þeir
sjá að út lendir hjálpa safninu, enn Danir eru
líklega ekki fúsir á eins og stendur að deila við
oss hnif eða kjötstikki enn gott væri að géta haft
út úr þeim sem mest ef unt væri - það gékk
mikið vel með hvern búninginn nýasta sem eg
eitt sinn gat um við yður og hefir hann gert
það að verkum að margar af þeim Dönsku -
skotnu hafa nú farið og ætla að fara á
íslenskann búning enn hvað varann legt það
verður er óvíst það er óreint enn Eg hefi altaf
haft líka skoðun og þér að kvenn folkið sé
ef til vill úr valið úr okkar þjóð, enn kvikular
eru þær um of, og föður lands til finni ing þeirra
er eins og ósjálfráð eða óafvitandi þó held eg
að þær seu eittvvað farnar að hafa ljósari
hugmind um hana enn áður og ekki mun þurfa
mikið til að vekja hana hjá þeim þær eru þá
farnar að verða spentar fyrir okkar mál efnum
og það tölu vert, það er ekki að undra þótt þær séu
kvikular þvi karl þjóðinn er það máské meira
bls. 4
Ekki gét eg átt við að skrifa lof um þær í
Þjóðólfi þvi það kann að misskiljast, vegna
þess að Þjóðólfur hefir nýlega skrifað um
mig eins konar lof kvenn fólksins vegna.
eg verð líka að fra varlega, þvi eg veit af mönnum
sem bíða eptir hvörju besta tækifæri til að géra
að gjörðir minar i þessu máli vitlausar og hlægi
legar ef unt væri, það er það eina sem þessir okkar
vinir sumir temja sér, og géta eg skal ekki spara að hvetja
þær og hjálpa þeim sem eg gjet og hefi best vit á,
Ekki þekki eg kvæði Bjarna skálda og ekki
segist Jón Arnason þekkja það
heðann er lítið að fretta, eg held að Sigfúsi gángi
all vel og alþíða sjái furðann lega við kaupmönnum
eg hefi ekki enn frjétt grein lega neitt um það
kaup menn eru hálf vitlausir X her er byrjað
á að biggja 5 hús og verða sjálfsagt fleiri
eftir lángt rifrildi þá höfum við Sverrir
komið þvi til leiðar að þjóðvegurinn
verður lagður þráð beina línuá Öskjuhlið
frá skóla vörðunni annars og er búið
að leggja nokkuð af hönum
eg bið yður að muna eftir mindinni af Valhöll
og upplisíngunni um hvört maður sér af textanum
í bestíarius hvaða hús það á að vera sem þar er
mindað, eg þarf að svara Dönskum gaur sem reingir
hugmind mína um skálann i Njálu eg géri
það vegna Islendinga um Dani stendur mér
á sama þó þeir skilji alt vitlaust
yðar
Sigurðr Guðmundsson
X ymsir máls metandi alþyðumenn skrifast nú á við Norðmenn eg hefi
seð bréf þeirra, eg held að það sé orðinn töluverð alvara i alþiðu
þó sumir betrist seint þá verður eitthvað úr þessu brolti - [viðbótin kemur
fyrir á vinstri hlið pappírsins.]
bls. 5
[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
15. Bls. 73. "yðar góða bréf; það mun nú týnt. - Bls. 74. "Dót", þe.e. forn-
gripir frá þjóðminjasafninu í Höfn, sem minnst hefir verið á áður nokkrum sinn-
um í bréfunum hér á undan. - "Kvenbúninginn nýjasta", sjá 13. bréf, bls 71.
- "Kvæði bjarna skálds", sbr. X. bréf, bls. 61, m. aths. - "Sigfús", þ. e. Sigf.
Eymundsson. - "Þjóðvegurinn", sbr. 7. og 8. bréf, bls. 56 og 59. - "Myndin af
Valhöll" og "Bestiarius"; sbr. 13. bréf, bls. 70-71, m. aths. - Bls. 75. "Svara
dönskum gaur", þ. e. H. Hoff, sbr. 16. bréf, bls. 78. - "Hugmynd mína um
skálann í Njálu"; þ. e. mynd Sigurðar á "plate 3." Í Njálu-þýðingu Dasents, "The
story of Burnt Njal", vol. I., við bls. c.
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: handrit.is
- Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
- Dagsetning: Júlí 2012