Flokkur:Skjöl Kvöldfélagsins

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 2. september 2024 kl. 19:52 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. september 2024 kl. 19:52 eftir Olga (spjall | framlög) (Bjó til síðu með „'''Skjöl Kvöldfélagsins''' * '''Söfn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] * '''Handrit''': [http://handrit.is handrit.is] * [http://sigurdurmalari.hi.is/wiki/index.php/Category:All_entries Allir flokkar: yfirlit] Þessi skjöl tengjast starfsemi Kvöldfélagsins. Þau eru geymd í öskju á Landsbókasafninu með safnmarkinu 489 4to. Askjan inniheldur rúmlega 400 skjöl og eftirfarandi uppskriftir eru aðgengilegar hé...“)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

Skjöl Kvöldfélagsins

Þessi skjöl tengjast starfsemi Kvöldfélagsins. Þau eru geymd í öskju á Landsbókasafninu með safnmarkinu 489 4to.

Askjan inniheldur rúmlega 400 skjöl og eftirfarandi uppskriftir eru aðgengilegar hér:

  • Öll skjöl sem innihéldu lög félagsins og uppköst af þeim. Þessi skjöl gefa innsýn inn í það hvernig hugmyndir að lögum félagsins mótuðust og tóku breytingum á árunum 1861-1872.
  • Öll skjöl sem innihéldu tillögur að umræðuefnum eða kappræðuspurningum. Þessi skjöl gefa frábæra innsýn inn í ýmis hagsmunamál sem brunnu á ungum íslenskum karlmönnum í Reykjavík á seinna skeiði 19. aldar, meðal annars tengdum stjórnmálum og þjóðmenningu.
  • Öll bréf til félagsins. Þessi skjöl endurspegla öðru fremur samskipti við félagsmenn á landsbyggðinni.
  • Öll skjöl sem tengjast fundargerðum og fundarboðum félagsins en á þeim má meðal annars sjá hvaða umræðuefni voru rædd á fundum Kvöldfélagsins, reikninga þess og fleiri þætti sem tengjast starfseminni.
  • Hluti af ritgjörðum, sögum og ræðum sem félaginu bárust eða voru skráðar af félaginu. Þessi skjöl, ásamt skjölum sem innihalda kvæði eru mjög mörg og skjölin sem voru valin til uppskrifta tengjast starfsemi kvöldfélagsins með beinum hætti.

Efninu er raðað i eftirfarandi undirflokka:

  • Óflokkað
  • Lög og frumvörp til laga
  • Verkefni
  • Sögur? Ræður? [ATH: Vantar mynd]
  • Kvæði
  • Bréf til félagsins
  • Fundaboð
  • Reikningar

Undirflokkar

Þessi flokkur hefur eftirfarandi 3 undirflokka, af alls 3.