Skjöl (Lbs489,4to 9r)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 24. nóvember 2024 kl. 08:33 eftir Bjartur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. nóvember 2024 kl. 08:33 eftir Bjartur (spjall | framlög) (Bjó til síðu með „* '''Handrit''': 489 4to * '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] * '''Dagsetning''': 28. febrúar, ártal vantar * '''Ritari''': Eggert Ólafsson Briem, Guðmundur Guðmundsson, Matthías Jochumsson ---- * '''Efni''': '''Frumvarp til laga.''' ---- * '''Lykilorð''': lög, frumvarp * '''Efni''': * '''Nöfn tilgreind''': Eggert Ólafsson Briem, Guðmundur Guðmundsson, Matthías Jochumsson ==Text...“)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Frumvarp til laga.

Texti

Frumvarp til laga

1.gr.

Félag vort heitir Kvöldfélag (eða Studentafélag).

2.gr.

Tilgangur Félagsins er að reyna að glæða þjóðlega menntan

og andlegt fjör í öllu tilliti.

3. gr.

Einn lögfund skal halda á mánuði hverjum í 8 mán-

uði(október til maí), og aukafundi svo opt, sem forseta þykir

þörf eða þrír félagar óska þess. [enn fremi skal haldið mis vetrar

blót ár hvert]

4.gr.

Hin almennustu störf á félagsfundum skulu vera:

1. að ræða ný rit og ritsmíð(þ.a.m. blaðagreinir). og dæma þau munn-

lega eða skriflega;

2. að ræða alls konar nýmæli, er lúta að framförum þjóðar vorrar;

3. að útlista vísindaleg eða lístafræðisleg efni.

5.gr.

Í öllum málum ræðr afl atkvæða, en enga ákvörðun,

er snertir fjárhag félagsins eða varðar félagið miklu, má

gjöra nema forseti hafi áðr getið þeirra málefna í boð-

unarbréfi til fundar.

6.gr.

Sendi einhver félagi félaginu ritgjörð og óski álita um

hana, er félagið skylt að fá nefnd manna til að dæma hana

og skýra höfindinum bréflega frá dóminum, sömuleiðis er það

skylt eptir föngum félagsins, að styðja að því með láni eða á

á annan veg, að slík ritgjörð verði prentuð, ef hún þykir

þess verð.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: