Skjöl (Lbs489,4to 12r)
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: Janúar 1861
- Ritari:
- Efni: Lög Kvöldfélagsins, vantar síðustu síðu sem virðist vera Lbs489_b_17
- Lykilorð: lög
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
Texti
Lög félags vors
Inngangur
Gr1.
Nokkrir undir menn hafa fundið hjá sér þörf og
löngun til að safnast saman einstöku sinnum eptir
dagsins erviði, til þess að lífga anda sinn á þann
hátt, er samboðinn sé andlega og siðferðislega mennt-
uðum úngmennum.
Gr2.
Vér höfum því stofnað félag með oss af þessari or-
sök.
Gr3.
Störf félagsins hin almennustu skulu vera
þessi: á samkomum ræða menn um fróðleg og
vísindaleg efni; utan samkoma rita menn rit-
gjörðir um í sömu átt, semja leikrit og ævintýri,
setja lög við innlendan kveðskap o.s.frv.
Gr4.
Félagið tekur fegins hendi við allskonar til-
raunum er því berast er stefna í þá átt, er tekin
er fram í gr3. svo sem frumrituðum smásögum
(noveller); frumsömdum og útlögðum leikritum
stórum og smáum, kvæðum og sönglogum við
innlendan kveðskap.
Gr5.
Tilgangur félagsins er, að reyna að vekja
innlent menntalíf, sér í lagi í skáldskap og
fögrum mentum.
Gr6.
Félag vort heitir "leikfélag andans"
Gr7.
Forseti skal vera einn í félaginu, sé hann valinn
á hausti hverju 8. október er hinn gamli forseti eða varaforseti
kallar saman. Skal hinn nýkosni forseti þegar hann þá þegar setja fundarhald
>halda fjelagsins með ræðu, er hann er kosinn til félagsmanna
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: