Skjöl (Lbs489,4to 12v-13r)
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: Janúar 1861
- Ritari:
- Efni: Lög Kvöldfélagsins, vantar síðustu síðu sem virðist vera Lbs489_b_17
- Lykilorð: lög
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
Texti
Á ársfundi hverjum skal hann skýra frá efna-
hag, ástandi og framförum félagsins. Hann
kallar menn til funda og stjórnar þeim. Hann
kveður á um fundarefni, og skipar fyrir um um-
ræður fundanna. Hann ræður atkvæðagreiðslu og
hefir úrskurðaratkvæði þegar atkvæði eru jafn-
mörg. Hann slítur jafnan vetrarfundahaldi félags-
ins með ræðu.
Gr8.
Á fyrsta haustfundi skal jafnan kjósa auk
forseta einnig skrifara og gjaldkera félagsins og
eru þessir 3 embættismenn þess. Samfara þessum
kosningum skal og kjósa varaembættismenn þess,
er í forföllum hinna gegna störfum þeirra. Enginn
einn má hafa nein tvenn af þessum störfum
á hendi.
Gr9
skrifari heldur dagbók félagsins. Sé hún
staðfest af forseta; ritar skrifari í hana
allt, er fram fer á fundum og heldur lista yfir
ritgjörðir þær er félaginu berast. Í fundarlok
skal bókin lesin upp og samþykkt af félags-
mönnum og síðan undirskrifuð af forseta og
skrifara. Ritgjörðir þær, er félaginu berast
skulu afhentar skrifara, er þá færir þær þegar til
bókar og tilkynnir forseta efni þeirra áður en
fundir byrja. Hann skal og halda lista yfir brjef-
lega fjelagslimi.
Gr10.
Öllum þeim ritgjörðum, er félaginu berast, skal
skrifari safna í eitt, með árituðum númerum
og skal það safn heita Brefasafn leikfé-
lagsins (Bf sf, Nvo?).
Gr11.
Gjaldkeri heldur bók, staðfesta af forseta yfir fjárhag
félagsins, og gjörir hann skýrslu fyrir honum í lok
hvers mánaðar, er lesin sé upp á fundi og undirskrif-
uð af forseta og gjaldkera. Á síðasta vorfundi
skal gjöra ársskýrslu um fjárhag félag félagsins
og leggja hana fram fyrir félagslimi. Gjaldkeri
veitir móttöku tillögum öllum og sektum.
Gr12.
Félagið á síðasta vorfund á Jónsmessu-
kvöld ár hvert. Er þá fundarhald félagsins
slitið til næsta 8 október. Slítur forseti þá fund-
um félagsins og skulu honum þá afhentar bækur
og skjöl þess.
Gr13.
Félagsmenn greiði árstillag í félaginu
sem nemi einum 1rd. Skal tillag þetta greitt
á fyrsta haustfundi ár hvert.
Gr14
Fundur skal haldinn laugardaginn í viku
hverri frá byrjun október til 31. mars en úr því annað hvort laugardagskvöld, kl. 8. e.m. Fund setur forseti að 10?
liðnum. Sá sem ekki er kominn þegar fundur
er settur borgi 16 skildinga sekt; en hver, sem
ekki er kominn kl9. eða alls ekki kemur borgi
helmingi hærri sekt. Þó skal hann borga
aðeins 16, hafi hann tilkynnt forseta
fyrirfram að hann ekki kæmi.
Gr15.
Fundarmenn varist allt er geti truflað
augnamiði fundanna.
Gr16
Á hverjum fyrsta fundi í maímánuði skal
leggja fyrir félagsmenn verðlaunaspurningar
ekki fleiri en 3, og skulu þærúrlausnir þeirra vera sendar
forseta nafnlausar en merktar innan
nýárs. Skal þeim fylgja bréf með merki og nafni
höfundarins. Á fyrsta fundinum í janúar
mánuði skal lesa upp þessar ritgjörðir og
skal það á félagsmanna valdi, að dæma rit-
gjörðinar strax eða skjóta dóminum á
frest til næsta fundar.
Gr17.
Komi engi ritgjörð til fundanna, ræða menn
eitthvert fróðlegt efni, eða hafa söngskemtun,
draga skrifleg spursmál á seðlum til að ræða um,
eða þá að forseti ákveður fundarstarf ef menn
þýðast það heldur.
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: