Skjöl (Lbs489,4to 14v-15r)
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: Janúar 1861
- Ritari:
- Efni: Virðist vera uppkast að lögum fyrir Kvöldfélagið, samsvarar þó ekki Lbs489_b_19 til 22
- Lykilorð: lög, uppkast, drög
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
Texti
skrifara, er þá færir þær þegartil bókar og tilkynnir
forseta efni þeirra áður en fundir byrja.
Gr5.
Öllum þeim ritgjörðum er félaginu berast,
skal skrifari safna í eitt, með árituðum númerum
og skal það safn heita "Bréfasafn Leikfélagsins"
(Bs. LF Nvo?)
Gr6.
Gjaldkeri heldur bók, staðfesta af forseta
yfir fjárhag félagsins, og gjörir hann skýrslu
fyrir honum í lok hvers mánaðar, er lesin
sé upp á fundi hverjum og undirskrifuð
af forseta og gjaldkera. Hann tekur við til-
lögum og sektum.
Gr7.
Félagið á síðasta vorfund hinn 30. júníá Jónsmessukveld
ár hvert. Er þá fundarhaldi félagsins slitið
til næsta 8. oktober. Slítur forseti störfum
og skulu honum þá afhentar bækur og skjöl
félagsins. Þá skulu og valdir embættismenn að nýju til næsta vetrar. Verði þá forsetaskipti, tekur hinn nýi forseti þá við öllum bókum og skjölum félagsins. Forseti heldur svo fund þegar félagið byrjar störf un haust of endar þau á vori
8.
Félagsmenn greiði árstillag í félaginu
sem nemi 1 rd. Skal tillag þetta greitt á fyrsta
haustfundi.
9.
Fundur skal haldinn laugardaginn í viku
hverri, kl. 8. e.m. Fund setur forseti að tíu
mínútum liðnum. Sá sem ekki er kominn
þegar fundur er settur, borgi 16 skildinga
sekt; en hver sem ekki er kominn kl. 9 eða alls ekki kemur borgi
helmingi hærri sekt; þó skal hann borga
aðeins 16, hafi hann tilkynnt forseta fyrir
fram að hann ekki kæmi. sama skal goldið og fyrir (frh. ógreinileg)
10
Fundarmenn varist allt sem getur truflað augnarmið
fundanna.
Gr11.
Félagið tekur fúslega við ritgjörðum um
hverskonar fróðlegt efni, þó einkum í þá átt
er tekið erfram í innganginum til laga þess-
ara, t.a.m. frumsömdum smásögum,
leikritum stórum og smáum, snotrum út
leggingum, kvæðum og sönglögum er sett
eru við innlendan kveðskap.
Af hverjum vorfundi 1. fundi í maímánuði skal leggja fyrir
fjelagsmenn spursmál verðlaunaspurn-
ingar ekki færri en 3, og skulu þær
vera sendar forseta nafnlausar en merktar snemma?
nýárs. Skal þeim fylgja bréf með merki
og nafni höfundarins. Á fyrsta fund-
inum í janúarm. skal lesa upp þessar
ritgjörðir og skal það í formannsins? félags
manna valdi að dæma ritgjörðir strax
eða skjóta dóminum á frest til næsta
fundar.
Gr12
komi engi ritgjörð til fundarmanna, ræða
menn eitthvert fróðlegt efni, eða hafa söng-
skemtan, eða draga skrifleg spursmál á
seðlum til að ræða um, eða þá að forseti
ákveður fundarstarf ef menn þýðast það
betur heldur.
Gr13.
Óski nokkur aukafundar, tilkynnir hann
það forseta, sem þá boðar til fundar ef nokkur finnst ástæða til þess með boðsbrjefi, er hver félagslimur skrifar á nafn sitt. Skulu allir jafn-
skyldir að mæta á þeim fundum sem hinum fast-
ákveðnu.
14
Hverjum fjelagslim er heimilt á fundi að
gjöra uppástungu um að taka nýja með
limi inn í fjelagið. Kemur þá sú uppá
stunga til umræðu og atkvæðar. Verði
hann atkvæði fyrir því að honum sje
boðið að komaganga í fjelagið skal velja
velja einhvern fjelagsmanna er hon-
um sje kunnugastur til þess að bjóða
honum að ganga í fjelagið. Skal sá
gæta allrar varuðar og gefa honum
sem minnstar og sem almennastar
upplysingar um fjelagið, en þó engar
upplýsingar fyrri en hinn hefur bund-
ist þagnarloforði við hann.
Gr18
Allir félagar lofa við drengskap sinn, að þegja
yfir fundum, yfir nafni félagsins og öllu er gjörist í
því. Sá, sem uppivíst verður um að hafi borið út
nokkuð af félagsins gjörðum er félagsrækur og
á hann ekki apturkvæmt í það. Þagnarheiti þetta
er eins bindandi fyrir þá, er úr félaginu fara ár
frá ári eins og
Gr15.
Þeir félagsmenn, er flytja burtu, en óska
að standa í sambandi við félagið, skulu eiga
kost á því. Þeir sem vilja halda áfram, að
senda félaginu ritgjörðir, eða starfa með
því og styrkja það, eptir að þeir eru viknir
heðan burtu, skulu og fyrir milligöngu skrif-
ara félagsins fá að vita aðgjörðir þess í bréf-
legri tilkynningu, sem lesin sé upp á fundi áður
en hún er send burtu.
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: