Skjöl (Lbs489,4to 256v-257r)
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 22. febrúar 1871
- Ritari: Páll Melsteð
- Efni: Páll skrifar um áform félagsins til að gefa út dagblað og gefur ýmsar ráðleggingar.
- Lykilorð: bréf, dagblað, tímarit
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Páll Melsteð
Texti
prentsmiðjan hlýtur að fá sitt í tæka tíð, og gefur ekki
eptir, en við hvers ári endalok muna útgefendur
eiga mikið fé útistandandi hjá kaupendum, sem
ekki verður gripið til á gjalddaga, þegar prentsmiðjan
heimtar sitt. Þá jafnast skuld á félagið, nema því
aðeins, að hver borgi af sínum egin efnum, svo
framarlega sem sjóður er ekki til.
Við sem gáfum út Íslending höfðum hann hálfs
mánaðarblað, upplag 1200 og hver [ex.a? 2 rd] fyrsta
ár. Við fengum eitthvað um 700 áskrifendur, en
af því flestum þótti dýrt, settum við hvert [ex.?]
í [9f?]; og þó fór ekki betur.
Á því ríður mest, að hafa duglega og umfram
allt skilvísa útsölumenn. Og ekki er horfandi í,
að borga nokkur sölulaun, ef góðir útsölumenn
fast heldur með því móti.
Rétt held eg sé, að láta borga andvirðið tvisvar
á ári, einkum í öllum nærsveitum. Því lengra
sem líður milli gjaldgreiðsla, því tregari eru
menn til að borga. Það væri ómissandi, að
ná sem flestum kaupendum hér syðra, sem
næst sér, því samgöngur eru svo illar og erfiðar
sem allir vita, og þessvegna erfiðara að ná til
sín andvirði (og eins hitt að koma út blaðinu)
frá fjarlægum stöðum en nálægum.
Kostnaðarminna verður, að fá pappír beinlínis
frá útlöndum (máske Noregi) heldur en kaupa
hann hér af prentsmiðjunni; því hér er hann
vanur að vera fjarska dýr, svo að miklu getur
munað á stóru upplagi.
Reynið til að fá í lið með yður unga menn
og uppvaxandi
- hinir eldri eru flestir fjörlitlir
og úrtölusamir, en hér ríður á að hvetja en ekki
letja, ef úr nokkru á að verða. Setjið á hvert
blað , hvað tímarit þetta kosti, svo hvar það fáist
eins og mig minnir að "Baldur" gjörði. Hafið
ekki lángar ritgjörðir, svo ekki þurfi opt að
sjást hið hvimleiða orð "framhald,, það leiðist
öllum lesendum, að bíða vikum og mánuðum
saman eptir slíkum skrifum. Við því má
búast, að Þjóðólfur amist við blaði þessu, og
kasti ónota-orðum í það. Svo gjörði hann "Íslend-
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: