Bréf (SG02-220)
- Handrit: SG 02:220 Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Steingríms Thorsteinssonar
- Safn: Þjóðminjasafn
- Dagsetning: 24. nóv. 1863
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Steingrímur Thorsteinsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Heródes, Pílatus, Wessel
- Texti:
bls. 1
Reykjavík 24 November 1863
Góði vin!
Eg þakka firir bréf þitt, eg finn
á þér að þér finst landslísíng mín
nokkuð hörð og það er satt að eg kærði
mig ekki um að skéra utan af henni, enn
því miður er hún alt of sönn sem von er
því Reykjavík er á því versta stigi sem gétur
verið, enn hún er höfuðið enn eptir höfðinu
dansa limirnir þó þeir ástundum þikist ekki
géra það og svo er um island - aldrei
held eg að men géti séð *af sögunni*(i) að Íslendingar hafi
verið á eins miklu kæru leisis og trúar
leisisstigi eins og nú þeir eru nær því
orðnir eins og Danir áður en Kirkjugarður
reis upp á aptur fótonum, þeim fer ákaf-
lega fram í því svo eg þekki þá varla
frá því eg var barn. þegar svo er komið
þá skulum við ekki spurja að pöplinum.
aldrei held eg heldur að veraldlega
stjórn *inn*(i) landsins hafi eins geingið a tré
fótum og nú, því áður hafa men gétað
feingið practiserað að þjófar irðu híddir
enn nú gétur það ekki orðið fram geingt nema
það gángi frá Heródes til Pílatusar og um það
sé kjaptað í mörg ár
bls. 2
embættismennirnir hugsa eingaungu um
að fá sína penínga og að þeir verði ekki
settir af en um föður landið hugsa þeir
víst fáir að minsta kosti hæðast þeir
flestir að þeim sem nefna föðurland og
kalla það lopt kastala patriótismi
sem ekki verði látinn í askana þettað
klingir nú meðal nærri allra enn þó mest
ef til vill í skólonum þú veist sjálfur
að þettað er alveg gagn stædt *bessastaða*(u)
*andanum*(u), nú hugsar einginn um annað
en penínga en þó kann eingin meir enn
áður að útvega sér peninga -
það gæti mikið orðið úr forngripa safninu
ef peningar feingjust til þess *því mikið er til*(u)
enn eingann veginn lítið, ef það væri komið
í eitt irði það stórt safn og merkilegt
firir sögu landsins, en men verða vel að
gá að því að fleira er merkilegt en gull
og silfur og er það þá til í landinu firir
nokkur þúsund dali ef eg skil rétt, og það
merkilegt, þarnæst verða menn að gjæta
að því að í þjóðsafni meiga men ekki
eingaungu binda sig við fornöldina því
eins verða menn að þekkja sögu miðaldanna
og seinni aldanna, *í vetur ætla eg*(u)
*að hleipa því mali alveg til skipsbrots*(u).
bls. 3
vænt þætti mér að fá að vita ef
það væri hægt hverninn Wessel
líður, því mér þikir mjög ilt að
heira hafi dónonum við Academiið
tekist að géra hann vitlausann því það
var góður dreingur, og þess vegu varla
þeirra meðfæri enn hvað dugar
að tala um það, digðinn verður að
betla *kj*(y) krjúpandi um náð hjá löstunum
segir í Hamlett so var það á 16. öld og svo
er það nú og svo mun það ætíð hafa
verið[1]
- látum okkar land sökkva
sokkva sem dípst í skítin, því það
þarf það að géra áður enn því er uppreisnar
von, því almenningurinn þarf áþreifan-
lega að sjá að mikið sé að, ef hann á að
vilja betra sig og eg vona að það sé farið
að líða að þeim tíma. því svona gétur
það ekki staðið leingi.
vertu sæll þinn
Sigurður Guðmundsson
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:[Lbs: Handrit.is]
- Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir
- Dagsetning: XX.07.2011
- (Titill 1):
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- ↑ Hamlet 3.4: Hamlet reynir að sannfæra móður sína að það sé nauðsynlegt að opinbera andstyggðina alla...: HAMLET ... Mother, for love of grace, Lay not that mattering unction to your soul, That not your trespass, but my madness speaks: It will but skin and film the ulcerous place, Whilst rank corruption, mining all within, Infects unseen. Confess yourself to heaven; Repent what's past; avoid what is to come; And do not spread the compost on the weeds, To make them ranker. Forgive me this my virtue; For in the fatness of these pursy times Virtue itself of vice must pardon beg, Yea, curb and woo for leave to do him good.
- Hlekkir: