SGtilJS-64-XX-09
- Handrit: ÞÍ.E10:13/xx.09.1864 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
- Safn: Þjóðskjalasafn
- Dagsetning: september, 1864
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Jón Sigurðsson
- Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXXXXXX
(Titill 1)
- Texti:
bls. 1
Reykjavik September 1864
Góði vin,
Eg þakka yður fyrir yðar góðu bréf. Nú er reindar um
margt að tala af ímsu tægi, Eg er reindar liklega búinn
að fá það mesta um Þing völl sjálfann, eða að minnsta
kosti svo mikið að eg gæti farið að semja ritgjörð
ina ef eg hefði núna tima til þess, enn þó vanta
mig enn ímsar upp lis íngar annarstaðar frá er eg
álít nauð sin legar til saman burðar í þessu máli
enn það er ekki strax feingið þó skrifað sé eptir því
það þékkið þér, eg var nílega á Þing velli og mældi
og að gætti þá enn að nýju margt, það er nær ótrúlegt
hvað sá staður er að gæslu verður þegar farið er að
hugsa um hann, það er að segja ef men veru lega vilja
skilja staðinn í forn öld, enn ímsar meiníngar géta orðið
hvað þörf sé á að athuga eða ekki, eg hefi maské
sérskilda skoðun i því. þar undir gétur margt
heirt.
á Þíngvalla fundinum hreifðu borg firðingar
þeirri uppá stúngu að þeir vildu biggja skíli
á Þing völlum til fundar halds að mér skildist
eins og hesta rett, klaungrað upp ur grjóti og torfi
og tjaldað yfir fyrir það sem fengist eg var kosinn i nefnd i þvi máli
og leiddi eg mönnum fyrir sjónir hvað aðgjæsluvert
það væri að biggja nokkuð á þeim stað sem gæti
orðið þjóðinni til van virðu þar sem svo margir
ferðamenn kjæmu og var nefndin treg að fallast a það
enn þó fjéllst hún logsins á mína uppa stúngu. eg sá að
eg varð að miðla málum því margir voru á móti mér
og stakk eg þvi upp á að men gérðu tópt úr grjóti
bls. 2
[Úr árbók Hins íslenska fornleifafélags til bráðabirgða, mynd fannst ekki.]
kalkaða, svo sterka, að hún væri ekki alltaf að
hrynja niður, og að það sem gert væri, væri að gagni, svo að menn
gætu hlaðið ofan á það og aukið það, ef menn vildu. Eg stakk uppá
að hafa tóptina kringlótta, líka að stærð og þær gömlu lögréttur, 16
álnir þvert yfir og 3 1/2 al. til 5 á hæð, með sperrum yfir, sem allar
gengju upp í odd, og þar yfir mætti hafa eins konar hrauktjald til
bráðabirgðar og með hringbekkjum í kring, þá gæti það vel rúmað
200 manns. Okkar áætlun var að þetta myndi kosta 12 - 14 hundruð
dali. Þetta þótti mönnum samt ókjör og mótmæltu menn mikið nefnd-
inni. Eg þóttist samt taka það minnsta til, sem hugsast gat, og hvað
úr þessu verður, skal eg láta ósagt.
Þar var og hreyft nýju máli, sem þér sjáið af Þjóðólfi, um minn-
isvarða Ingólfs Arnarsonar; þar var eg ekkert við riðinn, en skoðanir
manna voru mjög einkennilegar fyrir þennan tíma og á hæfilegri
sundrung, sem einkennir Íslendinga nú. Eins og þér víst búist við, þá
sá maður á höfuðleðrunum og axlaburði flestra, að þeir vildu flestir
ekkert þess háttar hafa, en þá sízt í Reykjavík. Sumir vildu byggja
hús á Þingvelli í minníng Ingólfs og hafa málað mynd hans inní því,
eða sameina hús og mynd, án þess þeir vildu hugsa sér, hvernig það
ætti að vera. Aðrir vildu safna sjóð, mér skildist til að styrkja Ís-
lendinga í sáluhjálparefnum, eða til einhvers, sem til þyrfti að taka.
Sumir held eg hafi hugsað um uppástúngu Halldórs Fr., en svo að
aungvir um það sem hér átti við. - Eg segi frá þessu í þeim
tilgangi, að þér vitið hugsanir manna í þessu efni, því mér finnst að
þetta mál sé í alla staði þess vert, að því sé gaumur gefinn. bæði
sögulega og íþróttlega. Og þið þarna ytra getið varla leitt hjá ykkur
að segja álit ykkar á þessu máli, annaðhvort í líka stefnu og áður
hefir verið hreyft eða þá öðruvísi. Mína skoðun á málinu sjáið þér
að mestu leyti í ritgjörðinni No. 2 í Þjóðólfi, sama efnis, en í þeirri,
þriðju, ef Halldórs er meðreiknuð. - Seinustu No. af Íslending sýna bezt
[Tilvitnun úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags lokið]
bls. 3
hvaða æsl og busl er komið á men, men vilja nú sundra öllu
hafa 2 skóla, og þar af leiðir 3-4 biblíótek, 2 biskupsstóla,
2 prent verk, þíng á Þíngvöllum (og prentverk)? Alt geingur
útá að ekkert sé í Reykjavík og að öllu sé sundrað svó
eingin dáð sé í neinu þessi skaðlega stefna er því
miður of algeing
Það gleður mig mikið að heira að þér hafið talað við
gamla Thomsen og allra helst ef að menn géta gért
sér nokkra von um að hafa nokkuð upp úr því því safnið
þarf þess sannar lega með að sem flestir stirki það. og það
held eg miði til góðs, við höfum tekið okkur til og
skrifað Thomsen og sendum yður það, enn eg hefi
neiðst til sjálfur að semja það á íslendsku og láta útleggja
og verður það þvi ekki eins stutt og sláandi og óskandi væri
þvi eg er óvanur þess háttar, en mér fanst nauðsinlegt að drpa
á ástand safnsins, og hvenær það var stofnað, og af
hvaða ástæðum helst var þörf á því, og hvaða hætta
er búinn öllum fornmenjum sem hér eru og hér finnast.
og hvað við helst þurfum frá þessum 2 timabilum
þó að þettað sé alt ó fullkomnara en vera skildi
þá treistum vér þvi að það dugi ef þér mælið fram
með þvi ef að annars nokkuð dugar því Thomsen
fer vist ekki að rekast i form göllum á privat
bréfi ef meiningin væri rétt.
Hvað hauksbókar blöðunum við víkur, þá er eg
alveg hissa á að þér skulið halda að eg muni láta
þau af hendi, eða nokkuð annað af því sem
landsmen hafa trúað mér fyrir að geima, þvi það
vildi ekki einúngis traust landsmann á mér
sem öðrum forstöðu manni safnsins, heldur gæti
það líka vakið þá skoðun hjá almenníng að eingu
væri meir áhætt á safninu enn anars staðar, og
fyrir slíkt gjætu margir men hér (og þá einkum
bls. 4
stipstyfirvoldin) stráng lega krafið mig til
reikníngsskapar, og er mér það ekki betra.
Sé skilda A.M. nefndarinnar að heimta blöðin
af oss sem óvíst er, þá liggur sú sama skilda á
oss af sömu ástæðum að verja þau. og kémur
oss ekki við hvert heldur stjórninn eða A.M.
nefndinn, gerir það að heimta þau þvi það gétur sá einn gért sem gétur
sannað að hann hafi rétt á því. að mér
var einginn launúng á hvaðann eg héldi
að blöðinn væru komin sindi það að eg sagði
strx álit mitt um það í skírslu minni um safnið.
enda var það óhætt því safnið hafði frjáls lega
feingið þau, og þeir sem gáfu safninu þau, og
faðir þeirra og hafi hans orðum verið trúandi
þá hafa blöðinn verið kom in híngað til lands
laungu fyr en fyrir 40 árum. og þurti þvi
ekki Guðbrandur að koma með það í
blöð sem neina nýúng hvaðann hann héldi
að blöðin hefðu sinn uppruna, og sem eg heldur
ekki skil til til hvers átti að setja í blað nema óbeinlínis
til að meiða oss og safnið eða til að géra það hlægilegt
og jafnvel við viðsjált í augum alþíðu. hann hefir máské gert það óvart vér höfum því frá
upphafi á sett oss að halda blöðonum sem frjálsum og má það
komast í alla, en vér á lítum þau mikils verð þar sem þau eru
nú það einasta sýnishorn sem hér á landi er til af því tæi
sem gamalt má heita. eg vil trauðlega géfa nein ráð því
til þess hefi eg ekki vit (enn yðar að segja) þá hefði verið hollast
aldrei að breita þessu, og láta hvern hafa það sem hann hefir
feingið. þvi þó að menn i Höfn hafi drottnað mönn
um hér Heima á Islandi fyrri hluta þessarar aldar, þá
er nú komið svo að menn eru farnir að aka sér við því.
og þarf nú lítið útaf að bera að friðurinn
og löginn sprikli á spjóts oddum.
forlátið mér þennan miða yðar vin
Sigurðr Guðmundsson
bls. 5
[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
5. Bls. 48. Þingvalla-fundurinn, sem Sigurður segir frá, var haldinn 15.-17.
ág. 1864; þótti vera aðallega Borgfirðinga-fundur, því að þeir sóttu helzt fundinn.
Fundarskýrsla er í Þjóðólfi, 16., nr. 41-42. - Uppástunga Halldórs Friðriksson-
ar kom fram í grein hans í sama blaði, 16. nr. 1-2, og var um að landsmenn
skyldu skjóta saman fé til að byggja hús handa Forngripasafninu í minning um
upphaf landnámsins; skyldi grundvöllurinn lagður 1874 og húsið fullgert 1877.
- Ritgjörðin nr. 2 í Þjóðólfi er í 16. árg., nr. 39-40, bls. 159-62. Þar var stung-
ið upp á að reisa Ingólfi Arnarsyni minnisvarða á Arnarhóli.
Thomsen var orðinn gamall (f. 1788) og andaðist hálfu ári eftir að mála-
leitun þeirra Sigurðar kom fram. Hún bar þó þann árangur, að eftirmaður
Thomsens, J. J. A. Worsaae, sendi Forngripasafninu nokkrum árum síðar, vorið
1873, raunar eftir nýjar málaleitanir, marga hluti (161 nr.) frá steinöld Dan-
merkur; en hlutir frá bronziöld og eftirfylgjandi öldum, fyrir landnámsöld, komu
hingað aldrei neinir. - Sbr. enn fremur bréf nr. XI, (bls. 54) og nr. 7 (bls. 55).
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: handrit.is
- Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
- Dagsetning: Júlí, 2012