Fundur 22.mar., 1864
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 22. mars 1864
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0060v)
1864, 22 martz var fundur haldinn í Kvöldfjelaginu
las þá forseti upp brjef frá Þorvaldi lækni Jónssyni og
student Eggert Olafssyni Briem á Ísafyrði í hverju þeir
óskuðu að fá tilkynningu um aðgjörðir fjelagsins á þessu
ári. I öðru lagi las skólakennari Gísla Magnússon
brjef frá dönsku er Þorvaldur Jónsson hafði sent hönum
og beðið hann að færa fjelaginu. Brjef þetta var eptir kaupm.
Svendsen í egin handarriti um lykil þann er hann hefði fundið.
Enfremur las Kristján Jónsson brjef að norðan í hverju
hönum var lofað kvæðum eptir Hjálmar á Bólu og bað fjelagið
Kristján að skrifa aptur eptir kvæðum þessum, gegn þóknum frá fjelaginu.
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0061r)
Því næst var haldið áfram umræðum um skemtanir í fornöld
og skemtanir á síðari dögum Var talað um það í líka stefnu
eins og á síðasta fundi. Jón Þorkelsson kom fram með ymsar
upplýsingar um trúðleikina. Gísli Magnússyni þótti heldur
um of gjört lítið skemtunum seinni tíma og tók fram sögulestur
og fróðleik er menn nú skemtu sjer við. En frum mælandi
hjelt því fram að íslendingar hefðu í þessu tilliti mörgu
týnt, en fátt nýtt numið í staðinn og yfir höfuð væru
framfarinar sjer ekki sjáanlegar eða neinar nýar þjóðlegar
skemtanir. Var svo umræðum um málefni þetta lokið.
Þar næst hjelt ræddi skólakennari Gísli Magnússon um "hvernig
latina væri rjett metin, og egi ofmetin eða vanmetin"
Tók hann það fram að latinan væri mjög virðingarverð, en um-
fram allt yrðu menn þó að virða og vanda móðurmál sitt
en sjer þætti nú mikils til ofmiklum tíma til að kenna latinu
í lærðar skólanum og sjer þætti nóg að hún væri kend þar eina
stund á dag, og fleyri mál og vísindagreinar og íþróttir kendar
hinn tímann sem varið er nú til latínu kennslu, en æskilegt
væri þar á móti að hún væri kennd í barnaskólum ef unnt
væri. Jón Þorkelsson (fyrri andmælandi) kvaðst að mörgu
Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0061v)
leiti vera samþykkur frummæalanda, en þó vildi hann
ekki stytta mikið kennslutímann í latínu í lærða skólanum
frá því sem nú er, því hún sje alheims menntunarmál og
nauðsynlegast af öllum fornum málum, þar eð menn ættu
svo margfalt hægra með að læra hin nýjari mál ef menn kynnu
vel latinu. Frekari umræðum um þetta var frestað til
næsta fundar. Á næsta fundi talar og Kristján Jónsson um
Mansöngs menn í fornöld þýðing þeirra og ahrif á sogu forn-
aldarinnar Andmælendur vorða J. Þorkelsson og S. Guðmundsson
Fundi slitið
H.E.Helgesen Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011