Fundur 8.okt., 1864
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 8. október 1864
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0071r)
Fjórða ár Kvöldfelagsins
-"-
Ár 1864, laugardaginn hinn 8 Október kl. 8 e.m. var
fundur haldinn í Kvöldfjelaginu. Voru 14 fjelagsmenn
á fundi mættir. Var þá fyrst barnaskólakennari H.
E Helgesen endurkosinn í einu hljóði til forseta; setti
hann fundi fjelagsins með ræðu. Ljét hann síðan gánga
til atkvæða um að velja hina aðra embættismenn fje-
lagsins, og var þá til skrifara endurkosinn Árni
lögregluþjónn Gíslason með 12 atkvæðum; til gjaldkjera
var endurkosinn factor Óli Finesen, með 10 atkvæðum
til varaforseta Amanuensis Jón Árnason með 8 atkv.;
til varaskrifara Sveinn Skúlason Cand. með 7 atkvæðum
og til varafjehirðis verzlunarmaður Chr. Zimsen
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0071v)
Síðan var stúngið uppá að bjóða þessum mönnum í
fjelagið. Stud. theol. Þorkeli Bjarnasyni Stud. Med. Olafi
Sigvaldasyni, Student Tómasi Björnssyni, og Pjetri
Guðmundssyni og Stud. theol. Lárus Benediksson.
Forseti vakti því næst máls á því, hvert fjelagið á
þessu ári ætti að opinbera sig meira en er, eða ekki.
Urðu um það nokkrar umræður, og var ákveðið taka málefni
þetta til umræðu á næsta fundi, þá verður og talað um hvert
velja skuli nefnd til að stínga upp á umræðuefnum á
fundum fyrir þetta fjelaga ár.
Fundi slitið
H.E.Helgesen Á.Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: XX.XX.2011