Fundur 8.des., 1864

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 10. janúar 2013 kl. 14:26 eftir Eirikurv (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. janúar 2013 kl. 14:26 eftir Eirikurv (spjall | framlög) (Ný síða: 200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. * '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0084v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0084v)


1864, 8. desember var fundur haldunn í Kvöldfjelaginu, gengu þeir Páll

Melsteð og Þórður Guðjohnsen í fjelagið og undirskrifuðu lög þess.

Skólakennari Haldór Guðmundsson lýsti þó fyrst eðli og til-

buning rafsegulþráðsins mjög fróðlega og nákvæmlega. Þótti

það fróðlegt og var honum alls eigi andmælt.-

Þvínæst hjelt Matthíast Jochumsson kappræðu um

leikritið "Kjartan og Guðrún" eptir Oelensæhläger taldi hann

riti þessu allt til ógildis. Meðferð sögunnar væri öll

vitlaus, og lyndiseinkenni þau sem persónurnar eru látnar




Lbs 486_4to, 0085r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0085r)


hafa sje hvorki norræn nje suðræn nje skáldleg nje

söguleg; og sje yfir höfup hinni fögru sögu mjög ósam-

boðin. Því næst tók hann fram hvað að sínu áliti hefði

mátt taka úr sögunni til þess að leikritið hefði orðið miklu

betra. - Gísli Magnússon annar andmælandi kvaðst raunar

ekki hafa margt að segja, en hann kynni þó að gjöra

nokkrar athugasemdir er tækju nokkurn tíma, og var því

framhaldi umræði þessarar skotið á frest til næsta fundar.

Kristján Jónsson færði fjelaginu "gamla sögu" og las hana

upp. -

Á næsta fundi verður auk Kjartans og Guðrúnar rætt um

hvaða breytíngar íslenskan hefði tekið síðan um 1200 og að

hve miklu leyti menn gæti nú hagnýtt sjer forn orð í ræðu og

riti. Frummælandi Jón Þorkelsson. Andmælendur

G. Magnússon og Sv. Skúlason

Fundi slitið

H.E Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar