Fundur 20.okt., 1864
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 20 október 1864
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Jón Hjaltalín
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0072v)
Ár 1864 hinn 20 oktober kl. 8 em. var fundur haldinn í Kvöldfjelaginu
og lagði þá forseti fram fyrir fundarmenn spurningar þær til
kappræðu efna sem nefndin, sem til þess hafði verið kosin á síðasta
fundi hafði samið. Voru spurningar þessar samþykktar á fundinum
og fór forseti síðan þess á leit hverjir af fund fjelagsmönn-
um vildu taka spurningar þessar að sjer til útlistunar.
Spurningar þessar voru svohljóðandi:
1.
Snorri goði. Hvaða þátt á hann í sögu Islands og stjórnarskipunar þess?
2.
Hverjir voru mestir níðíngar í fornöld á Norðurlöndum?
3.
Hver voru varkvendi hin verstu að fornum sið?
4.
P.M. Sv. Sk - Um mansmenn í fornöld, uppruna þeirra hag og endalykt?
5.
J.Þ. Um biskupa Islands, tign þeirra ríki og álit að fornu og nýu?
6.
Eptir hverju eiga skáld vor að fara í efnisvali og búningi?
7.
G.M- Hver áhrif hefir breytilegt loptslag og landslag hjer á landi á lundar-
lag manna, skynbragð og hattsemi?
8.
Hvernig má taka hentug yrkisefni til sorgarleiks eður sorgarleika
M. Joch úr Njálu?
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0073r)
9.
Sig Guðm. Hvað veldur því, að sjerstaklegir búningar myndast hjá hinum
ýmsu þjóðum?
10.
Sig Guðm. Hvað einkennir þjóðbúning Islendinga, og af hverjum rótum
er hann runninn?
11.
Hvað er myrkfælni? Af hverju kemur hún?
12.
Á Gíslason. Hvað hefir Reykjavík sjer til ágætis fram yfir sveitalífið?
13.
J. Hjaltalín.- Hverjar nýar hugmyndir vakna hjá námsmönnunum þegar
þeir flytjast frá einu náms-skeiði til annars, og sjerilagi þegar
þeir fara frá lærða skólanum á prestaskólann?
14.
Gunnar Gunnarsson. Er það satt sem Seneca segir, að það sje gott fyrir ungan
mann að hafa þekkt það sem illt er?
15.
Sigurður Guðm. - Hverjir eru helztir ókostir við húsabyggingar Islendínga?
16.
Þork. Bjarnason Hvers vegna er lausung skaðleg og þó svo almenn, og hvernig má
úr henni bæta?
17.
Hverjir eru kostir og ókostir verzlunarhags vors, eins og hann er nú?
18.
Jón Þorkelsson. Stutt yfirlit yfir helztu bragarhætti í íslenzkum kveðskap frá fyrstu
tímum þangað til nú; hvenær menn fóru að yrkja rímur, og í
hverju rímnabragarhættirnir eru frábrugðnir hinum eldri, og
um hvaða leyti menn fóru að yrkja íslenzk kvæði með latinskum
bragarhætti?
Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0073v)
19.
Hverjir eru kostir og ókostir við lausakaupmanna verzlun?
20.
Sig. Guðm. - Hver er munur á skyri í fornöld og skyri nú á dögum, og hver er
munur á því í ýmsum fjórðungum landsins?
21.
Þorst. Jonsson. Það er gefið að Eyrarbakki heyri til Flóanum. En hjer er beðið
sönnunar fyrir því að nafnið "Flóafófl" sje ekki annað en hót-
fyndni.
22
Jón Þorkelsson - Voru Islendingar lengra á leið komnir í menning fyrir lok
14 aldar en þeir hafa síðan komizt?
23
G. Magnússon - Hvað mælir með því að hafa lærða skólann í Reykjavík?
24.
Sv. Skúlason - Hvað mælir með því að hafa alþíng Islendinga í Reykjavík?
25.
Hvað kemur til að landslýðurinn hatazt við Reykjavík?
26.
Hver nauðsyn er á því að hafa spitala í hverjum landsfjórðungi?
27.
Hvernig stendur á því, að ýms þarfleg fyrirtæki útlendra manna
hjer í landi, er að framförum lúta, bera svo lítinn ávöxt?
28.
Matt. Jochumsson Hverja kosti og ókosti hefir leikurinn Kjartan og Guðrún eptir Oelenvehlæger?
29.
Matt. Jochumsson Að sýna gánginn í einhverju leikriti eptir Shakespeare?
30.
G. Magnússon Að sýna gánginn í forngrískum sorgarleik.
Bls. 4 (Lbs 486_4to, 0074r)
31.
G. Magnússon - Að sýna gánginn í einhverjum fornum grískum eða
rómverskum gleðileik.
32.
Að sýna mismuninn á sorgarleikjum Forngrikkja og hinna
nýari þjóða.
33.
Fr. Zeuthen. - Að bera saman þjóðerni og landerni Svía og Dana.
34.
Þorsteinn Jonsson Hvernin koma íslenzkir sveitamenn fram í verzlun sinni?
35
Á fjelagið að gefa málefninu um Ingólfsvarðu augu framvegis?
36.
Jón Hjaltalín - Um hegðun presta á Íslandi!
37.
H.E. Helgesen - Hvaða áhrif hefir útvortis guðsdyrkun á hugarfar manna og hegðun
38.
Matt. Jochumsson Um uppruna trúarbragðanna.
39.
Jón ÞorkelsBjarnason Hvaða áhrif hafði katholskan á samtíð sína og seinni aldir?
40.
G Gunnarsson - Til hvers miðar fjelagskapur, og hvað útheimtist til góðs fjelags-
skapar?
41.
Sambandið milli trúrækni og þúnglyndis.
42.
Að útlista, hvernig trúarofsi og trúleysi víki frá hinni rjettu
trú.
Bls. 5 (Lbs 486_4to, 0074v)
43.
H.Guðm. Að skýra frá rafsegulþræðinum og öðrum nýum framförum
í eðlis fræðinni.
44
Pjetur Guðm. - Er jambus íslenzkur bragliður, og má viðhafa hann í íslenzkum
kveðskap?
45.
Lárus Benediktsson - Að lýsa háttum landsmanna og sjerstaklegum sveitabrag?
46.
Hvaða áhrif hafa trúarbrögðin á þjóðfjelagið og ríkið? og hver er
nauðsyn til að hafa prestastjettina?
47
Jón Þorkelsson. - Hvernig hefir íslenzkan breyzt síðan um 1200, og að hve miklu
leyti geta menn nú hagnýtt sjer forn orð í ræðu og riti?
48
Hvað geta menn gjört til að efla Stiptsbókasafnið?
49.
Jón Arnason Böl er búskapur etc. Þetta á að sanna að satt sje.
50.
S. Guðmundsson - Hverskonar böð höfðu fornmenn?
51.
Sig. Guðmundsson - Eru ekki trúarbrögð óþörf, en íslenzki faldurinn þó þarfur?
52.
Fr. Zeuthen - Eðli og lækning gigtarinnar.
53
Því er bíldurinn sjaldnar beitt í hinni nýu læknisfræði en hinni
eldri. -
54
Páll Blöndal Telzt það ekki til hreinlyndis að gefa kunningja
sínum á kjaft?
Bls. 6 (Lbs 486_4to, 0075r)
55.
Gísli Magnússon - Hvernig stendur á, að mönnum á hverri öld sem er, hættir við
að lofa fyrri aldirnar, en gjöra lítið úr sinni öld?
56.
Þork.Bjarnason - Um djöfulinn, hans framfarir og apturfarir.
57.
G.Gunnarsson - Hvert er meira gagn að búnaðarfjelagi eða lestrarfjelagi?
58.
Gísli Magnússon - Á hverjum aldri þykir bóknám rjett byrjað? og hvenær fyrst
byrjandi og hvenær síðast byrjandi?
Þorst. Jonsson. 59. Hafa lögin eða kathólskan nokkra ástæðu til að banna gipt-
ingar milli ættingja, eða er nokkr hætta búin við þessk. gipt f. Land og lýð.
Nöfn mann þeirra sem á fundinum tóka að sjer að útlista efni þessi, eru hjer
rituð fyrir framan hverja spurningu eða kappræðu efni.
Kristján Jónsson flutti fjelaginu kvæði er hann hefir ort og kallað
"veiðimaðurinn".
Á næsta fundi lofar Þorkell Bjarnason að halda kapitula um
djöfulinn, framfarir hans og apturfarir, (sjá № 56 í kappræðuefnunum hjer að framan)
Voru andmælendur valdir þeir Sigurður málari Guðmundsson og Matth. Jochumsson.
Þá verður og, ef tími vinnst til, talað um hulu fjelagsins, því enn varð
ekki tími til þess á þessum fundi.
Fundi slitið
H.E.Helgesen Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: 01.2013